Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Qupperneq 2
2 ALP.YÐUMAÐURINN Lánaðar fjaðrir. Verkamannafélag Akureyrar hefir ekki borið háreislan kambinn undan- farið. Hefir haldið fundi með ör- fáum hræðum og borið utan á sér hin gleggstu merki dauða og fánýtis- Til að halda líftórunni hefir nokkrum skemmtiklúbbum verið komið upp í félagi við *Einingu«, og dansskemmtsnir haldnar 3-4 í viku. Samtímis þessu hefir »Verkam.« svo skýrt frá því að þetta klúbba- fólk hefði tæplega nóg til að »halda við þræðinum milli líkama og sálar*. — í svona verklýðsfélagi er ekki að undra þó viðburður, eins og 30 ára aímæli, sé kærkominn í hall- ærinu. Þegar dauðamörkin gerast áberandi, er gott að grípa til skraut- fjaðranna frá fyrri dögum til að hylja nekt sína um stund. VerkamantiaféLag Akureyrar var einu sinni fyrirmyndarfélag, meðan því var stjórnað af þeirn mönnum, sem nú eru ekki í því. Það er því handhægt að seilast til Ijómans frá fyrri dögum og fylla með hon* um »í eyður verðleikanna*, þó það eigi þá ekki betur við en lánsfötin stundum, þegar máiin er skoðuð niður í kjölinn. Mörgum myndi nú finnast að það hefði best átt við, að félag, sem eitt sinn var með fremsíu verklýðsfélögum landsins, en er nú verra en dautt og búið að reka það úr landssamtökum verkalýðsins fyrir svik og klæki, hefði alveg sleppt því að halda upp á 30 ára afmælið, En kommúnist- um virðast stolnar fjaðrir eins kær- ar og aðrar, og þessvegna héldu þeir þetta afmæli hátíðlegt til að reyna að punta upp á sig d ann- ara kostnað. Þetta hefði ekki verið gert að umræðuefni hér, ef núverandi for- ráðamenn félagsins hefðu haft vit á að sleppa því að segja 30 ára sögu þessa félags. En það höfðu þeir ekki, og í afmælisblaði félags- ins er farið svo svívirðilega með þetta mál, að lengra varð varla komist. Þeir sem hafa skrifað þetta söguágrip hafa af fáfræði — og að undirlögðu ráði sjálfsagt líka — dregið upp fullkomna skrípamynd af starfi félagsins, í staðinn fyrir rétta mynd. Hér er ekki rúm til að segja sögu Verkamannafélags Akureyrar, meðan það var verklýðsfélag, Ná- kvæmlega sögð, yrði sú saga efni í heila bók. En til þess að sýna þekkingu og smekk söguritara »Verkam.< á vaxtar- og baráttu- árum félagsins skal hér drepið á örfá dæmi. Söguritarinn telur það með merkis- viðburðum í sögu félagsins að 1924 flytur Einar Olgeirsson fyrir- lestur í félaginu um kjör verkafólks í Þýskalandi, en hann nefnir ekkert verkbann, sem . atvinnurekendur settu á félagið 1914 og sem stóð í hálfan mánuð, stofnun fjölmenns atvinnurekendafélags þá, og að þessum málum lauk með fullum sigri félagsins og allverulegri kaup- hækkun. Þá hefir hann ekki hug- mynd um kaupbaráttu, sem átti sér stað nokkru síðar, þegar menn sem farnir voru að vinna í skipi, voru settir í land, en n.enn, sem formaður V. M. F. A. tilnefndi tóku vinnuna. Slíkt myndi þó hafa þótt tíðincli til næsta bæjar, hefðu kommúnistar staðió að því. í þriðja lagi telur hann það enean viðburð í sögu verklýðsmálanna hér í bæ, þegar verkamenn í félaginu hefja útgáfu að verkamannablaði, sem fé- lagið styrkti fjárhagslega í nokkur skifti, og var aðalmálsvari verk- lýsðsamtakanna á Norðurlandi fram um 1930. I tjórða lagi finnst hon- um ekki í frásögur færandi, að stjórn félagsins á stríðsárunum út- vegaði félagsmönnum eldivið og matvörur í heilurn skipsförmum — og svona mætti lengi telja, ekki óverulega viðburði úr sögu félags- ins fyr á árum, sem söguritarinn sleppir af fáfræði, eða af ásetiu ráði. - Um frumherja félagsins og for- ustumenn verður ekki fjölyrt hér. Æfintýrið um Olgeir Júlíusson set- ur þar met, sem trauðla veiður hnekkt. Olgeir kemur ekki nærri félaginu um 20 ára skeið af 30 ára lífi þess — öll vaxtar- og bar- áttuárin — en »dúkkar* svo upp á 30 ára afmælinu, sem forustumað- ur félagsins frá öndverðu. Slík æfintýri eru fágæt, Næstur Olgeiri kemst Sigþór Jóhannsson, sem var kosinn formaður félagsins fyrir tveimur drum »og hefir altaf síðan verið endurkosinn* !!! Það eru engin líkindi til að nú- verandi sfjórn Verkamannafélagsins fljúgi lengi á þessum Iánsfiöðrum. Hinn miskunarlausi raunveruleiki skín í gegn um allt prjálið í sam- bandi við 30 ára afmælið — sá, að allan sinn veg hefir félagið haft af þeim mönnum, sem nú eru ekki í því Ófarnað og vanvirðu af þeim, sem nú stjórna því! Flatur í forinni. Þegar njósnaramálin, sem nú verða æ víðtækari með degi hverj- um og eru á góðri leið með að afhjúpa landráðastarf íhaldsins und- anfarin ár, höfðu verið á dagskrá um hríð, sendi íhaldið í Reykjavík smala sína út um borgina með þá lygasögu, að Haraldur atvinnumála- ráðherra hefði stöðvað allar frek- ari rannsóknir í málinu, af því að ýmsir af fremstu mönnum Alþýðu- flokksins væru að flækjast inn í þau. Sömu sögu símaði það til Kaupmannahafnar. — Ihaldsblöðin skýrðu svo frá hvað almannaróm- urirm segði en átu þó þvættinginn jafnharðan ofan í sig aftur. Eftir allt þetta fer svo vesalings ritstjóri »íslendings« að burðast með þenna ósóma í síðasta blaði, en er þó sýnilega lathræddur við þessa klæki,. en íhaldseðlið getur ekki staðið af sér lygina frekar en fyrri daginn. En til þess að geta þó talist með, býr ritstj. út þá frétt að Alþýðubl. hafi »hljóðnað* við þessa sögu. Alþýðubl. sem harðast og hávær- ast hefir tekið og tekur enn á þessu máli. Og svo spyr »ísl.« hvort Alþýðuflokksblöðin myndu hafa verið eins inikið á lofti, ef þau og þeirra menn hefðu legið í skömminni. Ef þetta er beiðni um

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.