Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.10.1945, Blaðsíða 1
|U|>qkmá utuux XV. árg. Þriðjudaginn 2. Október 1945 39; tbl. Lítil bót í málL Á Laugardaginn var gaf Land búnaðarráðuneytið út svohljóð- andi bráðabirgðalög: „1. gr. Við útreikning vísi- tölunnar 1. Október 1945, og þar á eftir, skal aðeins reiknað með því verði á nýju og söltuðu dilkakjöti, hangikjöti og vinnslu- vörum úr kjöti, sem talið var í vísitölunni 1. Sept. 1945. 2. gr. Mismun á útsöluverði og vísitöluverði kjöts þess, er um getur í 1. gr., eiga menn, að undanteknum þeim er í 3. gr. segir, kost á að fá endurgreitt ársfjórðungslega úr ríkissjóði frá 20. Sept. 1945. Engum verð- ur þó greidd niðurgreiðsla á meira magni en 40 kg. á ári fyr- ir hann sjálfan og hvern mann, sem hann hefir á framfæri sínu. 3. gr. Rétt til niðurgreiðslu samkvæmt 2. gr. hafa þó ekki: 1. Þeir, sem hafa sauðfjár- rækt að atvinnu að meira eða minna leyti. 2. Atvinnurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjónustu sinni. 3. Þeir, sem fá laun sín greidd að nokkru leyti með fæði. 4. gr. Skattanefndir eða skatt- stjóri í hverju umdæmi semji skrá um alla þá, sem hafa rétt til niðurgreiðslu, og skal skráin miðuð við síðustu skattaskrá á hverjum tíma. Synjun um upp- töku á skrá má áfrýja til yfir'- skattanefndar, sem kveður upp endanlegan úrskurð þar um. 5. gr. Ákveða má með reglu- gerð um alla framkvæmd laga þesara, þar á meðal um fyrir- komulag niðurgreiðslna, ákvæði er miða til tryggingar því, að þeir, er fái niðurgreiðslur, hafi notað tilsvarandi kjötmagn, og um fyrning á niðurgreiðslu- krofu. 6. gr. Brot á lögum þessum, reglugerðum eða öðrum fyrir- mælum, sem sett kunna að verða samkvæmt þeim, varða sektum allt að 10 000 krónum, nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt öðrum lögum, og skal . farið með mál út af þeim að hætti opinberra mála. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi." Þá gaf ráðuneytið sama dag út bráðabirgðalög um lækkun á neytslumjólk svohljóðandi: „1. gr. Aftan við 1. tölulið 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Verðlag á mjólk má ákveða mismunandi eftir því, hvort hún er seld beint frá mjólkurbúum eða beint frá framleiðendum til neytenda, enda verði þá verð- munurinn greiddur úr ríkissjóði 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi." Eins og sést á báðum þessum lögum er með þeim gerð tilraun til að draga svo úr áhrifum af- urðahækkunarinnar, sem Verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða á- kvað um daginn, svo að vísitala framfærslukostnaðar fari ekki upp úr öllu veldi. En stautið með niðurgreiðslu kjötverðsins síðar mun mörgun þykja leiðin- legt, og hætt við að ýmislegt geti þar farið í handaskolurn. Og auðvitað er þetta engin úr lausn. Meðan ríkissjóður greið- ir verð varanna niður er í raun og veru engin bót fengin á dýr- tíðarfárinu. Og það sem hér er reynt að krafsa í bakkann er sennilega gert til að firra Al- þingi því að byrja þegar á dýr- tíðarmálunum, sem annars mundu taka upp allan tíma þess. Bótin, sem almenningur í kaup- stöðum mun aðallega verða var við, er lækkunin á mjólkinni. (Sjá augl. í blaðinu í dag), og ákvæðin um að láta verðhækk- unina á kjötinu ekki hafa áhrif á vísitölu framfærslukostnaðar forðar frá kauphækkun, sem myndi hafa stöðvað ýmsar grein ar atvinnureksturs í landinu. Hvorutveggja þetta eru und- anbrögð, en ekki lækning á aðal- viðskiptasýkingunni. Verkfall hófst í gær á skipum Eimskipa- félagsins og Skipaútgerðar rík- isins. Voru samningar útrunnir frá og með 1. þ. m. og samning- ar höfðu ekki tekist í tæka tíð. Engin skip lágu í Rvík í gær, og er því verkfallið óvirkt ennþá, en hefst jafnóðum og skipin koma í hcúnahöfn. Málið er í höndum sáttasemjara ríkisins. Bragðerað „Dagur" lýsir áhrifum sam- þykkta sex-manna nefndar- innar frægu á arvinnulíf í landinu, og svikum Fram- sóknarflokksins við sam- komkomulagið 1939. I hinni ýtarlegu grein Br. S. í síðasta blaði er rétt og skýrt sagt frá hvern þátt Framsóknar- flokkurinn hefir átt í því að auka dýrtíðina í landinu, en Framsóknarfl.blöðin gera allt sitt til að æsa þjóðina upp gegn núverandi ríkisstjórn vegna þeirrar dýrtíðar, sem Framsókn er aðalhöfundur að. I grein Br. S. segir svo: „1. Apr. 1939 voru lögleiddar nokkrar varúðarráðstafanir gegn hækkuðu verðlagi. Þessar ráð- stafanir voru þær fyrstu, sem gerðar voru áf hálfu þess opin- bera hérlendis gegn þeirri dýr- tíð, sem farið var að örla á. — Þessar ráðstafanir voru fólgnar í eftirfarandi ákvæðum: 1. Hækkun landbúnaðaraf- urða skyldi hlíta sömu reglum og hælkkup kaupgjalds verka- manna, þ. e. þáverandi hlutföll milli afurðaverðs og kaupgjalds skyldu haldast óbreytt. 2. Hækkun húsaleigu var bönnuð. 3. Bannað var að hækka út- lánsvexti. 4. Verðlagseftirlit skerpt. Þessar ráðstafanir gáfust yfir leitt mjög vel, því að verðlágið hækkaði á tímabilinu Ap.—Okt. eða fram til ófriðarbyrjunar að* eins um 3%, en síðan fer hækk- unar að gæta af völdum stríðs- ins, og 1. Jan. 1940 er fram- færsluvísitalan komin upp í 112 stig. En í Janúar það ár er gerð á alþingi að tilhlutun Framsóknar flokksins sú ákvörðun, sem ör- lagaríkust og óheillasömust hef- ir gerð verið um langt skeið hér á landi: Verðlag landbúnaðar- afurða er slitið úr tengslum við kaupgjald verkafólks. Um haustið sama ár rýkur vísitala landbúnaðarafurða upp í 163 stig (1. Des. 1940J, en þá er kaupgjaldsvísitalan 127 stig. Vert er að minnast þess, að und- ir forustu Alþýðuflokksins hafði verkalýðurinn lagt fram stór- TninaSarrábsmanna- fnjidnr AlJííu- flokksins stendur nú yfir í Reykjavík. Er 'hann sóttur af mönnum úr öllum landsfjórðungum. — \ Mun þingflokkurinn hafa ósk- að eftir að ráðfæra sig við trúnaðarmenn flokksins áður en Alþingi tekur til starfa. Fljótir nú Mig vantar eldri menn eða unglinga til að bera Alþýðu- blaðið til kaupenda í bæn- um. Lítil vinna. Vel borg- uð. Talio strax viö mig! HALLDÓR FRIÐJÓNSSON merkt framlag til að halda niðri dýrtíð af hálfu kaupgjalds, þ.e. full dýrtíðarvísitala var ekki tekin á grunnkaup. Þarna komu nú þakkirnar, og ótrúlegt er, að íslensk alþýða gleymi því strax, að það er Framsóknarflokkur- inn, sem í dfrtíðarmálunum stígur fyrsta og versta óhappa- sporið." Hér er ekki farið með stór- yrðin, en sannleikurinn sagður hreint og beint. Og áframhald af þessu var sex-mannanefndar- samkomulagið. Síðasti „Dagur" lýsir því, hvernig svik Framsóknar 1940 hefir leikið þjóðina undanfarin ár og hvernig ástandið er nú orðið. Segist blaðinu svo frá, meðal annars: ,,Hætt er við því, að almenn- ingi þyki þunginn af því glap- ræði, að dýrtíðardraugnum var sleppt lausum, er verst gegndi nokkuð mikill og átakanlegur, þegar sól stríðsgróðans og hinn- ar ímynduðu hagsældar er að fullu af lofti." ' „Því miður er ekki annað sýnna en að verðbólgan muni innan skamms sigla öllu atvinnu lífi okkar íslendinga í strand og koma fjárhag þjóðarinnar á vonarvöl að nýafstöðnum mestu uppgripaárum, sem um getur í allri sögu okkar frá öndverðu." Já, þau hafa orðið þjóðinni dýr, svik Framsóknar við sam- komulagið 1939, og kapphlaup Sjálfstæðisins — og síðar komm únista við hana um ,;bændafylg ið."

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.