Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝfl III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 21. November 1933. 60. tbl. Fimdiir Verklýísfél. Akureyrar, sem haldinn var s. 1. Sunnudag, hafði til meðferðar breytingartillögur við fjárhagsáætlun Akureyrarkaup- staðar, sem nú er í smíðum. Hafði förmaður télagsins framsögu um brevtingartillögurnar og syndi fram á að á þeirri fjárhagsáætlun, sem nú lagi fyrir bæjarstjóro, væri 12 þúsund krónum minna áætlað til verklegra framkvæmda í bænum, holræsa, púkkunar á vegum, til gangstétta, vega, ræsa og grjót- mulnings, en árið 1930, þegar frá væri dreginn áætlaður atvinnubóta- styrkur úr ríkissjóði. Sýndi hann einnig fram á að til fátækramála hefði verið varið um 40 þús. kr. 1930, eða 5 þús. kr, minna en til þeirra verklegra framkvæmda það ár, sem taldar eru hér aö ofan, •en síðastliðið ár hefði verið varið til fátækramála yfir 70 þús. kr. og væri það þá orðið 40 þúsund k r . m e i r a, sem gengi til f á- tækramálanna í Akureyrarbæ, en varið væri til verklegra framkvæmda á fjárhagsáætlun bæjarins. — Taldi hann eina ráðið til þess að afstýra auknum sveitaþyngslum eða draga úr þeim, að bærinn yki verklegar framkvæmdir til þess að þeir menn, sem ekki kæmust af hjálparlaust, -en færir væru til allrar vinnu, fengju við það atvinnu, sem bjarg- aði þeim frá að leita svéitarstyrks, en nú hefði bærinn að undanförnu minkað framlag til verklegra fram- kvæmda, enda færu sveitarþyngslin hraðvaxandi. Út. af umsókn Verklýðsfélagsins um styrk úr bæjarsjóði til sjúkra- sjóðs félagsins, skýrði formaður frá að fjárhagsnefnd hefði tekið upp á fjárhagsáætlun 200 króna styrk til sjóðsins, en sjúkrasjóði Verkamanna- félagsins væru áætlaðar kr. 300. — Þótti fundarmönnum sú ráðstöfun fjárhagsnefndar, að- ætla Verkiyðs- félaginu minni styrk til sjúkrasjóðs þess en Verkamannafélaginu, all hjákátleg, þar sem Verklýðsfélagið væri eina félagið í bænum, sem al- gerlega hefði ráðið í verklýðs- og kaupgjaldsmálum hér síöastliðið ár, og í Ver.klýðsfélaginu væru ein- göngu véi"kamenn og verkakonur. Eftir nokkrar umræður voru eftir- farandi tillögur bornar upp og sam- þykktar í einu hJjóði: TIL L0 GUR til breytinga á frumvarpi til áætl- unar um tekjur og gjóld bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1934: 1. Við lið VIII 31. Aftan af liðmim falli orðið »At- vinnubætur*. 2. Á eftir VIII 31 komi iiýr liður er verði XI 32. svohlfóðandi: Til uppfyllingar sýkjanna á Oddeyri kr. 7000,00 Til grjótgarðs við Glerá — 3000,00 Til Leirugarösins móti framlagi hafn- arsjóðs — 5000,00 Til uppfyllingar sunnan Strandgötu móti íramlagi hafn- arsjóös — 10,000,00 Til grjótsprenginga og grjótmulnings til húsagerðar — 5000,00 Atvinnubætur samt. kr. 30,060,00 Tala liðannabreytist samkv. þessu. NYJA BIO Föstudags -Laugardags- Sunnudagskvöld kl. 9: Ný mynd! rekiunní ééj og Afar hlægileg gamanmynd, tekin af UFA, með kvenna- gullihu Willy Frítsch, Camillu fiotn og hlægilegasta leikara Þjóð- verja Ralph Arthur Roberts í aðalhlutverkunum. Allstaðar -húsfyllir hvar sem myndin er synd. 3. Fátœkramál XI breytist pannig : 39. Þurfamenneldri en 16 ára afturkr. kr. 14,000,00 40. Þurfam. eldri en 16 ára óafturkr. -- 29,000,00 41. Styrkur til fólks 60 ára og eldra — 14,000,00 46. Yms útgjöld vegna þurfamanna — 2,500,00 47. Styrkur veittur þurfamönnum ann- ara sveita — 30,000,00 4. Lýðtrygging og lýðhjálp XIII .c. hljóði svo: Til sjúkrasjóðs Verklýðsfél. Akur- eyrar — 300,00 5. Menntamál XIV f. hljóði svo: Til lýsis- og mjólkurgjafa — 1,500,00 Annað mál á dagskrá fundarins var smábátakví við höfnina, og sýnd- ur uppdráttur að henni. Leist fund-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.