Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.12.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.12.1933, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐURINN B. S. A. — Sími 9. Með honum verða tveir sótsvartir í- haldsmenn næstir á iista. Verkalýður- inn á heidur að kjósa þessa menn en alþýðumenn, segja »verk)ýðsvin- irnir«, sem rita Verkamanninn. Oft hefir íhaldið gengið langt í að reyna að lokka verkaiýðinn inn á viiiigötur, en svona langt hefir það aldrei komist, og verður ekki annað sagt, en vinnumennirnir gangi þar fram fyrir húsbóndann. Eftir svona tárhreina afstöðu til kosninganna, sem kommúnistarnir hafa tekið, mætti ætla að þeir byggðu upp lista sinn svo hréin- ann, að verkaiýðurinn gæti þar full- treyst öllum, sem til mála gætu komið sem fulitrúar. En þrátt fyrir allann hreinleikann, sjálfsgagmýn- ina, og þrátt fyrir það, að mað- ur frá höfuðfiokkstöðvunum í Rvík (tijalti Arnason) er látinn vera hér til að »leiða kosningarnar« og sjá um að í engu sé slakað frá fyrir- skipunum þeirra flekkiausu, hefir þó ekki tekist betur til en það, að í annað sætið á íista i »komm- anna« er settur »vinstri socialisti*, sem formaður K- F, í. — Brynjólí- ur Bjarnason — er nýbúinn að stimpla lang hœttulegastan verka- lýðnuni; — miklu hættuiegií en »kratabroddana«. — Svo gegnsós- aðan tækifærisstefnumann, að hann hefir hlaupið á milli allra flokka eftir því sem vindurinn hefir blásið í það og það skiítið — og svikið alla. — Svona hugsa nú þeir nétttrúuðu* fyrir verkalýðnum. Það er tii gömui smásaga um skáld, sem vermdi eitursnák við brjóst sér þar til hann fékk máít til að bíta það til dauðs. Kommúnist- arnir eru skáld á vissu sviði. Þeir hrúga upp löngum frásögrium um sigra, sem unnir hafi verið »undir stjórn kommúnista*. þó allir viti að viðurstyggð eyðileggirigarinnar blasir alsfaðar við, þar, sem þeir hafa farið yfír. Þeir búa til heilar skáldsögur um það, að þeir menn, sem bera uppi verklýðsmálin ög starfa einlægast fyrr'r þau, séu ó- vinir verkalýðsins. Þeir yrkja iíka sögur um ágæti auðvaldsins fyrir verkalýðinn og ráðleggja honum að taka það langt fram yfir foringja sína. En við brjóst sér verma þeir eitursnáka verklýðsmáianna, sem svíkja verkalýðinn, þegar honum liggur mest á hjálp. Þrátt fyrir alt fimbulfambið um »hreinleika« í pólitík og annað því- tíkt orðaglamur, stiila þeir at- staðar upp við kosningarnar eftir nýárið með mönnum, sem þeir dæma verstu verklýðsmálasvikar- ana, »sóttkveikjur auðvaldsins« og »ómögulega foringja«, og leggja sig marflata undir tækifærissfefnuna. Og allt þetta er gert til að berjast gegn aiþýðusamtökunum í landinu og ryðja fasismanum braut. Niðurbrot verklýðssamtakanna í landinu er kosningastefnuskráin — það.og ekkert annað. Listarnir til bæjarstjórnarkosninganna drífa nú inn þessa dagana. Auk alþýðu- iistans, sem sagt var frá í síðasta blaði, eru þessir listar komnir inn: B-listi — komma'-listinn. — Á honum eru efst: Steingrímur Aðatsleinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Elísabet Eiríksdóttir, Magnús Oíslason, Sigþór Jóhannsson. C-listi — íhaldslístinn. — Á honum eru efstir: Sig. Ein. Hlíðar, Stefán Jónasson, Jón Ouðmundsson, Axel Kristjánsson, Gunnar Schram. D-listi — bæjarstjóraiisfinn. — Á honum eru efstir: Jón Sveinsson, Jón Guölaugsson, Helgi Pálsson, Valdimar Steffensen, Jón Krisljánsson. Næstu daga koma inn tveir listar í viðbót. — Annar frá Framsókn. Hinn frá rótfækari iðnaðarmönnum. Efstir á lista Framsóknar eru: Brynleifur Tobíasson, Vilhjálmur Þór, Jóhannes Jónasson, Á iista iðnaðarmanna eru í þrem- ur efstu sætunum; Jóhann Frímann, Stefán Árnason, Síeindór Jóhannesson. Bæjarstjórinn hefir gerst djarf- tækur til fulltrúaefna á sinn lista. T. d. hefir Jón Kristjánsson ekki leyft að nafn hans væri þar og fylgir ekki listanum. Annars verður frestað til næsta blaðs að gagnrýna listana og öfl þau, er að þeim standa. Álþýðusambandið og K. F. í. »Það er enginn vafi á því að Alþýðusambandið er ennþá (leturbr. hér) áhrifa- mikið vald í landinu.« »Verkam.« 23/12. í þrjú ár hafa hávaðabullur kom- múnista verið að flytja þjóðinni þar.n boðskap, að Alþýðusamband- ið væri atlt af að ganga saman og máttur þess væri enginn. Á sama tíma hefir sambandið hraðvaxið og otðið áhrifaríkara með hverju ári, enda er nú svo málum komið, að hver kaupdeila, sem Alþýðusam- bandið stendur á bak við, vinnst, en enginn, sem það veitir ekki stuðning. Þetta vita allir lands- menn. Það er því alveg einstæður sannleikur í ofanrituðum ummælum »Verkam « og hafa þau sjálfsagt slæðst inn í blaðið í ógáti, því ekkert eirasta orð annað í grein- inni, sem þetta er tekið úr, kerr.ur nálægt nokkrum sannleika. Já, Alþýðusambandið er orðið stórveldi í landinu, sem kommún- istum og íhaldinu er síður en svo vel við. íhaldið stendur ráðþrota gagnvart því, og kommúnistagreyin sveitast — árangurslaust — blóð- inu við að vinna því skaða. Þess vegna er líka dálæti íhaldsins á kommúnistunum að þverra. Þess

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.