Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.03.1944, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 28.03.1944, Síða 2
2 Alþýðumaðurirm Kauptaxti Verklýðsfélags Akureyrar frá 1. Apríl 1944. Kaup karlmanna, almenn dagvinna . kr. 5,94 á klst. Kaup drengja 14 — 16 ára dagv. . — 3,87 - — Skipavinna karlmanna dagvinna . — 6,52 • — Kol, salt, seraent og grjótv., dagv., . — 7,16 - — Stúun á síld í dagvinnu .... — 7,95 - — Kaup dixilmanna í dagvinnu . . — 6,76 - — Lempun á kolum í skipi, dagv., . — 11,65 - — Mánaðarkaup karlmanna kr. 911,60. KAUP KVENNA: Dagvinna almean og fiskvinna . . kr. 3,58 á kl.st, Síldarvinna kvenna, dagvinna . . — 4,35 - — A ofanskráð kaup greíðist 50%” hækkun fyrir eftir- vinnu, en 100%" hækkun fyrir nætur- og helgidaga? . vinnu. Hreingerning á íshúsum og skipum, pönnun og önn— ur íshúsvinna greiðist eins og síldarvinna. Vinni konur þá vinnu, sem venja er að karlmenn vinni, þá skal- greiða þeim sama kaup og karlmönnum. Fiskþvottur. skal unninn í akkorði og greiðist með kr. 4,48 fyrir hver 100 kg. af himnuteknum fiski og kr. 3,58 fyrir 100 kg. af óhimnuteknum fiski. Vísast aö öðru leyti til samnings um kaup og kjör verkafólks, milli Vinnuveitendafélags Akureyrar og Verkiyðsfélags Akurejrrar, frá 30. Sept, 1942 um það sem ekki er tekið fram hér, en samningurinn hefir inni að halda, nema 10. gr. samningsins, sem fallin er úr gildi með framkvæmd laga um orlof. Gildir samn- ingurinn nú sem taxti fyrir félagsfólkið. Akureyri 28. Mars 1944. Fyrir Verkly'ðsfélag Akureyrar. Erlingur Friðjónsson. Verklýðsfélag Akureyrar heldur 1. Maí n. k. hátíðlegan í Samkomu- *húsi bæjarrns eins og að undanförnu. Síðan Verklýðsfólag Aknreyrar hóf göngu sína fyrir 11 árum hef- ir það ætíð haldið 1. Maí hátíðleg- an í Samkönuihusi bæjarins, og notaði það þennan dag lengi vel til fjársöfnunar fyrir U.jörgunar- skútusjóð Norðurlands, og í eitt skipti safnaði það fé í sjóð til byggingar samskúlahúss í bænum, samiiliða því sem dagurinn var helgaður verklýðshreyfingunni að öðru leyti. Allan þann tíma, sem Verklýðs- félagið hefir haft Samkomuhúsið til afnota 1. Maí, hafa sprautur kommúnista hér, með Steingrím frá Lyngholti í broddi fylkingar, verið meðbiðlar Verklýðsfélagsins um afnot hússins, en sá hængur hefir verið á þeirra beiðni um hús- ið að þeir hat'a ætíð orðið á eftir Verklýðsfélaginu með hana og vitað er að þeir hafa ætlað að nota húsið til að halda þ»ar pálitískar messur til dýrðar Stalin, Hitler og öðrum einveldisátrúnaðargoðum þeirra. Þes'si erindi kommúnista hafa stunclum komið fyrir bæjar- stjórn og ætíð fengið sömu erind- islok, að þeim hefir verið vísað frá af þeirri ástæðu að húsið væri leigt Verklýðsfélagi Akureyrar þanp dag, þar. sem það hafi orðið fyrri til að biðja um húsið. Sú regla hefir gilt hjá verði Samkomuhússins og bæjarstjóiii ao félög sem fengið hafa vissa daga fyrir samkomur sínar í hús- inu, Iiafa haldið þeirn, jafnvel þó einhverjir hafi orðið fyrri, eitt- hvert árið, til þess að sækja um ai'- not hússins þann dag. Þannig sit- ur eitt kvenfélag í bænum fyrir afnotum Samkomuhússins 1. Dcs- ember. Annað félag fyrir 2. í Jóluin, þriðja Gamlársdag, fjórða Öskudaginn, fimmta Sumardag- inn fyrsta, Verldýðsfélag Akur- >eyrar 1. Maí, sjöunda félagið 2. í Hvítasunnu og áttuna 17.. Júní og má vel vera að fleiri dög- um ársins sé ráðstafað á þennan hátt þó þess sé ekki hér getið, enda er þessi upptalning nægileg til að sanna það að þó kommún- istar hér sendi sprautur sínar á fundi bæjarstjórnar með eriiidi um að þeim sé afhent Samkomu- hús bæjarins til umráða 1. Maí, þá getur bæjarstjórnin ekki tekið slíka málaleitun til greina, þar sem Verldýðsfélag Akureyrar hef- ir h-aft Iiúsið þann dag til afnota óslitið meir en tug ára, þar sem það myndi gerbreyta þeirri sjálf- sögðu reglu með útlán hússins, sem fylgt hefir verið að undan- förnu. Það skiftir engu máli í þessum efnum þó Lyngholtsbus- inn þykist koma til bæjarstjórnar í umbooi verkalýðsins eða ekki. Það er iyrst og fremst vitað að sá þiltur hefir það eitt afrekað í mál- eí'num íerkalýðsins, að hann er hvorki húshiefur í Samkomuhúsi bæjarins eða annarstaðar, og hæfði honum sjálfum því Iiest tii þeirra mála litla húsið á Torfunef- inu meðan það var við líði. Einn- ig kynni honum að þóknast að-

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.