Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 11.02.1936, Síða 4
4 ALPYÐ'JMAÐ'JRINN Úr bæ og bygð. Utvarpið hefir nú aftur tekiö upp fulla dagskrá. Byrjar hún nú kl. 7,45 á morgnana með kenslu í leik- fimi. Lausir dagskrárliðir verða þessa viku sem hér segir: Kl, 20,15 í kvöld hefst samtal um ástand .áfengismálanna í landinu, milli Vilhj. Þ. Gíslasonar, Br. Jóhannessonar og Felix Guðraundssonar, og stendur allt kvöldið. Á sama tíma annað kvöld er síðari hluti erindis búnaðar- málastjóra um nýbýlamálið og 21,05 talar Björn Tónsson veðurfræðingur um efni og orku. Á Fimmtudags- kvöldið talar Sig. Ein. um menn, sem mikið ber á, og formaður út- varpsráðs segir frá tilhögun útvarps- dagskrár næstu þrjá mánuði. Á Föstudag er venjuleg dagskrá og á Laugardagskvöldið er upplestur og söngur hjá Þorst. Gíslasjmi, Br. jóhannessyni og Kr. Kristjánssyni. Misskift virðist vera milli Norð- lendinga- og Sunnlendingafjórðungs veðurgæðum yfir skammdegið í vet- ur, — Bréf úr Rangarþingi syðra segir skammdegiö hafa verið hið fegursta og besta, sem menn muna. Nær því aldrei úrkoma. Mestmegnis stillur og frost, Alauö jörð, en ár allar lagðar og vötn. — Hérersvo að segja samfeldar hríðar allt skammdegið, fannfergja á jörð og allra bjarga bann. Vatnsskortur var víða syðra undanfarið, en nú hafa þýður og regn bætt úr því. Ferðafróðir menn telja að ferða- mannastraumurinn á komandi sumri muni mjög beinast til Norðurlanda, en minka að sama skapi til Miðjarð- arhafslandanna. Veldur mestu hér um ókyrrö og óvissa í stjórnmálum Suðurlanda og vaxandi þekking á því hvað Norðurlöndin hafa að bjóða ferðamönnunum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Stór hljóm- leikasamkoma á Laugardag kl. 8,30. Inngangur 50 au. Fjórir foringjar og hermenn aðstoða. Strengjasveitin, — Á Sunnudag kl. 10,30 f.h. Helgunar- samkoma, Kl. 2 Sunnudagaskóli. Kl. 4 Söngguðsþjónusta, Kl. 8,30 Hjálp- ræðissamkoma, — Allir velkomnir. / Arsskemtun Verklýðsfélags Akureyrar verður haldin í Samkomuhúsinu, Laugardaginn 15. þ.m. og hefst kl. 8,30 e.h. — Húsíð opnað kl. 8. 777 skemtunar verður; 1. SAMKOMAN SETT — Helga Jónsdóttir. 2. KÓRSÖNGUR — Karlakór Akureyrar. 3. RÆÐA — Halldór Friðjónsson. 4. KÓRSÖNGUR — Karlakór Akureyrar. 5. SKEMTILESTUR — Helgi Valtýsson. 6. EINSÖNGUR — Helga Jónsdóttir frá Húsavík, með aðstoð Lovísu Frímannsd. 7. DANS. — Tveir harmonikuspilarar. Hver félagi má bjóða með sér einum gesti. Aðgöngumiðar hljóða á nafn, og verða seldir í Kaupfélagi Verkamanna (matvörudeildinni) n. k. Föstu- og Laugardag kl. 2 — 5 e. h og kosta aðeíns eina krónu, Verklýðsfélagar! Sækið öll skemtuninaog hafið með ykkurgóðagesti. Ársskemtunarnefndin. 1 B tJ Ð í Samkomuhúsi bæjarins, ásamt veitingaréttindum, er laus frá 14. Maí næstkomandi. Leigutaki skal hafa á hendi ræstingu hússins, að undantekn- um skrifstofum bæjarins, eftirlit með lausum munum bæjarins o. fl. eftir nánari samningi. Umsóknumskalskilað á skrifstofu mína fyrir lok þessa mánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyti, 6. Febr. 1936. Steinn Steinsen. ■ Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Gilsbakkaveg 1A, sími 115. Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugsson, Lundargötu 10, sími 257. Flokksstjóri í innbænum: Karl Jónsson, Lækjargötu 6, sími 282. Brunakallarar: Eðvarð Sigurgeirsson, Spítalaveg 15, sími 58, —og Rudolf Bruun, Hríseyjargötu 5. Menn eru áminntir um að nota brunaboðana eða tilkynna símstöðinni og slökkvillðsstjórunum, ef eldsvoða ber að höndum. Akureyri, 31. Janúar 1936. Eggert St, Melstað. Sími 115.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.