Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.01.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.01.1945, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURiNN 3 þa u mál frekar nú, en af því að „Vm.“ fer að hrúga upp ósannind- um um mál Verklýðsfélags Akur- eyrar og Alþýðusamhandsstjórnar- innar, verður að greina frá frá- gangi þingsins á því máli. Eins og kunnugt er, ákvað \'erk- lýðsfélagið,* eftir að Alþýðusam- bandsstjórnin hafði rekið félagið úr sambandinu, án þess að það hefði nokkuð brotið af sér, að leita réttar síns á næsta Alþýðusam- þingi. Fyrir 18. þingið sendi form. V.A. samb.stj. kröfu um að Verk- lýðsfélagið væri tekið inn í Al- þýðusambandið og málið lagt fyrir þingið. Var stungið upp á að nefnd yrði kosin til að rannsaka gögn beggja málsaðila 1— sambands- stjórnar og félagsins — og legði hún niðurstöður sínar fyrir þing- ið. Nú kveða lög Alþýðusamhands- ins svo á, að eí félagi er vikið úr sambandinu milli þinga, sé stjórn þess skyld að leggja þá ákvörðun undir dóm næsta Alþýðnsamhands- þings. Á auðvitað að gera þetta í sambandi við skýrslu fráfarandi stjórnar. En svo brá nú við að mál Verklýðsfélagsins var ekki lagt fyrir með skýrslum stjórnarinnar. Hafa kommúnistar auðsjáanlega ekki þorað að hleypa svo við- kvæmu og alröngu máli fyrir þing- ið meðan tími var til að rannsaka það og ræða. Var þetta rétt eitt löghrotið, sem kommúnistameiri- hlutinn framdi á þinginu. Svo þeg- ar komið var á síðasta dag þings- ins, og öllum málum var flaustrað af, tók fbrsetinn málið á dagskrá. Gerði þá einn þingfulltrúinn til- löguna um kosningu rannsóknar- nefndar í málinu að sinni tillögu, en þá tiilögu felldu kommarnir með 10 atkvæða meirihluta. Var þannig skilið við málið, og eitt lögbrotið enn framið í sambandi við það. Mál Verklýðsfélagsins hefir því ekki enn verið löglega afgreilt frá hendi sambandsstjórnar og sam- ijandsþings, enda enginn vafi á að hefði löglega verið með málið far- ið, hefði þingið dæmt brottrekst- urinn ólöglegann og pólitíska árás á félagið, eins og rétt er. í erindi V. A. var ekki krafa gerð um brottrekstur Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar úr Alþýðusambandinu. Hitt var sam- bandsins að skera úr um þau mál, þegar brottrekstrarmál Verklýðs- fél. var afgreitt á löglegan hátt. Og vafalaust hefðu verkamennirn- ir hér á staðnum getað ráðið fram úr sínum málum, ef þeir fengju að vera í friði fyrir flugumönnum kommúnista. I annan stað lét kommúnistamejirihlútinn S 17. þingi Alþýðusamh. sig hafa það að taka verkakvennafélagið „Ein- ingu“ inn í samhandið, félag, sem aldrei hafði verið í Alþýðusam- bandinu, og fyrir á staðnum var félag í Alþýðusambandinu, sem fór með kaupmál kvenna á Akur- eyri, sem eini löglegi aðilinn í þeim málum. Eins og sést á ofanrituðu hefir Alþýðusambandið ekki enn gengið löglega frá brottrekstrarmáli Verk- lýðsfélags Akureyrar, og kommún- istar ætla sýnilega að smokka sér undan að gera það. Seyðisfjarðarkaupstaður minntist 50 ára afmælis liæjar- réttinda sinna á Laugard. var. Fóru fram hátíðahöld í bænum í tilefni af þessum tímamótum í sögu bæjarins. JÖRÐ Desemberheftið hefir horist blað- inu. 1 heftinu er mikið lesmál. — Kvæði, sögur, menningarmál, innlend og útlend, andleg mál, myndir, fréttir og allskonar fróð- leikur. Þetta er nokkurskonar jóla- hefti og er sérstaklega til þess vand að. Elinborg Lárusdóttir: Hvíta hOllin Bókaforl. Þorst. M. Jóns- sonar. Akureyri 1944. — Þessi bók frú Elinborgar Lárus- dóttur hefir ekki ldotið mikið oln- bogarúm á sviði auglýsinga í út- varpi og dagblöðum höfuðstaðar- ins. Hún er ekki ein af jólabókun- um, sem „enginn má vera án“, en hafna , ólesnar, í bókaskápnum eftir að hafa lokið hlutverki sínu meðal annara jólagjafa. Hvíta höllin er rituð og gefin út til að verða lesin. Til að auka kyrr.i á sérstökum þætti lífsins —- við dyr dauðans í mörgum tilfellum. Bókin lýsir daglegu lífi fólks, sem dæmt hefir verið til vistar í Hvítu höllinni. Þ.rám þess og hátt- um. Viðhorfi til lífs og dauða —• þeirra persóna meðal þessa íólks, er hafa orðið höf. minnisstæðastar. Margur mundi ætla að hér ræki hver raunarollan aðra, en svo er ekki. Að vísu birtist þarna alvara lífsins — og dauðans — í ýmis- konar blæbrigðum, en þarna er líka töluvert af kímni, og jafnvel hlægilegustu viðburðum. Og allt er þetta dregið fram fyrir jiugar- sjónir lesendanna af sannleiksást, skilningi og hlýhug bókarhöiund- ar, sem kafar hugardjúp pfisón- anna, er frásögnin fjallar u.m, og finnur alstaðar hót fyrir biesti og afsakanir ágallanna, varnir fyrir veikleikann og alúð til að ilja oln- bogabörnum lífsins. Og sannarlega er það hressandi, mitt í heimi haturs, grimmdaj', nið- urrifs og níðingsháttar, að fyrir- hitta þó ekki sé nema lítil bók, eins og Hvíta höllin er, þar sem skilið er við hverja persónu, hvort sem hún er lífs eða liðin, laetri, göfugri, mannlegri en atvikin í upphafi bentu til. Og ekkert af þessu unn- ið á kostnað annara. Lestur slíkr-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.