Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudagur 9. Október 1945. KAUPMENN! Höfum nú VEGGALMANÖK (Dagatöl), fyrir árið 1946. Dagatölin eru á fallegum spjöldum, áprent- uðum með nafni og auglýsingu hvers kaup- anda. — Spyrjist fyrir sem fyrst. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. - Sími 24 Anglýsing UM SLÁTRUN SAUÐFJÁR OG STÓRGRIPA. Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að samkvæmt heilbrigðissamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, nr. 66, frá" 15. júlí 1920, má enginn slátra skepnum til að selja, nema hann hafi fengið til þess skriflegt leyfi bæjarstjórnar, sem veitir slíkt leyfi ef fullnægt er þeim skilyrðum um slátrun, sem um ræðir í 29. gr. heilbrigð- issamþykktarinnar. Samkvæmt þessu er slátrun til 6Ölu óheimil utan slát- urhúsa og verður ekki leyfð. Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum. Heilbrigðisnefndin á Akureyri, 4. okt. 1945. Aðalfundur Fiskifélagsdeildar Akureyrar verður haldinn í Verzlunarmannafélagshúsinu n. k. sunnu- dag 14. þ. m. kl. 5 e. h. Dagskra: 1. Reikningar deildarinnar 2. Lagabreytingar 3. Stjórnarkosning 4. Kosning fulltrúa á fjórðungsþing 5. Onnur mál. Þess er fastlega vænst að útgerðarmenn og sjómenn áj Akureyri, sem ekki eru í deildinni, mæti á fundinum ogj gerist meðlimir, ennfremur fiskiðnrekendur. Stjórnin. Héðan og þaóan 85 ára varð á Miðvikudaginn var Friðrik Magnússon smiður, búsettur í Aðalstræti 23 en dvelur nú á elliheimilinu í Skjaldarvík. Friðrik er mörgum bæjarbúum að góðu kunnur. — Maður hversdagslega glaður og íkemmtinn og fróður um margt. A Fimmtudaginn varð Jón Sam- sonarson smiður í Garði 75 ára. Vinsæll maður og vel metinn. Heimilisiðnaðarfélag Norður- lands byrjar saumanámskeið 16. þ. m. Kennslutími verður 2—5 og 8—11. Kennari verður Inga Dóra Jónsdóttir frá Hafnarfirði. Gullbrúðkaup áttu 26, f. m. bjónin Anna Tómasdóttir og Jón Helgason Stóra-Eyrarlandi. — Heimsóttu þau margir vinir og vandamenn, en þau hjón eru vin- sæl og vel virt af öllum, er kynn- ast þeim. Mikil verðlækkun hefir orðið á bensíni og olíum. Nemur hún 13 aurum á bensínlítra, 12 aur- um á steinolíu kg. og 16 aurum á hráolíu. Á bílakeyrsla ekki að lækka í tilefni af þessu? Síld er veidd í reknet ennþá. Bæði á vestanverðum Húnaflóa og í Faxaflóa. Var góð veiði á báðum þessum stöðum nú fyrir helgina. Sláturtíðin er nú á enda að heita má. Mikil tregða hefir ver- ið á að fólk hafi keypt kjöt. Virð- ist það ekki kunna þessum nýju vinnubrögðum þeirra, sem með kjötmálin fara. Á Laugardaginn voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík Jóhanna Ingvarsdóttir, kjóla- saumsdama, Njálsgötu 29 B og Jón Norðfjörð aðalbókari. Heim ili þeirra verður framvegis í Ægisgötu 25 hér í bænum. Á Sunnudaginn andaðist hér á sjúkrahúsinu frú Friðrika Jónsdóttir, ekkja Helga sál. Björnssonar, prentsmiðjueig- anda. Það slys vildi til við upp- skipun úr Selfossi á Laugardag- inn, að Sigfús Kristjánsson verkamaður Gilsbakkaveg 1 varð fyrir höfuðhöggi svo miklu, að hann var fluttur á sjúkrahúsið. Leið honum sæmilega er blaðið frétti síðast. Gagnafræðaskóli Akureyrar var settur 2. þ. m. í skólanum verða um 220 nemendur í vetur í 8 deildum. Fer aðsóknin að skólanum ört vaxandi. Tveir nýir fastir kennarar hafa verið settir við skólann. Eru það Gest- ur Ólafsson, áður tollvörður — aðal kennslugrein danska — og Skúli Magnússon, áður kennari við barnaskólann — aðal kennslugrein saga. Þá verður enn efsti bekkur barnaskólans til húsa hjá skólanum. Kristján Sigurðsson veitir honum for- stöðu. Verið er að leggja síðustu hönd á skólahúsið að utan. — Verður húsið fullgert með mynd arlegustu byggingum í bænum — bæjarsómi. „Klögumálin ganga á víxl:“ Fundur utanríkismálaráð- herranna fór út um þúfur, eins og kunnugt er. Allir hafa þeir „úttalað sig“, í tilefni af þess- um mistökum. Kennir hver öðr- um, og stendur deilan auðsjáan- lega milli Rússa og Vesturveld- anna. Mikla athygli hafa vakið þau orð utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, að friðurinn byggist ekki á samningum ein- um saman milli ríkisstjórna, heldur á gagnkvæmum skilningi, velvild og virðingu milli þjóða. Þykir, auðsætt að þarna sé sveigt að yfirdrottnunarstefnu Rússa og trúnni á stjórn á öllu ofanfrá, en hins vegar virðingarskorti á gildi einstaklingsins og frelsi hans til að vera virkur þátttak- andi í stjórn ríkisins. Lokakveðja Það hefði nú einhver mátt ætla, að risið á ritstj. Alþýðu- mannsins væri ekki né yrði fram vegis sérstaklega mikið eftir hina örlagaþrungnu yfirlýsingu hr. J. S. Kvaran að hann ætli ekki framar að eiga orðastað við hann. Ritstj. Alþýðum. er þó aldrei annað en dauðlegur maður og þolir ekki hvaða reið- arslag sem er. Þó mun mega fullyrða, að hann (ritstj.) muni hjara þetta af í þetta sinn, og liggja þau drög til þess, að hann hefir allt- af haft það álit á háttv. persónu J. S. Kvaran, að það sé engum skaði að hafa ekkert saman við hana að sælda, og grunar að svo sé háttað með fleiri. Atvinna Alþýðumanninn vantar ungling eða eldri mann til að bera blaðið til kaupenda í bænum í vet- •ur eða þá í sérstök bæj- arhverfi. Vel borguð lítil vinna. Talið strax við af- greiðsluna Eiðvallagötu 9 eða ritstjórnina Lundar- götu 5. SVESKJUR Og RÚSÍNUR — ekki skammtað — Kaupfél. Verkamanna N ýlenduvörudeild GULRÓFUR ágætar. Ódýrar í sekkjum. Einnig seldar í kílóa- tali. Kaupf él. V erkamanna Nýlenduvörudeild Millifóður Verð frá kr. 2.20 m. Hárdúkur Verð frá kr. 7.10 m. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Ríkisstjórnin hefir fest kaup á 100 smálestum af amerísku smjöri, og mun það væntanlegt á næstunni. Er þessa full þörf, og væntanlegt að séð verði um að skárra lag verði á dreifingu þess en smjörinu, sem fólk átti að fá í sumar, en kom aldrei í suma kaupstaði landsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.