Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Blaðsíða 4
ALÞtÐUMAÐURT'TN Nýir ávextir Athygli félagsmanna skal vakin á því, oð skömmt- un á nýjum óvöxtum stendur yfir fró 2. til 10. mcrz n. k., að báðum dögum meðtöldum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. Lygalaupur „Vcrkam.44 hefir ekki getað skilið svo við 30 ára afmæli „Einingar“ að hami falsaði ekki staðreyndir, eins og, hans er vani. Segir hann að Erl. Friðjónsson hafi reynt að kljúfa „Einingu“ þegar verkamenn og verkakonur svöruðu svikum Stein- gríms Aðalsteinssonar og Elísa- betar Eiríksdóttur við málstað Jjeirra með þvr að stofna Verk- lýðsfélag Akureyrar og svifta þau aðstöðu til að lækka kaup verka- fólks eftir vild. Og verkakonan, sem verið hafði fyrsti formaður „Einingar“, tók sæti í fyrstu stjórn Verklýðsfélagsins, í beinu áfram- haldi af brautryðjendastarfi henn- ar í „Einingu“, sem Elísabet Ei- ríksdóttir var að leggja í rústir, og vegna hvers verkakonurnar yfirgáfu hana til að bjarga hlut sínum. Og Verklýðsfélagið hækk- aði kaup verkakvennanna um 114/v meðan það fór eitt með ■þau mál hér. Það er allt annar svipur á því en 50 aura skammt- inum hennar Elísabetar sumarið 1932. Dánardægur Nýlega eru látnar hér í bænum frú Helga Jóhannesdóttir Norður- götu 35, kona Friðriks Einarsson- ar verkamanns, og frú Guðrún Jón asdóttir, Aðalstræti 10, kona Þor- valdar Jónassonar, netagerðar- manns. Einnig ungfrú Þórunn Þór- arinsdóttir Brekkugötu 5. 22. í. m. andaðist að heimili sínu hér í bænum Davíð Sigurðs- son trésmiður 83 ára. Davíð var nm mörg ár einn af fremstu borg- urum bæjarins, ötulleika maður og farsæll í störfum, og átti óskerta virðingu allra, sem hann þekktu. Þá er nýlátinn á Þórshöfn Sig- urjón Björnssön trésmiður, bróðir Guðbjörns Björnssonar, ráðsmanns Samkomuhússins hér, 63 ára að aldri. Sigurjón var mörgum Akur* eyringum kunnur frá dvöl hans hér í bænum. Hanu var vel látinn mað- ur, glaðlyndur og skemmtilegur viðkynningar. Fyrra Sunnudag andaðist að Kristneshæli Hjalti Antonsson, Tómassonar verkam. Norðurg. 17 — 35 ára að aldri. Var hann bú- inn að vera sjúklingur á hælinu um eins og hálfs árs skeið. 27. f. m. andaðist hér á sjúkra- húsinu Guðrúu Jónasdóttir luis freyja á Sílastöðum í Kræklinga- hlíð, kona Ágústs Jónassonar, bónda. Vel metin myndarkona í sjón og raun. BÆJA RS T JÓRNA RFUNDUR er haldinn í dag. Fyrir fundinum liggja áskoranir um aukna atvinnu í bænum frá Alþýðuflokksfélagi Akureyrar, Verkamannafélaginu, fulltrúaráði verklýðsfélaganna og Sjálfstæðisflokknum. Eru uppi mjög háværar kröfur um það, að efnt sé nú þegar til einhverra þeirra framkvæmda, sem veiti verkamönnum atvinnu, einkum fjöl- skyldumönnum. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H ’F Hænsnakorn Maískurl Hænsnamjöl Hveitiklíð Rúgmjöl nýkomið. Kaupfél. Verkamanna. Hðsbrnni Um níuleitið í gærmorgun varð eldur laus í þakhæð hússins nr. 93 við Hafnarstræti, eign Kaupfélags Eyfirðinga. Tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum hans á skammri stund, en þó brann allt innan úr kvisthæð hússins, og allt sem þar var inni. Af hinum hæðum hússins bjargaðist innbú fólksins,en þó skemmt af reyk og vatni. Er húsið ófært til íbúðar vegna skemmda af vatni. Á rishæðinni bjuggu Jórunn Bjarnadóttir, ljósmóðir og Sigurð- ur Friðriksson, verkamaður og kona hans. Misstu þau allt sitt. Um 20 manns mun hafa búið í húsinu. Um upptök eldsins er ókunnugt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.