Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Blaðsíða 3
ALPÝÐUMAÐURINíJ Síldveiðarnar éru að hefjast. Síldarverkstniðj'ur ríkis- ins taka á móti sild fyrir 12 krónur máJið — fyrsta greiðsla fyrir málið — og uppbót síðar, efsamn- ingarnir við Breta gera það kleytt. Aiit óvist um sildarsöltun enn, — Mvað verður um sumaratvinnu Glerárþorpsbúa efKrossa nesverksm. starfar ekki. Síldveiðaskipin eru að leggja úi á veiðar. Síld hefir sést vaða í stórum torfum austur við Langanes. Ríkisverksmiðjurnar hafa ákveðið - að taka á móti síld nú þegar og greiða 12 krónur fyrir málið við móttöku, og upphót síðar ef hag- kvæmir samningar nást við Breta um kaup þeirra á síldarafurðun- um. Allt er óvfst enn um verkun ög sölu á saltsíld. Verið er að reyna að selja matjessíld til Ameríku. Sala til Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands hefir líka verið reynd, en allt er óvíst um endalok þess- ara mála enn. Tunnur og salt vantar inn í landið. Útflutningur síldar austur um haf verður máske ómögulegur vegna siglingatálmana eða máske algers banns. Þegar þessi mál eru rædd vakn- ar eðlilega sú spurning: Síarfar . Krojssanesverksmiðjan, og ef ekki, hvað verður þá um sumaratvinnu þeirra manna, sem þar hafa unnið undanfarin sumur og af- komu þess fólks, sem hefir haft lífsuppeldi sitt frá verksmiðjunni? Hér er alvarlegt mál á ferðinni, sem varðar afkomu Glerárþorpsins, sem myndast hefir utan um verk- smiðjuna. Enn sem komið er mun ríkið ekki treystast til að starfrækja yerksmiðjuna. Bæði er enn ekki bundinn endi á samningana við Breta, og togaramir, sem aðallega kæmu til greina að leggja síld upp hér innra, munu flestir sigla með ísfisk til Englands í sumar. Um norsk skip er ekki að ræða í ár, en þau hafa fóðrað Krossanesverk- smiðjuna að 2A hlutum undanfarin ár. Verður að gera ráð fyrir að einkis verði látið ófreistað til að bæta úr vandræðum þessa fólks. Mjög veltur á að sfldveiðin lán- ist vel í ár. Enn, sem fyrr, getur hún bjargað landinu. Þess vegna fylgja góðir hugir allra manna síld- veiðiflotanum, er hann lætur nú úr höfn, með óslc um að hann megi verða fengsæll og fiskimennina hendi engin óhöpp. Ábyrgðarmaöur. Erlingui Friðjónsson. Prentsmiðja Björna Jónaooaar. Sunlight-sápa Lux-sápa Vim í dósum Radion Rinso Kom með e. s. Brúa'fossi. Kanpfél. Verkainanna iiKKDaiar og uui koma með Súðinni. — Kauptél.Verkamanna Mpdavél 6X9, í gulri tösku, tapaðist á Tang- anum fyrir nokkrum dögum. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að skila Iienni til Þorst. Svanlaugsson- ar, Norðurgötu 15. Xilkynoing. Vegna mikillar verðhækkunar á lyfjum og daggjaldahækk- unar á sjúkrahúsum, hefir stjórn sjúkrasamlagsins ákveðið að iðgjöidin hækki 1. júlí næstkomandi úr kr. 3.00 í kr. 3.50 Á mánuði. Sjákrasamlag Akureyrar. Akurey rarkaupstaður Tilky nning iim innheimtn útsvara Par sem bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að haga ihnheimtu titsvara í Akureyrarkaupstað samkvæmt á- kvæðum laga nr. 23, 12. febr. 1940, er hér með vak- in athygli útsvarsgreiðenda á því, að frá næstu mán- aðarmótum verða útsvör fastráðinna starfsmanna og launþega, sem ekki hafa þá greitt fyrri hluta útsvars síns fyrir yfirstandandi ár, krafin hjá þeim, sem hafa með höndurn kaupgreiðslur þeirra. — Ber kaupgreið- endum þá skylda til að halda eftir af hverri launaút- borgun hluta af útsvarinu samkvæmt nánari kröfu bæj- argjaldkerans. Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. júní 1940 Steinn Steinsen.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.