Alþýðumaðurinn - 11.07.1944, Side 1
ÚTFÖR
Guðmundar Friðjóns-
sonar
fór fram á Fimmtudaginn var.
Nokkuð á sjötta hundrað manns
var viðstatt útförina. Var það víðs-
vegar að úr sýslunni, einnig af Ak-
ureyri og úr Reykjavík.
Heima flutti séra Friðrik Frið-
xiksson húskveðju og Júlíus Haf-
stein sýslumaður kveðjuræðu. Þá
. fluttu kvæði, Steingrímur Bald-
vinsson bóndi að Nesi í Aðaldal,
Heiðrekur Guðmundsson og Arn-
fríður Sigurgeirsdóttir ekkja á
Skútustöðum.
Atta synir Guðmundar báru
kistuna að heiman.
Jarðað var að Nesi í Aðaldal.
Ungir bændur hófu kistuna í
kirkju en eldri bændur úr kirkju
til grafar.
í kirkju fluttu ræður. Karl
Kristjánsson kaupfélagsstjóri á
Húsávík og séra Þorgrímur Sig-
urðsson. Kvæði fluttu, Sigurður
Jónsson skáld á Arnarvatni, Þór-
oddur Guðmundsson óg Konráð
Vilhjálmsson skáld. Kirkjukór
Húsavíkur annaðist sönginn af
mikilli prýði bæði heima og í
kirkjunni.
Kransar bárust frá Ríkisstjórn
Islands og Menntaskóla Akureyr-
ar, skejUi frá Rithöfundafélagi Is-
lands, Sambandi íslenskra kven-
félaga og Sambandi þingeyskra
kvenfélaga og fjölmorgum ein-
staklingum.
Heima á Sandi var marinfjöld-
anum veitt af mikiRi rausn.
011 var jarðarförin hin virðuleg-
asta.
FRA STORSTUKU-
ÞINGINU.
í síðasta blaði var nokkuð sagt
frá Stórstúkuþinginu, en engra á-
lyktana þess getið. Hér eru nokkrar
þeirra:
1. Þar sem séð er og sannan-
legt, að áfengisneysla og áfeng-
iskaup landsmanna fara stöðugt
vaxandi, þrátt fyrir alla bind-
indisstarfsemi margra góðra
krafta í landinu, á meðan sala
og afgreiðsla á áfengi er eins og
nú á sér stað, þá felur stórstúku-
þirígið framkvæmdanefnd sinni
að vinna kappsamlega að því,
sem allra fyrst, að bæjarstjórn-
ir landsins fari að dæmi bæjar-
stjórna Reykjavíkur og ísafjarð-
ar og samþykki áskoranir til
ríkisstjórnar og Alþingis um al-
gera lokun áfengisútsalanna.
2. Stórstúkuþingið felur
framkvæmdanefnd sinni að
halda áfram samstarfi við rík-.
isstjórnina um það, að lögin um
héraðabönn komi til fram-
kvæmda sem allra fyrst. Enn-
fremur sjái framkvæmdanefnd-
in um, að á öllum stjórnmála-
fundum, þar sem tillögúr eru
samþykktar til Alþingis, verði
borin fram tillaga um að skora
á ríkisstjórnina, að láta lögin
um héraðabönn koma þegar til
framkvæmda.
3. Þar sem það er á allra vit-
orði, að allmikil brögð eru að
leynisölu áfengis og löggæslan
hvergi nærri nægilega vel fram-
kvæmd, þá felur Stórstúkuþing-
ið framkvæmdanefnd sinni, að
vinná að því, að hert verði sem
allra best á löggæslunni, svo að
tekið verði fyrir þetta vandræða
ástand.
Einnig skoraði þingið á fram-
kvæmdanefnd Stórstúkunnar að
vinna ötullega að því að fá því
framgengt að drykkjumenn séu
ekki látnir sitja í ábyrgðarmiklum
stöðum; og ennfremur beindi þing-
ið þeim tilmælum til áfengismála-
ráðunauts ríkisins að vinna að því
að fá forstöðumenn skóla og kenn-
ara til að hefja Ijindindisfræðslu £
skólum, eins og lög standa tií.
EMIL
TIIORODDSEN
tónskáld lést í Reykjavík að-
fáranótt 7. þ. m.
Emil var soriur hinna kunnu
hjóna, Þórðar læknis Thoroddsen.
og Onnu Pétursdóttur Guðjohn-
sen. Hann var 46 ára að aldri, er
hann lést, og var löngu þjóðkunn-
ur maður fyrir tónlistarstörf sín.
Dánardœgur.
2. þ. m. aridaðist að heimili
dóttur sinnar Og tengdasonar,
Stx-andgötu 29, frú Guðný Jónas-
dóttif frá Kjárna, ekkja Einars
Metúsalemssonar kaupmanns. 3ö.
f. m. andaðist á sjúkrahúsinu
Sigurbjörg Jónsdóttir —- Sigur-
björg í Syðstahúsinu, éins og' hún
var kölluð af bæjarbúum r-r bá-
öldruð kona.
Tekið á móti gjöfurh
til naúðlíðandi í)aná í Hann-
yrðavérsÍiiri Ragríbéiðár 0. Bjoriis-
son, Hafnarstræti 103.