Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.11.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.11.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝflO III. árg. Akureyrs, Þriðjudaginn 28. November 1933. 61. tbl. Skilmálar Alþýðuflokksins íyrir þáttöku í stjórnar- myndun. Vegna þess að sögusagnir þær, sem á ferðinni hafa verið um skil- yrði þau, er Alþýðuflokkurinn setti fyrir samvinnu um stjórnarmyndun með Framsóknarflokknum, hafa ver- ið nokkuð á reiki, o ? sumar al- rangar, þykir Alþm. rétt að birta þau hér, eins og þau voru sett fram í bréfi Alþýðusarnbandsstjórnarinnar til Framsóknarflokkssns 31. Okt. s.l. og hljóða á þessa leið: »l.Bráðabirgðastjórnin geri það sem unt er til að auka atvinnu í landinu, framkvæmi ekki heimild 25. gr. fjárlaganna um 15% niður- skurð á fjárveitingum til verklegra framkvæmda, heldur noti hún sér til hins ýtrasta allar heimildir til þeirra, er felast í fjárlögum og öðr- um lögum. Aftur á móti leitast bráðabirgðastjórnin við að draga úr öllum útgjöldum ríkisins, er ekki koma hinum vinnandi stéttum til góða. Bráðabirgðastjórnin aðstoði við lánutvegun til byggingarsjóða verkamanna hér í Reykjavík og annars staðar um land, 'þar sem sKkir sjóðir eru, svo unt verði að undirbúa byggingu verkamannabú- staða sem víðast, þegar í vetur eða með næsta vori. Kaupqjald við op- inbera vinnu verði fært til samræmis um landið og sé á hverjum stað farið eftir viðurkendum taxta verk- lýðsfélaga innan Alþýðusambands- ins, eða þess, sem næst er þeim stað, þar sena vinnan er unnin. — Bráðabirgðastjórnin vinni að því að viðhalda gengi krónunnar. 2. Bráðabirgðastjórnin leggi þegar niður varalögregluna og leitist við að halda uppi friði í landinu með réttlæti, en án hernaðar og ofbeldis. 3. Allar meiri hátiar stjórnarat- hafnir séu ræddar á sameiginlegum ráðherrafundi.c Eins og kunnugt er, fék'íSt Fram- sóknarflokkurinn, sem heild, ekki til að ganga að þessum skilyrðum og á því strandaði sameiginleg stjórn- armyndun flokkanna. En nú eru Framsóknarmenn farnir að ræða um þetta í biöðunum. — Eysteinn Jónsson ritar í Tímann og kemst að þeirri niðurstöðu, að >sjálfsagU og »eðlilegt« séaðFram- sóknarflokkurinn og Alþýðufl. vinni í sameiningu að framgangi þessara mála. Tryggvi Pórhallsson ritar í Framsókn og gengur inn á flest atriði jafnaðarmanna, en er þó nokkuð tregari en Eysteinn. Báðir vilja þeir samvinnu við Aiþýðufl- í framtíðinni. Mltm' peirra rálisu. Undanfarna daga hafa kommún- istar úr félögunum hér norðanlands setið á >ráðstefnu«, er þeir svo nefna. Hafá þeir haft viðbúnað mikinn í félögum hér um slóðir undir þessa »ráðstefnuc. Var t. d. félag, sem dautt er fyrir tveim ár- um, Sjómannafélag Norðurlands, látið senda tvo fulltrúa!! á »ráð- stefnunac í öðru félagi, sem telur um 120 félaga, var samþykkt með 10:9 atkvæðum að senda tvo full- NÝJA-BIO Þriðjudagskvöld kl. 9: Vornött við Eyrarsund. Sænsk hljómmynd í 11 þátt- um. Leikin af ágætis leik- urum. — Myndin er prýði- lega skemmtileg, með gull- fallegum Iandslagsmyndum — og dvenjulega rómantísku ástaræfintýri. Aíið vikudagsk vðld kl. 9: il íreljyii hefst pað trúa á »stefnuna", en sérstaklega hafa þó félög kommúnista á Siglu- firði og Akureyri verið frjósörn á fulltrúana, því kosið er jafnt fyrir þá, sem gengið hafa úr félögum þeirra á þessu ári, sem skiftir hundruðum meðlima, eins og hina, sem eftir hanga. Enda eru fulltrúar um 30 frá dauðum, bálfdauðum og lifandi félögum. Aðalmál »ráðstefnunnar€ er að ákveða um kauphækkun í skipa- vinnu hér norðanlands. Kaupið á aö vera jafn hátt á öllum vogum og vikum, þar sem skip koma með vörur, eða vörum er skipað út, og stjórn Verklýðssambands Norður- lands á að sjá um að alstaðar sé goldinn sá nýi, hækkaði skipavinnu- taxti. Kveður hér við nokkuð ann- an tón, en þegar kommúnistarnir hér á Akureyri lækkuðu kaup kyen-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.