Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.07.1945, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þiðjudaginn 10. Júlí 1945 „Burt með áfengið“ Það er ekki að undra þótt þessi krafa: burt með áfengið, heyrist nú all víða, ég mörgum sé það blöskrunarefni að hér þurfi að ríkja óöld vegna drykkjuskapar þjóðarinnar og eyðslu samtímis því, sem hafið er starf til að græða stærstu sár nágrannaþjóðanna eftir slotun hins tryllta hildarleiks. Og engu minni undrun vekur það, að sam tímis því, sem gert er ráð fyrir hækkandi tekjum ríkissjóðs af stórvaxandi drykkjuskap al- mennings, skuli henni vera boð- uð minkandi útdeiling matvæla, og þegar sé orðin þurð á t. d. sykri, sem gerir þjóðinni ókleyft að notfæra sér hollar og ódýrar fæðutegundir eins og rabarbara, ber o, fl., sem náttúran færir oss upp í hendur, víða að kostnað- arlausu. Það fer ekki hjá því að herópið — Burt með áfengið — hljóti að verða háværara og sterkara með hverjum mánuði sem líður. En athafnir þurfa að fylgja. Nýafstaðið Stórstúkuþing samþykkti eftirfarandi ályktan- ir: „Fertugasta og fimmta þing Stórstúku íslands lítur svo á, að áfengisneysla landsmanna sé orð ið sjúklegt fyrirbæri, sem þrátt fyrir alla fræðslu og bindindis- starfsemi bæði Reglunnar og annara bindindismanna í land- inu, ágerist stöðugt, og áfengis- sala ríkisins sé sá smánarblettur á menningu þjóðarinnar, að þessu verði ekki unað, og þar sem komið hafa fram fjölmarg- ar áskoranir frá umdæmisstúk- unum bæði sunnan lands og norð an, fjölmennum einstökum stúk- um, bæjarstjórnum og ýmsum fundum og félagasamtökum manna, er allar krefjast skjótra og markvissra aðgerða, þá leyn- svefnpurkum stóð jafnvel stugg- ur af. Hann var kjörinn heiðurs- félagi Iðnaðarmannafélagsins 1935 og heiðursborgari Akur- eyrar sama ár og ánafnaði bæn- um samtímis bókasafn sitt að sér látnum. Hann var sæmdur stórriddara-krossi fálkaorðunn- ar. Oddur var kvæntur Ingibjörgu Benjamínsdóttur frá Stóru-Mörk í Laxárdal og lifir hún mann sinn 86 ára ásamt einni dóttur og þrem sonum. Æfistarfa Odds Björnssonar mun lengi geta hér í bæ á sviði menningar oy félagsmála, þótt tíminn sé fljótur að breiða yfir störf brautryðjandans og spor, gengin landi og lýð til frama og velfarnaðar. ir það sér ekki, að það er vilji mikils hluta landsmanna að reistar verði skorður hið allra bráðasta gegn þessum þjóðar- voða, sem áfengisneysla og sala þjóðarinnar er orðin. Stórstúka íslands samþykkir því: 1. Að taka upp markvissa, á- kveðna og skipulagða bar- áttu fyrir algeru banni á innflutningi og sölu alls á- fengis. 2. Að krefjast þess, að sú und- anþága frá áfengislöggjöf þjóðarinnar, er leyfi tilbún ing áfengra drykkja og sölu að einhverju leyti, sé tafar- laust numin úr gildi. 3. Að krefjast þess, að stjórn- arvöld landsins láti lögin um héraðabönn koma taf- arlaust til framkvæmda. 4. Að það sé rækilega brýnt fyrir templurum á öllum stígum Reglunnar að vinna eindregið að því, að komist geti á sem allra fyrst áfeng- isbann í landinu. 5. Unnið verði að því frá Regl unnar hálfu, að sameina alla þá krafta utanreglu- manna í landinu, sem fáan- legir eru, til markvissrar samvinnu um algert áfeng- isbann. 6. Að krefjast þess af stjórn- arvöldum landsins, 1) að komið verði tafarlaust og algerlega í veg fyrir allar áfengisveitingar á félaga- samkomum og öllum al- mennum mannfundum og skennntunum, 2) að allir embættismenn þjóðarinnar setji hið ákjósanlega for- dæmi um reglusemi í hví- vetna og skyldurækni til viðhalds góðum siðum í landinu, og að alvarleg brot gegn slíku varði em- bættismissi.“ (Framhald.) o—o Frá Alþýðublaðinu Listi yfir alla farþega með „Esju“, frá útlöndum, var birt- ur í Alþýðublaðinu sl. Sunnu- dag. Blaðið fæst á afgreiðslunni, Lundargötu 5 og á útsölustöðun- um. Næstu daga birtast í blaðinu frásagnir sendimanns þess. V. S. V., sem fór utan til að kynna sér ástandið þar og rita niður alt eögulegt í sambandi við ferð , .Esju“ að heiman og heim. Verð ur þessi frásögn sjálfsagt fróð- leg og skemmtileg því fáir segja betur frá en V. S. V. GUÐRÚN Á. SÍMONAR hin unga, glæsilega söngkona, hafði konsert í Samkomuliúsinu í gærkvöldi. Á söngskránni voru 11 lög — 8 eftir erlenda höf- unda, 3 eftir íslensk tónskáld. Húsið var fullskipað áheyr- endum, sem tóku söng ungfrúar- innar með ágætum og varð hún að syngja þrjú aukalög. Snill- ingurinn Fritz Weisshappel að- stoðaði og átti sinn góða þátt í hve hljómleikarnir voru glæsi- legir. Er ekki að efa að hér er á ferðinni söngkona, sem á glæsi- lega framtíð fyrir höndum, en, eins og kunnugt er, er hún enn byrjandi í listinni og ung að aldri. Ungfrúin endurtekur konsert- inn í kvöld, á sama stað og tíma og í gær. Vill blaðið eggja sem alli’a flesta bæjarbúa á að sækja hann og launa þannig hin- um góðu gestum komu þeirra hingað. Hið óhamingjusama Póilauð Niðurlag. Ástandið í héruðunum vestan Curzon-línunnar er að nafninu til öðru vísi í framkvæmdinni en austan hennar. Rússar viður- kenna þessi landsvæði sem pólskt land, en til þess að stjórna þar hafa þeir komið á fót sér- stakri stofnun með pólsku nafni, pólsku þjóðfrelsisnefndinni í Lublin. Hún er ekki skipuð Rúss um, heldur aðallega af pólskum kommúnistum. En meginþorri allra íbúanna, er viðurkennir pólsku stjórnina í London sem hið eina lcglega yfirvald, neitar að hlýðnast skipunum „þjóð- frelsisnefndarinnar“. Undir slíkum kringumstæðum getur „þjóðfrelsisnefndin“ aðeins haldið valdi sínu með síauknum ógnum, með aðstoð síns eigin „þjóðvarnarliðs“ _eða rússnesku stjórnmálalögreglunni. (N. K. V. D.). Ofsóknum er fyrst og fremst beitt gegn heimahernum pólska og leynilegu frelsishreyfingunni sem komið hefir verið á af pólsku stjórninni á hernáms- tímum Þjóðverja. Þeir, sem ekki vilja vinna Lublin-nefndinni trúnaðareið, eru sakaðir um að vera fasistar eða „stríðsglæpa- menn“ og settir í fangabúðir. Reyndin verður sú, að þessi á- kvæði ná til allra starfandi þjóð- ræknra íbúa, sem taka virkan þátt í starfi frelsishreyfingarinn- ar, en henni er stjórnað af pólsku stjórninni í London. Tala hins handtekna fólks nemur tug- um þúsunda. I Lublin-héraðinu einu rúmlega tuttugu og eitt þús- und. Til þess að koma öllum hinum handteknu í fangabúðir, hefir ekki nægt að nota hinar þýsku fangabúðir, t. d. hinar illræmdu fangabúðir í Majdanek, heldur hefir orðið að koma upp nýjum, og hafa nokkrar Jieirra verið teknar í notkun nú fyrir skömmu Omenningin í fangabúðum þess- um sést best á þeirri staðreynd, að í Krzeslin-fangabúðunum, sem eru austur af Warsjá, hafa fangarnir orðið að hafast við niðri í skurðum, sex feta djúp- um. Þar hefir þeim verið haldið í myrkri og hnédjúpu vatni. Ný- lega hafa nokkur þúsund manna úr þessum fangabúðum aðallega liðsforingjar úr heimahernum og embættismenn leynilegu frelsisbreyfingarinnar, verið sendir í útlegð til Kazan og Ria- zan í Rússlandi. Allar þessar hörmungar geta þó ekki brotið á bak aftur vilja fólksins til þess að láta í Ijós skoðanir sínar. Þegar Mikolaj- czk var í heimsókn í Moskvu síðastliðið haust voru hengd upp spjöld í Lublin, þar sem þess var krafist, að yfirstjórn hinna pólsku landsvæða yrði fengin í hendur pólsku stjórninni í Lon- don. Svarið við þessum kröfum var það, að Lublin var lýst í um- sátursástandi og fjöldahandtök- ur færðust í aukana. Þannig er ástandið nú í hinu frelsaða Póllandi. Allir hljóta að sjá þann reginmpn, sem er á yfirstjórninni þar og í Belgíu og Frakklandi. — Þetta var ritað stuttu eftir síð- ustu áramót. Þeir, sem hafa fylgst með atburðunum í Pól- landi síðan, vita að ástandið hef ir stórversnað síðan, og yfir- gangur Rússa virðist engin tak- mörk eiga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.