Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 21.08.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 21. Ágúst 1945 I I y Frá barnaskólanum | ývi Barnaskóli Akureyrar tekur til starfa laugardaginn 1. sept- 1 y ember n. k. kl. 10 árd. Mæti þá öll 7, 8 og 9 ára börn I (fædd 1936, 1937 og 1938). | rir I Foreldrar, sem þurfa að fá undanþágu um tíma fyr börn, sem eru í sveit, hafi tal af skólastjóranum dagana i 30. og 31. ágúst kl. 1-—3 s. d. Skólastjórinn. á 1 iiniiiiiiiiiiiii ■ 11 ■ ■ i ■ 1111 ■ ..... 11111111111111111111111111111 Jan Karski: i Glóðu Ijáir, geirar sungu Saga leynistarfseminnar í Póllandi Þetta er fyrsta frásagan, sem rituð hefir verið af sjónarvotti og þátttakanda um leynistarfsemina í Póllandi. lan Karski starfaði í fjögur ár sem leyni- legur erindreki og hraðboði leynistarfseminnar og kynntist af eigin raun handtökum og pyndingum Gestapo — Bókin er lcomin í bókaverzlanir og kostar aðeins kr. 18.00. iiiiiiiiiiiiiiiiii Stetna óreska stjórnarinnar Breska þingið kom saman til fundar Miðvikudaginn 15. Ág. í fyrsta sinni eftir kosningar. — Georg 6. Bretakonungur setti þingið. í hásætisræðu sinni lýsti kpnungur að vanda stefnu stjórn arinnar og skýrði frá lielstu fyr- irætlunuru, er hún hefir^á prjón- unum. Af ræðu konungs verður það ljóst, að breska stjórnin hef- ir ekki hugsað sér að sitja auð- um höndum. Vandamálin, sem leysa þarf, eru fjölmörg. Stjórn- in er kosin til þess að koma á nýrri skipan í ensku þjóðlífi, og af ræðu konungs má marka, að hún hefir fullan hug á því. Stefna stjórnarinnar er í aðalat- riðum: aukið ríkiseftirlit og rík isrekstur. Kolanámurnar, sem mikill styr hefir jafnan staðið um, verða þjóðnýttar. Kolafram leiðsluna verður að auka gífur- lega í vetur, og er búist við, að verkamennirnir muni fúsir að leggja á sig aukið erfiði, þegar þeir eiga í vændum, að breytt verði til batnaðar um rekstur námanna. Englandsbanki verð- ur þjóðnýttur. Sett verða lög um ríkiseftirlit með iðnaði landsins Ný félagsmálalöggjöf (sennilega í líku gervi og Beveridge-tillög- urnar) verður samin. Ráðstaf- anir verða gerðar til þess að auka húsasmíði og bæta á ann- an hátt úr húsnæðisvandræðun- um. Heimflutningi hermanna úr Asíu verður hraðað, Indlands- málin verða tekin nýjum tökum og San-Fransisco-sáttmálinn lagður fyrir þingið til samþykkt ar. Af þessu er ljóst, að stjórnin hyggst mikið fyrir, og væntan- lega tekst henni vel að ráða fram úr vandamálum þeim, senr að bresku þjóðinni steðja. Stjórn breska Verkamanna- flokksins hefir sterka aðstöðu. Hún lagði stefnu sína undir dóm þjóðarinnar, og þjóðin lét ekki standa á svarinu, og svar á Akranesi og á hann að vera tilbúinn fyrir vertíð og auk hans hefir verið samið um smíði á öðrum bát þar, þegar hinum fyrri er lokið. Yfirleitt má segja að mikill stórhugur sé í Akranesingum almennt á sviði útgerðarmál- anna, eins og viðleitni þeirra til hinna miklu bátakaupa bendir til.“ Það er hréssandi að fá íréttir eins og þessar, en sjáifsagt kom- ast þær ekki inn um lokuð eyru bæjarstjórnaríhaldsins á Akur- eyri. hennar var skýrt og ótvírætt, enda þótt miklum áróðri væri beitt af andstöðuflokkunum og atiðjöfrunum bresku. Aðstaða stjórnarinnar er enn sterkari fyr ir þá sök, að aðeins einn flokk- ur stendur 'að henni. Verka- mannaflokkurinn þarf engin hrossakaup að gera við aðra flokka. Hann þarf ekki -— af til- litssemi til rniður heiðarlegra samstarfsmanna — að hvlma yf ir lögbrot og önnur óhæfuverk óknyttasams braskaralýðs. Hún mun ekki lyfta gömlurn (og ef til vill splunkunýjum) nasistum lil æðstu valda við þá nýsköpun, er hún hyggst að koma á. Hún lítur ekki á það sem hlutverk sitt að bjarga stríðsgróðanum fyrir breska auðvaldið og gera það öruggt í sessi. Breski Verka mannaflokkurinn gerir yfirleitt enga samninga við rotinn lýð rot ins þjóðfélags. Hann einn ræð- ur stefnunni í Bretlandi. Gætum vér íslendingar ekki eitthvað af þeim lært? Ég iíka „Allir vilja piltarnir eig’ ana“ má segja um bresku Al- þýðuflokksstjórnina. Menn kann ast við hve mikla áherslu komm- únistar hafa lagt á það, að eigna sér hluta af fylgi Alþýðufiokks- ins í síðustu kosningunum og hve fjálglega þeir hafa núið sér upp við nýju stjórnina. Nú koma Framsóknarmenn, engu minna áfjáðir í að þakka bresk- um samvinnumönnum um kosn- ingasigurinn, og „Dagur“ er stórhneykslaður yfir því van- þakklæti, sem fram hefir komið í skrifum blaða hér á landi um kosningarnar, að samvinnumann anna skuli að engu getið. Marg- ir mundu nú geta bent á, að ef að kommar og Framsókn geta gert sig breið á þessum vett- vangi, myndi íhaldið, með góðri samvisku, geta bent á sig, sem eitt í hópnum. Ekki voru þeir svo fáir, fyrrv. kjósendur íhalds flokksins, sem fóru yfir til Al- þýðuflokksins í kosningunum. Fer líklega svo að þessir hátt- virtu þrír flokkar hagræði mál- um þannig, að reyndar hafi það nú verið þeir, sem komu Al- þýðuflokknum að í Englandi! —O— ,,Verkamanns“- fjólur Verkamaðurinn fyrra Laug- ardag var einn af þeim skrautlegri, sem út hefir komið nýlega. I fyrsta lagi segir hann frá því, að konnnúnistaflokkurinn í Englandi hafi stutt Verkamanna flokkinn af alefli í kosningun- um um daginn. Því til sönnunar getur hann þess, að eina þing- sætið, sem kommúnistaflokkur- inn vann til viðbótar því, sem hann átti áður, hafi hann unnið af Verkamannaflokknum. Rök- fastur, Rósberg! Þá segir „Verkam.“ að úti- lokunarákvæðið í samningum verklýðsfélaganna og atvinnu- relcenda, sé „hyrningarsteinn“ verklýðshreyfingarinnar. Hann er vel að sér í þróunar og vaxtar sögu verklýðshreyfingarinnar, Rósberg! í þriðja lagi segir hið heiðr- aða blað, „Verkam.“, að hann ætli ekki að fara að „skemmta skrattanum“ með því að fara að reyna að verja Félagsdóm fyrir meðferð hans á máli því, sem rætt hefir verið í undanfarandi blöðum Alþýðumannsins. Jæja — innan um og saman við — er honum þó ekki alls varnað, Rós- berg! MARY O’HARA: Trygg ertu Toppa Þýðandi Friðgeir H. Berg. Bókaútgáfan Norðri h.f. Hér er sérstæð saga á ferð. 320 blaðsíða bók, þar sem höf- uð persónurnar eru drengur og tryppi. Ástarsaga á sína vísu og fjallar um þann eðlisþátt manna og dýra, sem ekki er verið að hampa framan í mann daglega. Túlkunin á söguefninu er held- ur ekki hversdagsleg þó hún sé sönn og hispulslaus. Að öðru leyti verður söguþráðurinn elcki rakinn hér. Meðferð höf. á hon- um er meginþáttur sögunnar en ekki efnið sjálft. Það kemur þá líka af sjálfu sér, að það verður aðeins sérstakur hópur lesenda, sem íinnur unun í að lesa þessa bók, og maður freistast til að halda, að henni sé varpað á ís- lenska tungu og hún gefin út til að fylla upp tilfinnanlegt skarð í íslenskar bókmenntir. Islensk- • ir sagnaritarar og skáld hafa lít- ið-áð því gert að gera sér yrkis- efni úr viðskiptum manna og hesta og er það því undarlegra, þar sem hesturinn hefir frá ó- munatíð verið tryggur förunaut- ur mannsins, og ekki all sjaldan verið innilegt og náið samband sálarlegs eðlis milli þessara förunauta. Fer ekki hjá því að hestavin- um — og reyndar öllum dýra- vinum — þyki fengur að þessari bók, sem hefir þessi mál í æðra veldi, ef svo mætti að orði kom- ast. Þýðandanum virðist hafa tekist mæta vel að halda aðal- gildi sögunnar og málfar lians og stíll er engin handahófs eða hundavaðs framleiðsla. Bókin er rituð á kjarngóðu, hispurs- lausu máli, sem er kostur hverr- ar bókar. Von er á framhaldi sanrskon- ar útgáfu hjá bókaforlaginu. — Sýnir það trú útgefenda á smekk fólksins* og löngun til að bjóða íslenskum lesendum annað og meira en værnið sagnarugl, þar sem kynórar lágmenningarfólks er uppistaðan og list í stíl og málfari engu göfugri tegundar. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar og sá þáttur útgáíunnar leystur af hendi með prýði. A. B. C. ★

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.