Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 25. Sept. 1945 Föðursystir okkar Kristjana Jónatansdóttir andaðist að heimili sínu, Gránufélagsgötu 18, Mánudaginn 1. Október. Gerður Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hlín Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir. Hver er aó nefna mig? Fyrirspurn iðnverkamannsins í síðasta blaði hefir komið dá- lítið við taugar höfuðsmanna skóverksmiðjanna hér. Hr. Jab- ob S. Kvaran stekkur flaumósa í „ísl.“ til að tilky nna að ekki sé átt við sig, og þykist hafa það eftir ritstjóra Alþm., að áður- nefnd fyrirspurft eigi við verk- sm. Iðunn. Þött Kvaran sé af skáldakyni, hefði hann vel mátt láta vera, að hafa það rangt eft- ir ritstj. Alþrn., sem þeim fór á milli, enda var honum sagt að fyrnefnd fyrirspurn hefði borist blaðinu áður en hr. Kvaran birti auglýsingu sína, á hverja hann tilkynnir nú að tveir menn hafi bitið, en báðir virðast hafa snúið frá eins og þeir komu. Þá hefir blaðinu borist frá yfir- manni verksmiðja S. I. S. hér á staðnum eftirfarandi „SYAR VIÐ FYRIRSPTJRN í Alþýðumanninum 25. þ. m. er grein með fyrirsögninni „Hver getur svarað því?“ — Er þar gerð tilraun til að læða þeirri hugsun inn hjá almenn- ingi, að verið sé að auglýsa eft- ir fólki til iðnstarfa, til þess síð- ar meir, að geta haldið því fram að ekkert fólk hafi fengist, og í skjóli þess, flytja inn erlent verkafólk. í smá-yfirlýsingu frá J. S. Kvaran, í íslendingi 28. f. m., er þess getið eftir viðtali við rit- stjóra Alþýðumannsins, að átt sé við Skinnaverksmiðjuna Ið- unni, í áminnstri grein. Greinarhöfundi til upplýsinga skal þess getið, að „Iðunn“ hef- ir ekki auglýst eftir verkafólki nú. Eigi að síður hefir verk- smiðjan ráðið til sín nokkra menn og konur nú í haust, en aðallega til að fylla í skörð þeirra sem hætt hafa störfum í verksmiðjunni. Iðunn, eins og að'rar starfsgreínar Sambands- ins hér, gætu bætt við sig tals- verðum hóp af verkafólki, kon- um og körlurn, ef vissar greinar í starfseminni væru skipaðar fólki sem væri fullnuma í við- komandi starfsgreinum. Til þess að svo geti orðið hefir verið leit að eftir við íslensk stjórnarvöld, að fá innflutt nokkuð af erlendu iðnlærðu fólki, einkum kven- fólki, en þegar þetta er ritað, liggur ekki fyrir leyfi um þenn- an innflutning eða nein vissa fyr ir að erlent verkafólk fáist til að flytja hingað. Með þessum línum vildum við því aðeins leiðrétta þann misskilning hjá greinarhöfundi j Alþýðumannsins, að með inn- flutningi á erlendu iðnlærðu fólki, væri verið að rýra atvinnu möguleika bæjarbúa hér. Með slíkri ráðstöfun teljum við. það gagnstæða mundi vinnast, að- staða muni skapast til að bæta við talsverðum fjölda af konum og körlum til samræmingar í binar ýmsu starfsgreinar iðnað- arins. Það er því fullkomlega á van- þekkingu og misskilningi byggt hjá greinarhöfundi Alþýðum., að reynt hafi verið að skapa tylliástæður til afsökunar á því, að flytja inn erlenda verka- menn. Fulltrúaráð félags verk- smiðjufólks hér á staðnum mun hafa fengið þessa umsókn frá ráðuneytinu til umsagnar, og er eigi vitað annað en það hafi litið á hana með velvilja og full- um skilningi á aðstöðu verk- smiðjanna í þessu efni. Með þesum línum teljum við oss hafa gefið greinarhöfundi Alþýðumannsins nokkra skýr- ingu á því sem hann vildi vita. A. Þ.“ Þao ccni þó hefir hafst upp úr fyrirspurninni í Alþýðum. er það, að verðsmiðjur S. I. S. eru á veiðum eftir erlendu fólki til að vinna við verksmiðjurnar. Og þótt A. Þ. segist gera þetta fyrir íslenska verkafólkið, virð- ist engin ástæða til að taka þeim ráðstöfunum, sem sérstökum gleðiboðskap. Og manni liggur þá lílca við að spvrja, hvers vegna verksmiðjurnar eru ekki, með langri starfsemi, búnar að ala upp sitt „fag“-fólk? Og hve erviðlega þeim gengur ~ einkum Iðunni — að halda í það fólk, sem hefir fengið æfingu í starf- inu, einmitt á þeim tíma, sem fólkið streymir í iðnaðinn ann- ars staðar og virðist una hag sínum vel Stðlka óskast til hjálpar í góðu húsi fyrri hluta dags. — Getur fengið herbergi. Vinnan vel launuð. — Ritstj. vísar á. Söngskemmtun Birgis Hall- dórssonar fyrra Miðvikudag var hin ánægjulegasta. — V söng- skránni voru 13 lög eftir erlenda höfunda og 4 eftir íslensk tón- skáld. Varð söngvarinn að end- urtaka mörg af lögunum og syngja aukalög. Einnig bárust honum blóm. Við hljóðfærið var ’.r. V. Urbantschitseh. *r „Djöfulsins vé!abrðgð“ B. ritar afar kynlega grein í „Islending“ nýlega og átelur mjög harðlega þá spillingu, sem hann telur fara vaxandi í opin- beru lífi. Kemur þetta því skríti- legar fyrir sjónir, þar sem einn af innstu koppum í biiri bur- geisaflokksins á hlut að máli, og ætti því að hafa nasasjón af j hinu og þessu misjöfnu á þessu sviði. En B. virðist standa sem steini lostinn og ber sig aumlega fyrir hönd síns flokks. Verða skrif hans trauðla skilin á annan veg en þann, að flokkur hans sé sem stendur í trölla höndum og fái við ekkert ráðið. Kommúnistar hafi vélað hann til samvinnu við sig og framkvæmi nú sín „djöf- ulsins vélabrögð“ í opinberu lífi, meir og minna á kostnað Sjálfstæðisins og því til álits- hnekkis og óþurftar á ýmsa grein. Veslings sjálfstæðið og for- ingjar þess! Þessi hrekklaúsu börn og gæðasálir, sem hafa verið afvega leiddir og vakna nú upp við vondan draum og meiga sig hvergi hreyfa, læstir í járngreipum spámanna gulu siðfræðinnar í opinberum mál- um! Áframhaldandi tryggingar Eins og getið er á öðrum stað í blaðinu, standa sjómenn í verkfalli við Eimskipafélagið og Ríkisskip. Nýskeð sendu ell- efu stéttarfélög sjómanna Félags málaráðuneytinu ávarp, þar sem það er rökstutt að kröfur sjómanna um áframhaldandi tryggingar við siglingar séu nauðsynlegar og réttlátar. Félögin benda á eftirfarandi: „1. Slys af völdum hernaðar- tækja geta átt sér stað mjög lengi eftir að styrj.öld er lokið. Tundurdufl reka um allan sjó og geta valdið slysum á mönn- um og skipum. Tundurdufla- svæðin við ísland eru enuþá ó- hreinsuð og því hættuleg fisk- veiða- og farskipum, og líkur henda til að svo geti orðið ^im all-langan tíma. 2. Sú lögboðna slysatrygging samkvæmt alþýðutryggingalög- gjöfinni, er svo lág, að hún sam- svarar á engan hátt verðgildi peninganna eða þeim kröfum, sem nútíminn krefst, sem bætur til aðstandenda þeirra, sem hætta lífi sínu á hafinu. Sjó- mannastéttin hefir verið og mun 'lengi verða í meiri lífs- hættu við störf sín en allar aðr- ar stéttir, þar af leiðandi rík á- stæða til að örfa þrá manna til sjósóknar, með því meðal ann- ars að tryggja skylduliði sjó- manna við fráfall þeirra rífleg- ar en almr.nt gildir. 3. Vér viljum benda á hlið- s’æða aðferð frá fyrri heims- styrjöld 1914—1918. Eimskipa félag Islands trvggði skipshafn- ir sínar stríðstryggingu, samkv. dönskum reglum hjá dönsku vá- trvgginga rfélagi. Að lokinni þeirri styrjöld, hélt trygging þessi áfram, sem almenn slysatrygging, með samn ingum við þau stéltarfélög er hlut áttu að máli. Samkvæmt ofanrituðu vænt- um vér, að þér hæstvirtur ráð- herra heitið áhrifum yðar í þá átt, er óskir vorar henda til, þeg- ar undirbúnar verða eða ræddar breytingar, sem nanðsyn ber til að gera á lögum um stríðstrygg- ingu íslenskra skipshafna. Félögin, sem rita undir þetta eru: Vélstjórafélag Islands, Stýri- mannafél. Islands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið „Ægir“, Skipstjórafélag íslands, Mat- sveina- og veitingaþjónafélag Is- lands, Sjómannafélag Reykja- víkur, Félag íslenskra loftskeyta manna, .Skipstjóra- og stýri- mannafélagið „Aldan“, Mótor- vélstjórafél. Islands, Sjómanna- fél. Hafnarfjarðar, Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“. o—o Vísitala framfærslukostnaðar hefir hækkað upp í 278 stig. Af þessu leiðir að kaup hækkaði 1. Okt. og er nú samkvæml taxta Verklýðsfélags Akureyrar: Alm. kaup karla kr. 6.95 Alm. kaup kvenna kr. 4.31 Alm. ka::u drengja kr. 4.59 ★ V.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.