Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 15.05.1945, Blaðsíða 1
umaouruux == XV. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 15. Maí 1945 20 tbl. Sainherjar vorsins Líklega er alþýðu manna aldrei jafn ljóst hlutverk vor- yrkjumaniTSÍns, eins og á skift- um vðturs og sumars. Veturinh skilur eftir kalin sár, bognar bjarkir, brotin lönd og blásnar grundir. A þeim hrjáða vett- vang kemur voryrkjumaðurinn og hefur starf sitt í félagiwið sól og sumar. Hann fer græðandi höndum um allt, sem liðið hefir undan veldi vetrar og frosta, vökvar og sáir og hýr allt undir betri tírha. 1» stórurn dráttum er mynd voryrkjumannsins þannig í hug- um vorum, en innra með honum sjálfum dafnar ánægjan í starf,- inu, vonin um fegri tíma, og samkendin við gróandannl nátt- úrunni — verðmæti, sem eru hans einkaeign og menningai*- auki. — Verðmæti, sem enginn fær fulla hlutdeild í, nema sá, sem er þátttakandi í starfinu. Þess vegna er það, að jarð- yrkjuþjóðirnar eru yfirleitt á- nægðari, bjartsýnni, félagslynd- ari og hjartahreinni en þær, sem stunda rányrkju til sjávar, við- skifti án framleiðslu eða stór- iðnað. Samstarfið við móður náttúru við græðandi og fegr- andi störf, göfgar manninn og bætir. Þetta er algild regla. Skyld- ust henni er kennd verkamanns- ins, sem lítur yfir starf sitt á liðnum degi, og sér að það hef- ir þokáð áætluninni — upp- . byggingunni — fram á leið, og eygir fullkonmað verk nálgast stig af stigi. Hann finnur gildi sitt fyrir framþróunina. vaxa og' ánægjan yfir framgangi verks- ins dregur úr lúa og þrautum, sem erfiðið bakar honum. Hann er starfsafl nýsköpunarinnar. Það eru því engir hugarórar, þegar skáldið kýs sér sæti í járn- brautarlestinni milli bóndans og verkamannsins á þriðja far- rými, til að leita sálu sinni hvíld ar og endurnæringar hjá þess- ara stétta mönnum, eftir ys og glys,— arg og þvarg auðmanna- hverfa stórborgarinnar. Gegnum „erfiðismannsins hrjúfu hönd" finnur það til sín streyma „hjart- ans yl," sem í höfðingjasölunum „hvergi var að finna". Fimm ára funbulvetri styrj- aldar er slotað. Þjóðirnar flaka í sárum. Borgirnar brotn- ar. Hjörtun kalin af hatri og grimmd. Það er vor í náttúrunni — ómetanlega heppileg tilviljun, sem forðar hundruðmu þúsunda hrjáðrá manna frá kvól og kröm, sem ekki hefði orðið umfhiin ef styrjaldarlok hefðu átt sér stað að hausti til, eða á öndverð- um vetri. Voryrkjumennirnir hefja störf sín. Það stendur aldrei á hinni starfandi hönd alþýðunnar. Akrarnir verða sáðir. Borgirnar verða byggðar upp aftur smátt og smátt. En hvar og hverjir eru vor- yrkjumennirnir á sviði stjórn- málanna og samskifta þjóða á milli? Eru þeir — eða komast — í samræmi við vor og sumar í mannheimi? > Tekst þeim að græða kalsár heiftar og hefni- girni í sálum mannanna með græðismyrslum mannúðar og náungakæideika? Finna þeir gleði og gæfu voryrkumannsins í staríi því, sem rás viðburð- anna hefir kallað þá til að ynna af höndum? Bera þeir gæfu til að hafa sam- starf við fulltrúa þeirrar stéttar, er miðlar öðrum af „ylhjartans" gegnum hrjúfa hönd erfiðis- mannsins? Þannig spyrja þúsundirnar í dag — næstu daga og mánuði. Og þeir munu verða fleiri og fleiri á næstu mánuðum og ár- um, sem treysta alþýðu allra landa best til að skilja-hið sanna vor í mannheimi, komast í sam- starf við það, og græða þau sár, sem sárast blæða, og byggja upp lamað og niðurbrotið þrek þús- undanna, sem glatað hafa sálu sinni í gjörningaveðmm undan- farinna styrjaldarára. Þejrri al- þýðu^ sem hlýðir kalli martn- kærleika og bræðralags, virðir frelsisþrá einstaklingsins og sér- einkenni þjóðanna, en lætur ekki stjórnast af yfirdrottnun ein ræðisvaldans, sem hefir kúgun þjóðanna að framtíðarhugsjón og lokatakmarki. Samfelda dagskráin Imaí Útvarpið hefir nýlega tekið upp þá nýbreytni að flytja nokkurs konar yfirlitsþátt á Sunnudagsmorgna, yfir starf- semi útvarpsins næstu viku á undan. Helgi Hjörvar flutti þessa þætti fyrst í stað, en varð svo slysinn einu sinni, að deila á innflutta skrílsmenningu, sem mjög lætur hátt yfir sér síðari, hernámsárin, og sérstakir menn — jafnvel sérstakur stjórnmála- flokkur — virðast fagna sér- staklega og vilja efla á alla lund, en aðrir telja að 'verið liafi vel til fallið að gera hríð að henni — og meir en mak- legt. Hvað sem veldur, hvarf Helgi skyndilega frá þessum þætti, en aðrir „varkárari" hafa komið í staðinn. S. 1. Sunnudag hlýddi ég á þenna þátt hjá Ragn- ari Jóhannessyni og skal játa, að hann var áheyrilegur. Hafði hann gott eitt að segja um flest það, sem útvarpið hafði haft að bjóða tvær undanfarnar vikur, að mér skildist. Þar á meðal lét hann þau orð falla, að samfelda dagskráin síðari hluta dags 1. Maí, hefði tekist vel og náð til- gangi sinum. Ég efa það ekki að hún hafi haft sérstakan tilgang og náð honum, það sem hún náði, en, að minni hyggju, hefir tilgang- urinn verið sá, að blekkja al- menning um sögn og þróun frels- isbaráttu alþýðunnar í ýms.um löndum, enda ekki annárs að vænta af aðal-höfundi dagskrár- innar, sem þekktur er að skefja- lausum áróðri í útvarpinu í þágu sérstakrar stjórnmála- stefnu, sem byggir tilveru sína á múgæsingu og upphlaupum meir en á rólegu sta-rfi til fram- dráttar sínum' málefnum. Að vísu voru þetta kallaðir þættir, atriði, myndir eða , eitt- hvað þess háttar, en öll var bygg- ing dagskrárinnar sú, að auð- séð var, að til þess var ætlast, að fáfrótt fólk um þessa hluti átta alþýðunnar hefði verið há- tæki það þannig að frelsisbar- vaðasöm og keðja af upphJaup- um og múgæsingi. Og með þess- um aðförum hefði frelsið unn- i:l. Meiri blekkingu á staðreriid irm og sögulegum heimildum getur ekki. Það hefir verið hið þrotlausa starf vökumanna al- þýðu allra landa, sem fært hef- ir hana fet fyrir fet fram á braut þroska og menningar, sem að síðustu hefir fært henni mannréttindi og athafnafrelsi nútímans. Fram hjá þessu gekk samfellda dagskráin 1. Máí al- gerlega, og verður vart lengra komist frá réttu máli. Svo eitt dæmi sé tekið, skal þess getið að „föður jafnaðar- slefnunnar", eins og Karl Marx hefir oft verið nefndur, var ekki gert hærra undir höfði 1. Maí en það, að lesa upp smá gleps- ur úr ritum hans, þar sem hvatt er til óvenjulegra athafna, þeg- ar annað dugar ekki, en að engu getið þeirra firna af ritmáli, sem eftir hann liggur, þar sem frætt er um sosialismann og hvernig honum verður rudd brautin með friðsömu slarfi f jöldans, undir hand- •leiðslu vökumanna alþýðunnar, en ekki öskurapa. —O— Kommúnistar stjórna vel Á aðalfundi KRON fyrir skömmu upplýstist það ein- kennilega fyrirbrigði í verslun- arrekstri, að þrátt fyrir það að félagsmönnum hafði fjölgað á sl. ári upp undir 1000 manns, hafði umsetning félagsins lækk- að um^röska milljón króna. Það lítur fyllilega út fyrir það, að þeir hafi verið heldur „slappir" viðskiftavinirnir, sem kommún- istar létu Guðberg smala inn' í félagið. o—o Leiðrétting Maður skyldi ætla að friðar- víman hefði verið farin áð stíga þeim til höfuðsins, sem lögðu hónd að síðasta blaði, því í því komust of margar og meinlegar villur gegnum höndur prófarka- lesara og prentaranna. Regin- villan var sú, að vörusala Kaup- félags Verkamanna Akureyrar sl. ár var talin % milljón króna, en átti að vera tæp 600 þúsund króna. Þá var skírnarnafn for- sætisráðherra Breta úr lagi fært, en rétt er það Winston. Þá var heiti Akureyrar í augl. Gagn- fræðaskólans ekki rétt stafselt. Þetta allt leiðréttist hér með, og góðar vonir um að allt starfs- kerfið við blaðið verði í besta lagi í framtíðinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.