Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.11.1933, Blaðsíða 1
LÞÝflD III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 14. November 1933. 59. tbL Sigurför socialismans. »Það er ekki nema ein leið til socialismans,* segja kommúnistar. og, að sögusögn þeirra, er það leið byltingarinnar. Þetta eru nu mjög spámannleg orð, e£ þau væru nokkuð anriað en íullyrðing þröngsýnna og æstra stjórnmálavitfirringa — en þau eru Iieldur ekki annað. Um það má deila hvaða leið sé fljótförnust; um annað ekki. Kommúnistar hafa reynt byltinga- leiðina með tveimur þjóðum. — Hjá annári þeirra urðu þeir ofan á og hafa óhindrað getað beitt valdi sínu og atorku til að byggja upp hið söcialistiska ríki. í 16 "ár eru þeir búnir að brjótast áfram með ein- stökum dugnaði, en eftir þeirra eig- in játnhigu, eru þeir enn ekki nema tiltölulega skammt á veg komnir að þvi takmarki, sem kalla má upp- byggingu socialismans. Þar, eins og annars staðar, sannast það, að upp- bygging eins þjóðskipulags er og verður starf fleiri kynslóða. Hjá hinni þjóðínni hjálpuðu kommúnistar auðvaldinu til að ná yfirráðum, og eyðileggja margra ára starf social- ista, með- því að boða blóðuga bylt- ingu í stað skynsamlegrar framþró- unar á lýðræðisgrundvelli. Alstaðar, annars staðar en í Rússlandi, hefir allt starf kommúnista orðið til þess eins, að efla fasismann og beina hon- um veg til valda með þjóðunum, en það þýðir annað tveggja algert nið- urrif undangenginnar uppbyggingar socialismans, eða að minnsta kosti töf þeirrar uppbyggingar um lengri eða skemmri tíma. Fyrir nokkrum árum gætti áhrifa koramúnista töluvert með nágranna- þjóðum vorum. f Finnlandi, Svíþjóð og Noregi tókst þeim að kljúfa al- þýðuhre}rfinguna í bili og koma auð- valdinu að aftur, þar sem því hafði verið steypt af stóli. Nú er alþyðan í.þessum löndum búin að átta sig og hrista kommúnistana af sér. — Og hinn hægfara socialismi fer sig- urför um þessi lönd. í Danmörku hefir lánast að halda þessum skemdavörgum alþýðuhreyf- ingarinnar niðri, og hin hægfara stefna hefir haldið og heldur jafnt og þétt áfram að settu marki: ÖH yfirráð í hendur alþýðunnar. í Hollandi og Belgíu. eru alþýðu- samtökin að ná sér aftur, eftir sundrungastarf kommúnistanna und- anfarin ár. Munu þær kosningar, sem fram undan eru, sýna hvert stefnir með þessum þjóðum. í Erglandi sýna síðustu athurðir hvert stefnir þar í landi. — Fyrir ári síðan leit út fyrir að kommúnista ætlaði að gæta þar eitthvað í alþýðu- málum. — En atburðirnir í Þýska- landi komu Englendingunum á rétt- an kjöl aftur. Nú sj'rna síðustu kosn- ingar í Englandi og Skotlandi, að alþýðan muni vinna stórsigra þar í landi jafn óðum og rás viðburðanna gefur tækifæri til. Hér á landi segja kommúnistar að allir séu að snúa baki við Al- þyðuflokknum, og verkalýðurinn sópist yfir til kommúnistanna. fetta segja þeir í öllum löridum, þótt stað- reyndírnar taíi á móti, eins og þær geia hér. Það eru ekki tveir tugir ára síð- an Alþýðuflokkurinn tók verulega NYJA BIO Þriðfudags- og Miðvikudagskv". kl. 9; Ný mynd! El verð hjá pér. í*ýzk gamanmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Hermann Thiemig og fenny fugo. P'etta er fyrsta myndin, sem tekin hefir verið með döasku tali, og hlaut hún feikna að- sókn og ágæta dóma í Kaup- mannahöfn. Él heldur fund í bæjarstjórnarsamum, Sunnudaginn 19. þm, kl. 3,30 síðd. DAGSKRÁ verður tilkynt síðar með fundarboði. Akureyri, 13. Nóv. 1933. Félagsstjórnin, til starfa. Við síðustu þingkosning- ar greiddi fimmti hver kosningabær maður í landinu honum atkvæði. — Alþýðuflokkurinn hefir meiri hluta fulltrúa í 4 bæjum af 8 í landinu. Hann ætti nú 7 fulltrúa á Alþingi, ef kommúnistar hefðu ekki með framboðum sínum fellt fyrir honum sinn manninn á hvorum stað, Hafn- arfirði og Reykjavík. Og eftirnæstu kosningar er vissa fyrir að flokkur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.