Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.01.1943, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.01.1943, Blaðsíða 2
2 ALPfÐL'M A.ÐÖRINN ynna af höndum fyrir sína andlegu húsbændur að koma lýðræðinu fyrir kattarnef. Aðstaða nasistanna er góð til þessara vinnubragða. Á þeim hvíla engin kosningaloforð. Smæð þeirra, og felur bak við Kommúnistaflokk- inn, er þeirra vörn. Aðstaða Moskvamannanna er öllu lakari í augum þeirra, sem líla á þá sem vinnumenn íslensku þjóðarinnar. Hi.ium, sem vita hverra erinda þeir ganga hér á landi og hvetra skipunum þeir hlýða, furða sig ekki á því, þótt myndun þingræðisstjórnar strand- aði á kommúnistum. Hafi einhverjir álitið að kosninga- stefnuskrá kommúnista væri annað en blekking, eru þeir harla ófróð- ir um tilve.u flokksins og yfirstjórn. Kommúnistaflokkurinn er afleggjari og vafalaust þátttakandi í Alþjóða- sambandi kommúnista, sem stjóm- að er frá Moskva, og þaðan fær hann fyrirskipanir sínar. Áhang- endum Kominterns er uppálagt að bjóða samfylkingu í tíma og ótíma, en peim er jafn stranglega bannað að framkvæma samfylkinguna, nema kommúnistar séu þar í meiri hluta. Ö lum. sem til þekkja, er það Ijóst að meðan Brynjólfur Bjarnason er foringi Kommúnistaflokksins, er og verður ekki vikið út af þessari »línu*. Samstjórn alira þingflokk- anna, og »vinstri stjó nai« líka hlaut því að stranda á kommúnist- um■ Þeir gátu ekki haft þar meiri- hfuta. En það var vitað fyririrain, að þfcir mundu senda hinum flokk- unum samfylkingartilboð um leið og þeir höfðu komið f veg fyrir »samfylkingu< um ríkisstjórn. Það er *iínan'. Hitt er aftur skiljanlegt, að til þess að hengja kommúnista setn lengst á kosningastefnuskiá þeirra og loforð fyrir kosningarnar s. I. vor og haus', vilji himr flokkarnir ekki s'eppa þeim frá allri ábyrgð á stjórnaiskútunni — lofa' þeim að iðka undanbrögð sín og fara í gegnum sjálfa sig þar til sá hópur kjósenda þeirra, sem hefir haldið að hann hafi kosid íslenska þegna, sem vildu vinna að hag íslenska- ríkisins, á þing, er búinn að átta sig nógu greinilega á því hve hræðilega hann hefir verið blekkt- ur, og hvílíka óhæfu hann hefir drýgt með því að opna sali Al- þingis fyrir svona lýð- Málið, séð frá þessum eina, rétta, sjónarhól, veitir þá fræðslu sem með þarf til að skilja það, sem nú er kaltaður »raefilsháttur« og »ósamlyndi« Alþingis, sem stað- ið hafi í vegi fyiir því að ríkis- stjóm hafi orðið mynduð á þing- ræðislegan hátt. Geymið auglýiyanr. Dómnefnd í verðlagsmálum heíir látið þá ráðleggingu fylgja fyrstu auglýsingu hennar um smásöluverð þeirra vara, sem neíndin hefir á- kveðið hámarksverð á, að fólk geymi hana og fleiri slíkar au 1. sem nefndin mun láta birta á næst- unni, og hafi þær til hliðsjónar þegar þaö fer út að kaupa. Með þessu á fólk að geta fylgst með bvort' hámarksákvæðunura er fylgt eða ekki. Aiþýðumaðurinn óskar eftir á- byggilegum drengium eða stúlkum til að be'a blaðið til kaupenda á ákveðnum svæðum ( bænum, eða þá eítir eldri manni eða unglingi, sem vildi taka að sér útburð um allan bæinn, Þetta er vel borgað. Talið við afgr. sem fyrst. Nýlátnar eru hér í bænum frú Guðlaug Ólafsdóttir, kona Konráðs Sigurössonar verkstjóra, Glerárgötu 8. og ekkjon Sveinsína Sveinsdóttir til heimiiis í Strandgötu 5 Búist er við að stóra flngvéiin hefji póstferðir railli Rvikur og Akureyrar nú á næstunni. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 30 frá Liilu. Kr. 10,oo frá E. S. Pakkir Á. R. . Von aö spnrt sé Fyrir jólin fór orð af því að allt*,. sem fóikið taldi sig þnrfa að kaupa- til jólagjafa t, d. væri með því ok- urverði að slíks væru engin dæmi hér á landi áður. Verður hér ekki farið iengra út í þessa sálma: að þessu sinni; eðá af hrerju þetta stafaði. En einn borgari bæjarins hefir skrifað blaðinu og spurst fyrir um það heort engin takmörk séu tií fyrir því hvað selja megi eink- isnýta hluti háu verði. Tiiefnið segir bréfritarinn sé það, að fyrir jólin hafi margar sölubúðir hér T bænum og sjálísagt víðar um land verið hálffullar af áður óþekktri vöru hér, sem gengur undir nafninu lukkusokkar■ Verðiö á þessum hamingjugripum var ailt að 20 krónur, og sérstaklega voru það börn og unglingar, sem freistuðust tíl að kaupa þá Innihald þessara sokka var einkisnýtt, Bréfarusi, atað út með svartkrit, eða ennþá óæöri Jitum. Allt var þetta Ijótt og benti helst til aö keppst væri eftir að gera kaupandanum gramt í geöi við afi skoða lukkudráttinn. Á heilbrigðnm viöskiftatímum myndi hver maður þykjast illa svik- inn, sem gæfi fyrir þetta 25-50 aura, en nú kostaði þetta, eins og fyrr er sagt upp undir 20 krónur — dýrustu »sokkarnir«. B’.aöið getur ekki í fám orðum svarað því hvað telja verði heiðar- iegt að hafa á boðstólum og viö hvaða verði, en í sambandi við þetta mæiti vitanlega spyrja að því, hvað væri heiöarlegt að kaupa og fiytja til landsins á þessum tímum, og stæði næst heildsölum að svara því. Giafir til gamalmennaheimilisins f Skjaldarvík: Frá S. 0. og P. S. Ak. kr. 300.oo. Frá P. O. Ak. kr. 50,oo. Frá H S. Ak. kr, 50,oo Frá N. N- Ak. kr. 20.oo. Frá Rósu Illugad. Pingvallastr. 8 kr 10,oo (afh Alþm.). Hjartans þakkir. Stefán Jónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.