Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.05.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 8. Maí 1945 Það tilkynnist að faðir okkar, Anton Tómasson, andaðist að heimili sínu, Norðurgötu 17, aðfaranótt 10. þ. m. Jai;ðarför- in er ákveðin Föstud. 18. þ. m. og hefst frá heimilinu kl. 1 e. h. Synir hins látna. ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýiíullokksfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur FriSjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmitjga Björns Jónssonar h.f. Vantaði þann þrtðja. Síðasti „Verkam.“ flytur kafla úr hók eftir franskan blaðamann,*sem blaðið telur að hafi flett ofan af því hvernig auðjötnar og sérstakir stjórn- málamenn í Evrópu hafi á sín- um tíma eflt nasismann til valda í áliunni, og eigi sök á þeirri styrjöld, sem nú er slotað. Og blaðið birtir myndir af tveimur þjóðhöfðingjum, sem eiga að hafa stutt Hitler sérstaklega til þeirra hryðjuverka, sem eftir Hitlers-Þýskaland liggja. Fyrst „Verkam.“ fór að birta myndir af sérstökum mönnum í sambandi við þessi mál, hefði ekki verið illa til fallið að hafa mynd af gamla manninum í Kreml með. Þótt ýmsir af stjórn- málamönnum álfunnar höguðu sér um eitt skeið óhyggilega og aí lítilli framsýni gagnvart hinu upprennandi Hitlers-Þýskalandi þarf enginn að efast um það, að dómur sögunnar muni falla með mestum þunga á aðalleiðtoga og eiræðisherra kommúnista, Josep Stalin, stjórnara og átrúnaðar- goð Kommúnistaflokksins í Þýskalandi, sem ruddi veginn fyrir Hitler upp í valdastólinn, með niðurrifsstarfi sínu og of- sóknum á hendur þeim öflum heima fyrir í Þýskálandi, sem höfðu afl til að kyrkja nasism- ann í fægingunni. Að boði Stal- ins og valdaklíku hans í Rúss- landi, hafði Kommúnistaflokk- ur Þýskalands beinna samvinnu við nasistaflokkinn í baráttu hans gegn jafnaðarmannaflokkn um og öðrum frjálslyndum lýð- ræðisflokkum í Þýskalandi, og lagði Hitler til um 2 miljónir atkvæða við forsetakosningarn- ar, sem að síðustu lyftu fasisma- villidýrinu upp í valdastólinn. Og sagan hélt áfram. Stalin gerði vináttusamning við Hitler og seldi honum hráefni til vopna framleiðslu, á sama tíma og, vesturveldin buðu honum sam- vinnu gegn Hitler, og hjálpaði með því að hrinda þeirri styrj- öld af stað, sem endaði fyrir fá- um dögum. Og á þeim áum hét það bara „smekksatriði“ á máli Bryn- jólfs, Einars, Sigfúsar og Co. hér heima á íslandi, hvort mað- ur var með eða móti nasisman- Ræða Charchills. Forsætisráðherra Breta, Win- ston Churchill, hélt ræðu þá, sem boðuð hafði verið, að hann flytti 10. Maí, síðasliðið Sunnu- dagskvöld kl. 7. Var ræðunni útvarpað frá breskum útvarps- stöðvum. í uppbafi ræðu sinnar minnt- ist Churchill þess, að fyrir 5 árum hefði konungurinn falið sér að mynda stjórn, þjóðstjórn, sem notið hefði síðan stuðnings þingsins, þjóðarinnar og hersins í síðustu viku hefði komið í ljós, þótt stundum hefði oltið á ýmsu, að árangurinn af starfi stjórnar- innar væri góður, heimsveldi Breta væri styrkara og betur bú- ið undir framtíðina en fyrir 5 árum. Lýsti Churchill síðan ástand- intx í Maí 1940 og rakti síðan helstu atburði styrjaldarinnar. Kvað hann Breta hafa verið í mikilli hættu_ 1940 og 1941. Loftfloti Þjóðverja hefði haft geysigóða aðstöðu og kafbáta- hættan vei'ið ógurleg. Stjórn De Valera, sagði hann, hefði gert Bretum svo örðugt fyrir með því að loka fyrir þeim írskum höfn- um, að vel hefði getað riðið þeim að fullu. En vinátta Norð- ur-írlands, sem aldrei hefði brugðist, hefði bjargað. .Ekki hefðu Bretar þá gripið til ofbeld isverka gagnvart Irum. Oll beiskja, sem hann hefði borið til þeirra út af þessu máli, hefði þó horfið, er hann minntist hetju- legrar baráttu ýmissa íra, er get ið liefðu sér frægðarorð í breska hernum. Churchill kvað Roosevelt hafa óttast innrás í Bretland 1941. Rakti hann síðan alkunnustu at- burði styrjaldarinnar og lýsti undirbúningi innrásarinnar í Frakkland. Kvað hann Breta hafa lagt til % heraflans, sem barðist á meginlandinu, og breski flotinn hefði unnið aðal- starfið á Atlantshafinu, þar sem floti Bandaríkjanna hefði verið mikilvirkari á Kyrrahafi. Churchill minntist frægustu hershöfðingja Breta, marskálk- anna Alexanders og Montgo- mery’s, sem aldrei hefðu beðið ósigur, einnig minntist hann Eisenhowers lofsamlega, og sér- staklega færði hann bresku her- ráðsforingjunum persónulegar þakkir fyrir starf þeirra. Kvað hann samvinnu Breta og Banda- um. — Já, bara „smekksatriði“ — bergmálaði i „Verkam.“ — Slíkum ferst að álasa öðrum fyr ir stuðning við nasismann! ríkjamanna einstaklega góða og kvað heiminn í hættu, ef vinátta þeirra færi út um þúfur. Churchill kvað Breta þurfa enn að færa miklar fórnir í bar- áttunni við Japana. Þeim bæri skylda til að hjálpa Kína og Bandaríkjunum. Ástralía, Nýja- Sjáland og Kanada væru í hættu Þau lönd hefðu komið til liðs við Breta og þeir mættu ekki bregðast þeim. Churchill kvað sigurvegarana verða að sjá til þess, að lög og regla ríktu í heiminum og sú skipan, sem upp yrði tekin, mætti ekki verða á þann veg, að stærri ríkin gætu fótum troðið hin minni. THkynning Akureyri, 14. maí 1945 Sl. laugardag gaf ríkisstjórn- in út svofellt ávarp: „Undanfarna daga hafa Is- lendingar fagnað því, að bræðra þjóoirnar í Danmörku og Nor- egi hafa endurheimt frelsi sitt. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að minnast þessara gleðitíðinda með því að heita sér fyrir skyndi fjársöfnun í því skyni að styrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Er ætlunin að senda matvörur og klæðnað til Noregs og Dan- merkur. Hafa þegar verið gerð- ar ráðstafanir til að útvega skip til þessara flutninga. Söfnunin stendur aðeins yfir í tvær vikur eða til laugardagsins 26. maí. Ríkisstjórnin hefir skipað fimm manna nefnd til að annast fram- kvæmd málsins. í nefndinni eiga- þessir menn sæti: Gunnlaugur E. Briem, formaður, Birgir Thorla cius, Bjarni Guðmundsson, Flen- rik Sv. Björnsson og Torfi Jó- hannesson. Mun nefndin til- kynna almenningi allt, er varð- ar tilhögun söfnunarinnar. Rík- isstjórnin skorar á alla íslend- inga, að verða fljótt og vel við tilmælum hennar um fjárfram- lög“ Póstafgreiðslur landsins munu veita viðtöku peningum og fatn- aði og annast sendingu til lands- söfnunarinnar. F. Skarphéðinsson. T I L B OÐ óskast í miðstöð með ofn- um og leiðslum í 4 her- bergi. Til sýnis í Glerár- götu 1, uppi. Þórunn Kristjónsdóttir. Nasisminn DÁNARMINNING 1. Maí var skýrt frá því í er- lendum fréttum, að foringinn Hitler væri dáinn. Fregnum ber að vísu ekki saman um, hvernig dauða lians bafi borið að hönd- um. Má segja, að það skipti ekki miklu máli. Hitler er fallinn, og það er mikil blessun fyrir mann kynið. Heimurinn er hreinni á eftir, eins og enskt blað kemst að orði. Nasisminn er einnig fall inn úr veldisstóli. Hver smáfor- inginn af öðrum er tekinn hönd- um og settur í gæslu. Að líkind- um bíða þeirra allra sömu örlög þeir verða teknir af lífi, svo að þeir fá ekki framar, frekar en hin þokkalega fýrirmynd þeirra’, Hitler, að trakða rétti annara, pína, kúga, ræna, drepa eða drýgja álíka ódáðir, sem virð- ast hafa látið þeim öllum svo einstaklega vel og verið svo sam grónar eðli þeirra og hugsun. Nasisminn er fallinn, og það er ekki sýnilegt, að hann hefjist til metorða að nýju alveg á næst- unni. En það var trúa manna í forneskju, að menn væru endur- bornir. Hvort sem það er rétt eða ekki, er hitt víst, að.það er engin fáviska að láta sér til hug- ar koma, að stefnan geti risið upp á nýjan leik í nýju gervi. Það verður áreiðanlega reynt að læða nasismanum, sem á rætur sínar að rekja til villidýrseðlis- ins í manninum, inn í hugi manna undir einhverju yfir- skyni, og það er ekki fyrirfram víst, nema einhverjir bíti á agn- ið. En minning nasismans, þess- arar heimskulegustu, öfgafyllstu og ógeðslegustu stefnu,er nokkru sinni hefir verið boðuð í heim- inum, verður hest heiðruð með því að efla til vægðarlausrar og vitiborinnar andstöðu gegn hon- •um í hvaða mynd og hvaða gervi sem hann kann að skjóta upp kollinum. Þetta verða menn að gera sér ljóst þegar í stað. Eða trúir nokkur því, að hugarfar ís- lenskra nasista hafi tekið stakka skiptum, svo að nokkru nemi? Ætli þeir reyni ekki, eftir sem áður, að feta í fótspor foringj- ans og afla stefnu hans fylgis með nýjum ráðum? En það er okkur í sjálfsvald sett, livort nas isminn verður endurborinn eða ekki. x.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.