Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.10.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.10.1933, Blaðsíða 2
2 ALS*Ý£XJMAEKJQUM B. S. A. — Simi 9. stúlkum, mótmæltu 6 þeirra að hafa léð nöfn sín undir hana. Segir svo í yfirlýsingu þeirra: »Skjalið var illa skrifað og las formaður »Ósk< það upp fyrir okkur og fullvissaði okkur um það, að viðlögðum dreng- skap * að ef við skrifuðum undir skjalið, væri það til góÖ9 fyrir fram- kvæmdastjóra Finn Jónsson.« Og síðar segja þær að þær hefðu aldrei skrifað undir hjá form. »Óskar«, ef þær hefðu álitið síðari yfirlýsinguna ósamhljóða þeirri fyrri, sem í alla staði hefði verið rétt og rétt með farin. (Framh.) 50 ÁR. f*ann 10. Jan. n. k. eru liðin 50 ár síðan Góðtemplarareglan var stofnuð á íslandi. Vagga hennar stóð hér á Akureyri, og þeir. sem gengust fyrir stofnun hennar, og báru hana uppi, settu markið hátt, og áttu alt annað en góða aöstöðu i baráttunni við rangsnúinn hugsun- arhátt fólksins, brennivínstrú og æfagamla drykkjusiði. Saga reglunnar þessi 50 ár er landslýðnum svo kunn, að óþarfi er að rekja hana hér, en ekki er ólík- legt að mörgum Akureyringi verði það þessa dagana að renna huga yfir starfsferil þessa öflugasta bind- indisfélagsskapar landsins, þegar er- lent áfengisauðmagn hefir efnt til úrslita árásar á öll þau vígi, sem íslensk bindindisstarfsemi hefir hlað- ið upp þau 50 ár, sem hún hefir starfað í landinu. Þeirri blekkingu er haldið að al- menningi, að atkvæðagreiðslan 1. vétrardag sé aðeins um þrð, hvort hafna eigi þeim takmörkunum á innflutningi og sölu áfengra drykkja, sem nú eru í gildi hjá þjóðinni, eða halda þeim. Þetta er gert til að villa almenningi sýn. Atkvæðagreiðslan 1, vetrardag er fyrst og fremst um það hvort meiri hluti kjdsenda vilji gerast vikafólk erlendra vínbruggara gegn allri *Leturbr. hér. bindindis- og bannstefnu í landinu eða ekki. Þótt nú sé látið svo i veðri vaka, að slegist sé um það eitt sem eftir er af bannlögunum, þá er svo ekki. verði andbanning- ar ofan á, er brennivínsflóðinu œtl- að að drekkja allri mótstöðu gegn brennivínsauðvaldinu, sem illvígast er allra afla í heiminum. Þar sem ekki er vínbann, berst áfengisauð- valdið af jafn mikilli heift á móti bindindisstarfseminni. Þetta þekkja frumherjar bindindisstarfseminnar hér á landi Þeir muna vel jorna daga, áður en nokkur fór að tala um áfengisbann, sem framkvæman- lega athöfn. Pá voru brautryðiend- ur bindindis hæddir og svívirtir; jafnvel bolað frá atvinnu vegna starfs þeirra í þarfir bindindis. Áfengis- auðvaldið er altaf það sama og sjálfu sér samkvæmt, hvort sem á það er herjað með bindindi eða banni. Hér á Akureyri var hafin öflug- asta bindindisstarfsemin, sem starfað hefir í landinu. Hér var (1907) ákveðið að heíja sókn á hendur áfenginu, sem gerði það landrækt. í hvert skifti, sem áfengisauðvaldið hefir sent hingað snata sína, hafa Akureyringar rekið þá af höndum sér á hinn myndarlegasta hátt. Um 50 ár helir Akureyri verið eitt allra traustasta vígi bindindis og banns. Ætla Akurevrskir kjósendur að kvika frá þessu 1. vetrardag? /Etla þeir að svívirða Berurjóður bindindisstarfseminnar á íslandi með því að hopa af hólmi, þegar erlenda áfengisauðvaldið sækir þá heim? Ætla þeir að halda 50 ára afmæli Góðtemplarareglunnar á þann hátt, að láta yfirausa sig í brennivíni, whisky, koniaki og rommi? Ætla þeir á þann hátt að þakka og heiðra störf bindindishetjanna, sem hófu merkið fyrir 50 árum? Nei, A.kureyringar munu enn standa á réttum stað — hrinda á- rásinni á höfuðvígi íslenskrar bind- indisstarfsemi. Því fram til starfa, góðir menn og konur! Notið dagana sem enn eru eftir. þar til athvæðagreiðslan fer fram, til að starfa að sigri bindindis- og bannmanna 1. vetrardag. Allir til starfa! Allir á kjörstaðinn á Laugar- daginn ! Oamall bindindismaður. Kosnina in á Laugardaginn er mjög einföld og er framkvæmd nákvæmlega á sama hátt og bæjarstjórnarkosningar. Á miðjum seðlinum er tigull með »Já« og »Nei«, þar sem kjósendur merkja við með blýantskrossi. Áður en kosning fer fram, lítur tigullinn þann- ig út: — Já Nei Eftir að kjósandi, sem vill ekki leyfa innflutning á sterkjum drykkj- um, svo sem brennivíni, whisky, koníaki, rommi o. s. frv., hefir kosið, lítur tigullinn svonaút: Já 1 X Nei Munið að inn framan set/a kross- við »7Ve/«. Draugar. Það er auðfundið af veðurhæðinni í íhaldinu, að það finnur orðið lyktina af völdunum — óskoruðum og óheft- um íhaldsvöldum á borð við völdin til 1927. Smátt og smátt vekur það upp gamla drauga. f’annig er Aust- firðingur nú aftur farinn að koma út og ber öll merki gamla tímabilsins, eins og sjá má af því, að nafnið Stefán Th. Jónsson sést svo að segja á hverri siðu. — Gömlu átvöglin munar í sjóðina eftir öll þessi svelti- ár. — Prentnnarkostnaðinum ætlar ihaldið sér sjálfsagt að framvísa, þegar það er komið til valda næsta sumar — ef það verður, en alþýða þessa lands mun sjá um að það verði e k k i. (Alþ.bl.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.