Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 26.06.1945, Qupperneq 1
ftlþíjíiumcii) uriuu XV. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 26. Júní 1945 26. tbl. „Flokkurinn1. „Margt kemuE upp þá hjúin deila“ segir gamall, íslenskur málsháttur. Það kemur líka ým- islegt fram í dagsljósið, þegar í odda skerst með fólki, sem máske virðist í fljótu bragði ekki mikils vert, en sýnir í raun og veru höfuð stefnumið ein- staklinga og flokksheilda í mjög skýru ljósi. í deilunum í Kaupfélagi Sigl- firðinga ber ekki — móts við annað — mikið á einni setningu, sem höfð er eftir kommúnista- meirihlutanum í stjórn K. S. þegar hann rak framkvæmda- stjóra félagsins frá starfi hans. Framkvæmdastjórinn á að hafa spurt af hvaða ástæðum hann væri rekinn — og það ekki að ástæðulausu myndi margur ætla Sakir voru engar á hendur mann inum, en brottreksturinn var rétt lættur með því, að í þessu starfi þyrfti að vera maður, sem flokk- urinn treysti — sem FLOKKUR- INN treysti. — Það virtust ekki vera hagsmunir Kaupfélagsins, ekki réttindi mannsins, sem að var spurt. Það var „flokkurinn“. Hvaða flokkur vita allir. Þeir menn, sem ekki hafa átt- að sig á því hvað hér liggur á bak við, hlæja að svona skilgrein ingu á hlutunum. En hér er full- komið alvörumál á ferðinni. — Hvorki meira né minna en átök milli flokkseinræðis öðru megin og einstaklingsréttar og lýðræð- is hinumegin. Þessi átök eru byrjuð í verk- lýðshreyfingunni síðan kommún istar komust þar til valda. Svo langt er þetta farið að ganga að ekkert er skeytt um lög Alþýðu- sambandsins. Lög um stéttarfé- lög og vinnudeilur eru þverbrot- in og einslaklingsréttur eða á- kvarðanir einkis virtar. Allar aðgjörðir Alþýðusambandsins eru nú miðaðar við það eitt að stjórn þess fari með allt vald verklýðsfélaganna, og verkalýð- ur landsins verði hugsunarlaus, ákvarðananna og auðsveipur fjöldi, sem einræðishönd „flokks ins“ stjórnar eftir geðþótta með hag hans fyrir augum. Og það væri synd að segja að „foringj- arnir“ fari dult með þetta. — Verkam. 10. þ. m. sagði að þar sem kommúnistaflokkurinn væri „stærsti“ flokkurinn á Siglufirði hefði hann rélt til að stjórna K. S. burtséð frá því þó aðrir flokk ar samanlagt væru fjölmennari í félaginu. Það verður ekki fjöl- yrt frekar um þá hættu, sem að félagásamtökum alþýðunnar steðjar vegna þessa og hver fleiri öfl eru hér að verki. En tími mun vinnast til að ræða það síðar. Erlendar fréttir PÓLLANDSMÁLIN Réttarhöldin í Moskva yfir Pólverjum þeim, 16 að tölu, sem Rússar handtóku síðastliðinn vet ur, er þeir komu til samninga við þá, hafa skipað mikið rúm frétt- anna síðastliðna viku. Réttar- höldunum er nú lokið, og hefir dómur verið upp kveðinn. Nið- urstaða dónisins var sú, að einn (Okuli(Jci hershöfðingi) var dæmdur til tíu áx-a fangavistai', einn í átta ára fangelsi, 2 í finnn ára, 8 hlutu 4—18 nxánaða fang- elsisdóm, 3 voru sýknaðir, en máli eins er ólokið vegna veik- inda hans. Þykjast Rússar hafa sýnt linkind mikla og telja þessa einstöku mannúð sína stafa af þeim nxikla sigri, er þeir hafa unnið í styi'jöldinni. Hitt er svo annað mál, að margir líta þessi málafeidi allt öðrum augum en Rússar. Fréttir þær, sem borizt hafa af í'éttarhöldunum, eru mjög einhliða, því að allar eru þær frá Rússum kortfnar, en þar í landi er mjög nákvæm ritskoð- un. Má því vera, að síðai', þegar nákvæmari fréttir berast, komi ýmislegt í ljós, sem nú hefir ver- ið látið liggja í þagnargildi. Að alásökun Rússa á hendur Pól- verjurn þessum er sú, að þeir hafi unnið spellvirki gegn Rauða hernum og haft samvinnu við Þjóðverja. Segja Rússar, að ýms- ir sakborninganna hafi játað þetta og kvaðst hafa gterl þetta samkvæmt fyrirmælum pólsku stjómarinnar í London. Pólska stjórnin í London hefir hins veg- ar algeidega mótmælt þessum á- sökunum, og hlýtur því annar- hver aðilinn að fara með ósatt mál, og verður hver að trúa því, sem honum trúlegast þykir, á þessu stigi málsins. Pólska stjórn in í London hefir lýst því yfir að hún. muni skjóta málum þess- um til Churchills, foi'sætisráð- herra Breta, og Trumans forseta Bandaríkjanna. Er ekki kunnugt lum, hvernig þeir líta á málin eða hvort þeir muni fara fram á náðun Pólverjanna. Sennilega er það engin tilvilj- un, að samtímis réttarhöldunum var stödd í Moskva nefnd Pól- verja, sem semja átti um nýja pólska ríkisstjórn, er við tæki af. pólsku stjórninni í London og Lublinnefndinni. Hefir nú náðst samkomulag, og er búist við, að stjórn sú, er mynduð verður, verði viðurkennd af Bretum og Bandaríkjamönnum, jafnskjótt og hún hefir lýst því yfir, að hún muni stofna til almennra kosn- inga í landinu. NÝ STJÓRN í NOREGI Norska stjórnin, sem aðsetur hafði í London á styrjaldarárun um, lýsti því yfir, aður en hún flutti til Noregs, að hún mundi leggja niður völd, sköminu eftir að hún hefði flutt til landsins Nygaardsvold, forsætisráðherra lét ekki sitja við orðin tóm, held ur lagði niður völd, þegar Stór þingið hafði verið kvatt saman Konungur.fól þá Paal Berg, for seta Hæstaréttar í Ósló, að nxynda stjórn, en tilraun hans til stjórnarmyndunar nxistókst vegna andstöðu hægri manna Lögðust þeir eindregið á móti því, að tveir liinna gömlu ráð herra, Tiygve Lie og Oscar Torp ættu sæti í nýju stjórninni. Eftir þessar nxálalyktir var Einar Ger hardsen, formanni norska A1 þýðuflokksins, falin stjórnar myndun. Tókst Gerhard tilraun in, og hefir hann lagt fram ráð hei-ralista sinn. í stjórninni eiga sæti 6 Alþýðuflokksmenn, 2 Gleymdi „smekks- atriðinu44. Undir þVí yfirskyni að hann væri að halda fi'æðilegan fyrir- lestur um rússneska skáldið og rithöfundinn, Maxim Gorki, flutti Halldór Kiljan Laxness ó- svífna áróðursræðu í útvarpið 18. þ. m., þar sem hann gaf Rússurn lofið og dýrðina fyrir að tekist hefir að standa yfir moldurn nasismavillidýrsins, sem Hitlrn- var persónugerfingur fyrir. Taldi hann að það hefði verið sál Gorkis, sem hefði starfað gegnum rússnesku þjóð- ina og ráðið niðurlöguixi nasism- ans, þar sem lýðræðisþjóðirnar í vestri hefðu daðrað við hann og veitt villinxennskunni bi'aut- argengi. En Laxness gleymdi alveg einxx atriði þessara mála - daðri Stalins við nasismann, vináttu- samningnum fræga við Hitlers- Þýskaland og stuðningnum við það til að ráðast á lýðræðisríkin í vestri. Var sál Gorkis líka, þar að vei'ki? Og var það líka sál Gorkis, sem fyllti Laxness og alla kommún- istahalarófuna hér úti á íslandi þegar þeir fundu það upp, að það væri bara „smekksatriði“ hvort maður væri með eða móti nasismanum? kommúnistar og 7 ráðherrar frá Vinstriflokknum, Hægriflokkn- um og Bændaflokknum. Trygve Lie er utanríkisráðherra og Os- car Torp er landvarnarráðherra. Aðrir ráðherrar voru ekki kunn- ir stjórnmálamenn fyrir stríð, en hafa getið sér nxikinn orðstír í baráttunni á styrjaldarárunum og sumir setið í fangabúðum Þjóðverja. Hinnar íxýju stjórnar bíður mikið starf og erfitt, en væixtanlega reynist hún verki sínu vaxin. Vér íslendingar fögn um því, hve virðulega norska þjóðin liefir komið fram í styrj- aldarlokin og fylgt fast réttar- venjum lýðræðisins. Hefir sómi hennar aukiitt exxn við það, þó að sleitulaus barátta hennar við of- ureflið og kúgun nasismans hafi raunar áður varpað ljóma á nafn Noregs um allan heim. x.. /

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.