Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 26.06.1940, Qupperneq 3
ALPÝÐUM AÐURIN N 3 Slldveiðarnar eru að hefjast. Síldarverksmiðjur ríkis- ins taka á móti síld fyrir 12 krónur má/ið — fyrsta greiðsla fyrir málið — og uppbót síðar, efsamn- ingarnir við Breta gera það kleytt. Alit óvist um sí/darsöltun enn, — Hvað verður um sumaratvinnu Glerárþorpsbúa ef Krossa nesverksm. startar ekki. Síldveiðaskipin eru að leggja út á veiðar. Síld hefir sést vaða í stórum torfum austur við Langanes. Ríkisverksmiðjurnar hafa ákveðið að taka á móti síld nú þegar og greiða 12 krónur fyrir málið við móttöku, og uppbót síðar ef hag- kvæmir samningar nást við Breta um kaup þeirra á síldarafurðun- um. Allt er óvfst enn um verkun og sölu á sallsíld. Verið er að reyna að selja matjessíld til Ameríku. Sala til Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands hefir líka verið reynd, en allt er óvíst um endalok þess- ara mála enn. Tunnur og salt vantar inn í landið. Útflutningur síldar austur um haf verður máske ómögulegur vegna siglingatálmana eða máskealgers banns. Þegar þessi mál eru rædd vakn- ar eðlilega sú spurning: Síarfar Krossanesverksmiðjan, og ef ekki, hvað verður þá um sumaratvinnu þeirra manna, sem þar hafa unnið undanfarin sumur og af- komu þess íólks, sem hefir haft lífsuppeldi sitt frá verksmiðjunni? Hér er alvarlegt mál á ferðinni, sem varðar afkomu Glerárþorpsins, sem myndast hefir utan um verk- smiðjuna. Enn sem komið er mun ríkið ekki treystast til að starfrækja verksmiðjuna. Bæði er enn ekki bundinn endi á samningana við Breta, og togararnir, sem aðallega kæmu til greina að leggja síld upp hér innra, munu flestir sigla með ísfisk til Englands í sumar. Um norsk skip er ekki að ræða í ár, en þau hafa fóðrað Krossanesverk- smiðjuna að ‘U hlutum undanfarin ár. Verður að gera ráð fyrir að einkis verði látið ófreistað til að bæta úr vandræðum þessa fólks. Mjög veltur á að síldveiðin lán- ist vel í ár. Enn, sem fyrr, getur hún bjargað landinu. Þess vegna fylgja góðir hugir allra manna síld- veiðiflotanum, er hann lætur nú úr höfn, með ósk um að hann megi verða fengsæll og fiskimennina hendi engin óhöpp. Ábyrgðarmaöur. Erlingur Friðjónsson. Prentamiðja Bjöma Jóuaaoaar. Sunlight^sápa Lux-sápa Vim í dósum Radion Rinso Kom með e. s. Brúa»-fossi. Kaupfél. Verkamanna Blikkbalar og Blíkkfitur koma með Súðinni. — Kauptél.Verkamanna Myndavél tapaðist á Tang- anum fyrir nokkrum dögum. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að skila Iienni til Þorst. Svanlaugsson- ar, Norðurgötu 15. Tilkynning. Vegna mikillar verðhækkunar á lyfjym og daggjaldahækk- unar á sjúkrahúsum, hefir stjórn sjúkrasamlagsins ákveðið að iðgjöídin hækki 1. júlí næstkomandi úr kr. 3.00 í kr. 3.50 á inánuði. Sjúkrasamlag Akureyrar. A kureyrarka upsta ð ur Tilkynnmgum innheimtu útsvara Þar sem bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að haga innheimtu útsvara í Akureyrarkaupstað samkvæmt á- kvæðum laga nr. 23, 12. febr. 1940, er hér með vak- in athygli útsvarsgreiðenda á því, að frá næstu mán- aðarmótum verða útsvör fastráðinna starfsmanna og launþega, sem ekki hafa þá greitt fyrri hluta útsvars síns fyrir yfirstandandi ár, krafin hjá þeim, sem hafa með höndum kaupgreiðslur þeirra. — Ber kaupgreið- endum þá skylda til að halda eftir af hverri launaút- borgun hluta af útsvarinu samkvæmt nánari kröfu bæj- argjaldkerans. Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. júní 1940 Ste/nn Steinsen. i

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.