Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Blaðsíða 3
ALPYÐUMAÐURINN 3 9 Utboðslýsin á eldhúsborðum og skápum í verkamannabústaði á Siglufirði. — I. 8 stk. eldhúsbekkir meö 9 skúffum hver. Skúffurnar skulu vera geirnegldar og yfirfalsaðar, 6 mm. krossviö, og skal vera heill botn í bekknum sökum þess að hann á að vera 10 cm. frá gólfi að framan eins og meðf. uppdráttur sýnir, sömuleiðis skal endinn, sem ekki er við vegg vera klæddur með 6 mm. krossvið. Bekkirnir skulu vera 4 st. til hægri og 4 st. til vinstri. II. 8 stk. efri skápar með gleri. Hurðirnar og ramminn að framan úr Oregon pine, en báðar hliðar skulu vera klæddar með 6 mm. krossvið, og einnig skal vera krossviðarbak í SKápunum, en þeir að öðru leyti sam- kvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Otboðslýsing á innihurðum í Verkamannabústaðina á Siglufirði. I. Hurðir í efri hæðir úr Oregon pine 13X4 cm. með fjórum spjöld- um úr furukrossvið 6 mm. eins og uppdráttur [sýnir. 48 stk. Stærð 204 X 79 cm, og skal vanta efsta spjaldið í 16 stk. af þessum hurðum, og saga úr lista, svo hægt sé að koma þar í gleri. 8 stk. Stærð 204 X 58 cm. 8 — — 204 X 43 - 8 - — 190 X 48 — Öllum hurðum skal fylgja ósamsettur karmur úr þurri furu 15,8X4. Karmarnir skulu vera þröskuldalausir, nema á 8 lægstu hurðunum (190X48) þar skulu vera þröskuldar. II. Kjallarahurðir úr furu 13X4 cm. og skal vanta efsta spjaldið f þær allar, og saga úr lista til þess að hægt jsé að koma þar í gleri. Hurðirnar eru 18 að tölu, stærð: 158 X 83 cm. Karmar ósamansettir og með þröskuldi. — Bora skal íyrir skrám á öllum hurðunum. III. 3400 fet listar utan með hurðum (gerekti) 3/4 X 4. Fösuð báðu megin, úr furu. Tilboðum sé skilað fyrir 20, Febr. 1936 til Jóhanns F- Guðmunds- sonar Siglutirði, — Tekið skal fram um greiðsluskilmála, þar sem æski- legt væri að gjaldfrestur fengist. — Uppdrættir eru til sýnis hjá Erltngi Friíjdnssyni, Akureyri. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför Lot'ts Jónssonar. Eiginkona, börn og tengdabörn. vægð, væri máske rétt að taka hana til greina, og ekki ritstjóran- um of gott að hugsa sér að málin £œtu litið svona eða svona út. En eins og málin í raun og veru eru, ættu ritstjórar íhaldsbiaðanna að >hljóðna« sem fyrst. Allra síst ættu þeir að vera að burðast við að abbast upp á aðra í sambandi við þetta má|. Þeir eiga ekki svo góða bardaga-aðstöðu, sem iiggja flatir í forinni. — VinnumiðiDnar skrifstofan hefir nú starfað í rúma viku; aðal- lega að hinni ársfjórðungslegu at- vinnuleysisskráningu. Hafa mikið fleiri mætt til skráningar en undan- farið. Nú starfar skrifstofan að því að taka á móti atvinr.uumsóknum. og gerir framvegis. Eru þá teknar nokkuð fyllri skýrslur af mönn- um en við almennu skráninguna. Eru þeir, sem til skrifstofunnar leita með atvinnu, beðnir að gefa upp tekjur sínar sl. ár, eignir, skuldir, húsaleigu, tekjuskatt, útsvar, kostnað vegna sjúkdóma og fl. — Ætti mönnum að veitast þetta auð- velt, einmitt á þessum tíma, þegar þeir eru að útbúa skattaskýrslur sínar. — Skrifstofan er opin hvern virkan dag, kl 4—7 síðdegis. Sími 110. Línuv£iðarinn Uarlinn* lagði aí stað fyrir helgina suður á vertíð. — Línuveiðarinn »01af« og vélskipið »Sæhrímnir< eru á förum suður til fiskveiða. Á Laugardaginn andaðist að Krist- neshæli frú Steinunn Samsonardóttir, .kona Pálma Halldórssonar trésmiðs. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson. Aðalfundur Mjólkursamlags Kaup- félags Eyfirðinga var haldinn á Fimtudaginn var. Alls tók“ sam- lagið á móti 2,176,304 kg. af mjólk tíl vinslu sl. ár. Bændur fengu 16 aura meðalverð og 2 aura uppbót á hvern líter mjólkur. Atvinnumálaráðherra hefir skipað Brynjólf Stefánsson formann Sjóvá- tryggingafélags íslands, forstjóra Tryggingastofnana ríkisins. Aftaka fannkomur og frost hafa að nýju dunið yfir í Bandaríkjunum- Fjöldi manna hefir orðið úti. Marg- ar járnbrautarlestir og bílar í þús- unda tali eru tepí í snjónum. — Þegar er orðinn skortur á mjólk og öðrum nauðsynjum í ýrnsum borgum, og vatnsskortur víða. Allar samgöngur mega teljast stöðv- aðar í bili. .__ Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.