Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.01.1943, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.01.1943, Blaðsíða 1
XIII. árg. Akureyri, f’riðjudaginn 5 Janúar 194^. 1. ihl. Með n ýj u ári. Hin skipaða ríkisstjórn sýnir manndóm í störfum sínum. Hefir þegar bannað alla hækkun á vöruverði og lækkað verð á kjöti, smjöri, eggjum og kolum. Boðar meiri lækkun á næstunni, og hámarks- verð á öllum vörum. Stefnt að lækkun vísitölunnar á næstu mánuðum. Myndun ríkisstjórnar á þingræð- isgrundvelli hefirenn ekki tekist. Hin skipaða ríkisstjórn hefir þeg- ar hafið starf til að draga úr dýr- ftðinni. Lækkað hefir verið verð á þessum vörum: Á eggjum úr kr. 25,oo í kr. 16,oo - smjöri----------21,50 f— 13,oo* - súpukjöti-------7,75 í - 6,50 - kolutn----------200,oo í — 182,oo Verðið á kolum er miðað við heimflutta smálest. Annað kjöt en súpukjöt lækkar í samræmi við jþað. Þá hyggst ríkissijórnin að flytja inn smjör frá Ameríku og láta hagnaðinn af þeirri ráðstöfun ganga til lækkunar á íslenska smjörinu. Þá hefir ríkisstjórnin fyrirskipað aukið eftirlit með verðlagi. Sett hámarksverð á fatnað og boðað að hámarksverð verði selt á fleiri vöru- tegundir þegar tími vinnst til og rannsókn á vöruverði hefir fiam farið. Þi lætur stjórnin skína í að * Á mjólkurverðlagssvæði Reykja- víkur og Hafnaríjarðar. verðlækkun á mjólk geti átt* sér stað á næstunni. Þá má geta þess að innflutnings- nefnd heíir tilkynnt að ekki verði leyfður innflutningur á öðru en nauðsynjavömm fyrri hluta þessa árr, en eins og vitað er hefir braskaraiýður landsins hrúgað ó- nauðsynlegum vörum og allskonar glingri inn í landið s. I. ár, svo tugum miijóna nemur að verðlagi. Það fer ekki lágt að þær ráð- stafanir, sem hér hefir verið getið, hafa mæ'st vel fyrir hjá almenningi, Hitt er jafnfiamt jálað að þjóðin hefir skaðast um tugi miljóna á því hve seint var vikið inn á þessa braut, og hvílík þjóðarógæfa hefir af því hlotist að ekki var farið að ráðum Aiþýöuíiokksins 1940, þeg- ar hann hóf baráttu fyrir að þessar leiðir yrðu tarnar. Þá er pað Itka óvíst hve rfkis- sjóður getur lengi risið undir þeim útgjöidum, sem verðlækkun hinna ýmsu vara baka honum, því enn hefir ekki verið bent á aðrar fjár- öílunarleiðir til að vega upp á móti þessum útgjöldum, en inn- flutningur ódýrara srnjörsins frá Ameríku. Og verði stríðsgróðinn ekki tekinn í þjónustu þessara bjargráða, er ekki annað sýnt en neytendurnir, sem þetta er gert fyrir, komi sjálfir til með að borga brúsann í hækkuðum follum og sköttum, því framleiðendur eiga og veida að fá sití. Þessi gáta hiýtur að ráðast að nokkru strax og þing kemur saman. En hvað sem öllu þessu líður er það þó þegar orðin óhrekjanleg staðreynd, eins og blöð Alþýðu- flokksins hafa svo oft benf á, að dýrtíðin verður hvorki stöðvuð né úr henni diegið eftir öðrum leiðum en þeim, sem flokkurinn hefir bent á frá öndverðu, og það er skuld hinna ráðandi ílokka f þinginu og ríkisstjórnar þeirra hvernig komið er, og hve miklu erfiðara er nú að bjarga málum við en verið hefði, ef hafist hefði verið handa í tíma — strax 1940 Vafalaust fer mörgum svo, þegar þeir athuga ráðstafanir hinnar nýju sfjórnar, áð þeir bera hana og verk hennar saman við manndóms- leysi og svik þingflokkanna, sem ekki gátu komið sér saman um ríkisstjórn á lýðræðis- og þingræð- isgrundveili. Og þaö eru þegar uppi raddir um það að viðurkenna núverandi ríkisstjórn en lýsa van- þóknun á Alþingi, eins og það er skipað. Hér róa einræðisfiokkarnir, nasistar og kommúnistar, undir, serh báðir hafa það hlutverk að Sýning á »l?rír skálkar* féll niður um helgina vegna veikinda eins aðal- leikarans, Jóhanns Guðmundssonar,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.