Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Sð, sem allt Ritstj. »ísl.« var svo slysinn fyrir nokkru að hann, að eigin sögn, birti þá visku eftir einhverj'im >manni« i bænum, að á ísafirði væri ekki einu sinni allur gróði athafna- mannanna tekinn með útsvari, held- ur meira til, og vegna þessa vildu athafnamennirnir ekkert aðhafast. Alþýöumaðurinn fletti svo ofan af þessari hauga-lýgi og regin-vitleysu í síðustu viku, að ólíklegt mátti þykja að blaðið færi að hreyfa sig frekar í þessu máli. En íhaldið er jafn sauðþrátt eins og það er heimskt, og í síðasta »ísl.« kjánast ritstj. til að fara að segja hina »sorglegu niðurstöðu4 »mannsins«, semí fyrstu rak hann út á þessa galeiðu- Pessi vörn >ís!.« á sér fáa líka, en hún er, frá upphafi til enda, afsönnun þess. sem blaðið vill halda fram. Fyrst birtir blaðið tölur, sem sýna og sanna að á ísafirði er ekki tekinn allur gróði hátekjuþegna, 'eins og »ísl.« héit áður fram, hvað þá meira. Og þegar blaðið hefir löðrungað sig með þessu, gerir það sér hægt um hönd og bætir skött- um til ríkisins ofan á útsvörin á ísafirði, til að hækka þau. og skellir öllu yfir á bak Alþýðuflokksins. Það er að vísu þekkt af reynslu undanfarinna ára, að íhaldið telur sér leyfilegt að Ijúga öllu, sem því sýnist upp á ísafjörð og stjórn Al- þýðuflokksmanna þar, en hitt er líka vitað að skömm þess og skaði vegna þessa athæfis hefir farið vax- andi ár frá ári og á enn eftir að bætast við í þann beiska bikar, ef ekki hefir þegar út af flætt, en vesælli tiiraun í þessa átt getur varla, enda sést það á áframhald- inu hjá ■ »ísl.« Eítir að »talnavísindunum« slepp- ir fer blaðið að draga þær ályktan- ir af skrafi sínu, að vegna þessar- 2r »gífurlegu« álagningar á einka- framtakið á ísafirði, séu allar fram- kvæmdir, fólkinu til bjargar, í kalda koli, Það sé svo sem munur á þessu á Akureyri, þar sem íhaldið sé driffjöðrin í bæjarlífinu, og út- svarsstiginn iægri en á ísafirði. »ísl.« hefir bara sést yfir það, þegar hann tók upp vörnina á þess- um vettvangi, að þar vitnar líka allt á móti honum. Á ísafirði hefir á síðari árum vax- ið upp floti — 18 ný skip — sem stundar veiðar 10—11 mánuði ársins. Á Akureyri minkar — veiðiskipa- flotinn og liggur aðgerðalaus í höfn 8—9 mánuði ársins. Á ísafirði hjálpar bæjarfélagið til að koma upp framleiðslutækjunum, og er hluthafi í flestum skipun- um Á Akureyri hefir á sama tíma trillubátaflotanum verið lofað að byggð skyldi bátakví fyrir hann, en það hefir verið svikið Eitt skip hefir Akureyrarbær átt á þess- um tíma. Bærinn !ét skipið sand- verpa í fjöru á Vestfjörðum á sín- um tíma og er nú úr sögunni, eins og kapparnir í fornöld, þe^ar búið var að höggva af þeirri haus- inn, eða kljúfa í herðar niður. Á Isafirði höfðu sjómennirnir 2400—3000 króna hlut s. 1. vetur, meðan sjómennirnir á Akureyri dunduðu í landi við að láta neita sér um einn »skammt« í óarðbærri atvinnubótavinnu, og búa sig und- ir sumir hverjir að láfa neita sér um pláss á síldarskipunum nú á síldarvertíðinni. Á ísafirði starfa þrjú nýstofnuð eldiviðarvinnslufélög. Þar er unnið nótt og dag að því að afla elds- neytis handa bæjarbúum, til að tryggja þá fyrir næsta vetur og spara erlendan gjaldeyri. Á Akureyri á að taka upp mó — svona eitthvað óákveðið. Þetta er eina vinnan, sem stríðið hefir hrint af stað, svona sem íippfyll- ingu í öll skörðin, sem slyrjaldará- standið hefir skapað. í ráði er að reka þetta fyrirtæki með þurfa- mannavinnu, og gangi vinnulaunin upp í áður myndaðar skuldir. Það er náttúrlega von, að ritstj. >ísl.« með þessar myndir fyrir framan sig, geti staðið sig við að gera samanburð á atvinnulífinu á ísafirði og Akureyri og kennt út- svarsstiganum á ísafirði um fram- kvæmdaleysið þar á móts við allar athafnirnar á Akureyri með lægri útsvarsstigann!!! Sá maður, sem allt vitnar á móti, ætti ekki að gera sig meira hlægi- legan en búið er. Nýjar kvöldvökur, 4—6 hefti þ. á. eru nýkomnar út. Efnið er afar fjölbreytt, og heftið skemmtilegt aflestrar. Meðal annars hefst 1 þessu hefti framhaldssaga, eftir Sigurð Róbertsson: Kennimað- ur, og er ve) af stað fariö. íslandsgh'man í Reykjavík fór svo, að glímukongur Íslands varö 1 ann- að sinn. Ingimundur Guðmundsson. Felldi hann enginn. Vorvísa. Geislum stráir glóey hlý glæst á himin skeiði. — Veifa þrárnar vængjum í vona bláu heiði. S, D. Vorhátíð Framsóknarmanna , var haldin að Hrafnagili á Sunnudaginn. Veður var slæmt og spillti það mjög st emmtuninni, Hópur knattspyrnumanna úrK. A. fór suður til Reykjavíkur nú um helgina til að keppa við knattspj'rnu- félögin þar. Fararstjóri er Hermann Stefánsson, leikfimiskennari. Flokk- urinn ksppti á Sunnudagskvöldið við Víking. Leikar fóru svo að Víkingur vann meö 5:2. I kvold keppa K. A. og Valur. Allt ineð Eimskip!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.