Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.11.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.11.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn B. S. A. — Sími 9. fólks í fyrra úr 70 aurum niður í 50 aura á klst. og helgidagakaup karlmanna í síldarvinnu úr kr. 3,00 á klst." í kr. 2,00, og eftirvinnu um 10 aura á klst. Er það furðulegt hvað þau vesælu félög kommúnist- anna halda að þeim sé fært, þegar litið er á ráðleysi þeirra í kaup- gjaldsmálum og sífeldar hrakfarir, hafi þau færst eitthvað í fang. — En vel má gera ráð fyrir að komm- únistarnir kalli saman aðra »ráð- stefnu* innan skamms og sam- þykki þar að hverfa frá allri kaup- hækkun, eins og þeir gerðu í Verka- mannafélagi Akureyrar s. 1. vor, er þeir hækkuðu skipavinnukaupið á einum fundi sínum, en kölluðu sam- an fund næsta Sunnudag á eftir og samþykktu þar að fella kauphækk- unina úr gildi umsvifalaust!!! Alþingi. Pað mun nú fara að síga á seinni hluta þingsins. Síiórnarskráin hefir verið samþykkt og afgreidd. Kosn ingalögin eru til meðferðar í e. d. og verða kláruð þar þessa dagana. Er þá aðal verkefni þingsins lokið, Bornar hafa verið fram tillögur í sam. þingi að skora á ríkisstjórnina að leggja tafarlaust niður varalög- regluna í Rvík, sem stofnuð var í fullu heimildarleysi í fyrra, hefir aldrei þurft á að halda og er búin að kosta ríkissjóð um 300 þús. kr. Flytja jafnaðarmenn þessa tillögu. Jónas Jónsson flytur tillögu um að krefjast þess að ríkisstjórnin setji Einar Einarsson, fyrv. skipherra á »Ægi«, tafarlausí að landhelgisgæsl- unni aftur. Er þetta um leið al- menn ósk sjómanna landsins, því Einar hefir verið öllum öðrum dug- legri landhelgisvarnarmaður og fram- úrskarandi heppinn við björgunar- störf. — Fiskideildirnar norðan-, vestan- og sunnanlands skora á rík- isstjórnina að segja upp norsku samningunum. Sama hefir sjómanna- félag Reykjavíkur gert. — Andbann- ingafélagið í Reykjavík skorar á þingið að leyfa innflutning sterkra vína og öls og tilbúning þessara drykkja í landinu. Framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar mótmælir öll- um tilslökunum á áfen^islöggjöf- inni. Talið er að frumvarp guð- fræðisprófessorsins um innflutning sterkra vína, verði felt við aðra um- ræðu í e d-, ef það þá verður ekki látið sofna í nefnd. Miklu af fjár- beiðnum og launauppbótarbeiðnum hefir rignt yfir þingið. Ekkert frétt- ist frekar um stjórnarmyndun. Bjánar. Verkamannafélag Akureyrar var lengi vel það verklýðsfé'agið á iandinu, sem var í mestu áliti. Pað var í þann ttma þegar því var stjórnað af AI- þýðuflokksmönnum. Síðan kommúnistar komust til valda í þessu félagi, hafa þeir gert allt sem þeir hafa getað upphugsað til að rýra álit þess og láta það verða sér til sem allra mestrar vansæmdar. Pað er mjög áberandi, hve for- sprakkarnir gesa sér mikið far um að opinbera fyrír almenningi, hve miklir vesalingar í verklýðsmálum það eru, sem enn hanga aftan í þeim i félag- inu. Petta framkvæma þeir á þann hátt, að sjóða upp vanhugsaðar og vitlausar tillögur og láta hræðurnar, sem mæta á fundum félagsins, sem nær því allir eru ólöglegir, samþykkja þær. Síðan hlaupa þeir með þetta í blað sitt til að opinbera smán félags- ins enn meir. Pann 19 þ m. var haldinn fjölsótt- asti fundurinn, sem haldinn hefur ver- ið í félaginu um lengri tíma. Voru um 50 manns á fundi. Par báru for- sprakkarnir fram kröfur »verkalýðsins á Akureyri*, nokkurskonar síefnuskrá fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur. Nokkrar af þessum tillögum líta sæmi- lega út á pappínum, en eru settar fram innan um hringa vitlausar kröfur, svo þær hverfa algerlega inn í þær síöartöldu. Samkvæmt þessum tillögum, sem allar eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, á Akureyrarbær að hafa um eina miljón króna meira í veltunnr en hann hefir nú. Petta myndi or- saka ca. 500 þúsund krónum hærri útsvör á bæjarbúa, en fjáthagsáætlun sú, sem nú er í smíðum, gerir ráð fyrir. — Nú gera sömu till. ráð fyrir að megin hluti fjölskyldumanna í bæn- um verði útsvarsfrí. Það er því ekki óvarlega áœtlað, að þeim, sem eftir eru, sé œtlað að greiða í útsvar um 2/s aftekjum sinum!! en flestir þessir menn hafa ekki hærri tekjur en þeir þarfnast ti! sæmilegs lífsviðurværis. Pað er ómögulegt að líta öðruvísi á en að fyrnefndar tillögur séu born- ar fram í þeim einum tilgangi, að opinbera hugsunar- og dómgreindar- leysi þessa fámenna hóps, sem enn sækir fundi verkamannafélagsins, og til að sýna almenningi, hve langt félagið er sokkið í haf vitleysunnar í verk- lýðsmálum. Pótt forsprakkarnir séu áttaviltir í verklýðsmálunum, eru þeir ekki svo skyni skroppnir að þeir viti ekki að tillögurnar, í því formi sem þær eru, eru fjarstæða ein, og jafn vitlaust að bera þær fram eins og að samþykkja þær. En þó fer nú skörin fyrst upp í bekkinn, þegar blaðsnepill kommún- istanna, sem enginn les og enginn virðir að nokkru, fer að draga dár að fundarmönnum, sem samþykktu til- lögurnar. Fer að storka þeim með því að segja, að mennirnir, sem réttu hendina upp með till. viti hvað þeir séu að gera, og hvaða fulltrúaefni hæfi þeim best. Bikar svívirðinganna sýnist fyr barmafullur en ómennin, sem ekkert gera nema afvegaleiða litilsigldustu sálirnar í verklýðsstétt, fara að hæðast að þeim eftir að hafa vélað þær til heimskupara, En innrætið, sem er í fullu samræmi við athafnirnar, verður að reka upp kollinn við og við og glotta úr skúma- skotunum, eins og þjóðsögurnar segja að kölski hafi gert, þegar hann hafði leikið á fáráðlingana. Verkamaður. Jónas Guðmundsson, kennari frá Norðfirði var héi á ferð með Novu um helgina.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.