Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. Október 1945.
3
ALÞÝÐUMAÐURINN
Utgefandi:
Alþýðuflokkslélag Akureyrar
Ábyrgðarmaður:
Erlingur Friðjónsson
Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi
Af greiðslumaður:
Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9
Árgangurinn kostar kr. 10.00
Lausasöluverð 30 aurar
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
TIL MINNIS
Opinberar skrifstofur opnar:
Baejarfógetaskrífstofan 10—12 og 1—3
Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5
— byggingafulltrúa 11—12
—- framfœrslufulltrúa 4 %—5%
— jarðrsektarráðunauts 1—2
Skömmtunarskrifstofan 10—12
Vinnumiðlunarskrífstofan 2—5.
Póststofan:
Bréfastofan 10—6
Bögglastofan 10—12 og 1—5
Bankarnir opnir:
Landsbankinn 10%—12 og 1%—3
Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3
Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4.
Viðtalstími lœkna:
Héraðsleknirinn 10%—11%
Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12
Ámi Cuðmundsson 2—4
Jón Geirsson 11—12 og 1—3
Pétur Jónsson 10—12 og 5—6
Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6
Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7
Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6
Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4
Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud.
Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6.
Gufubaðstofa sundlaugarinnar:
Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7
Karlar 2—4.50
Laugard. Konur 3—4.50
Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7.
Kaupgjald og vísitala:
Almennt kaup karla .... kr. 6,95 á klst.
Almennt kaup kvenna .. kr. 4,31 á klst.
Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,59 á klst.
Vísitala framfærslukostnaðar 278 stig.
Alþýðublaðið
kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif-
endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af-
greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð-
hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld-
in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr.
Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaupfél.
Verkamanna, nýlenduvörudeild.
Alþýðumaðurinn
er seldur í lausasölu í Vérsl. Baldurs-
hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af-
greiðslan er í Eiðsvallagötu 9.
Árroði
blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem
allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa.
Rteðir áhugamál unga fólksins á prúðan
og frseðilegan hátt, en af fullri einurð og
hreinskilnl.
Blaðið kenr út mánaðarlega að vetrin-
um. Árroði fœst á afgr. Alþýðublaðsins
hér, Lundargötu 5.
Skulull,
blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum,
fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins
hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað
og fjölbreytt að efni. Hver sá, senr fylgj-
ast vill með landsmálum, verður að lesa
Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið
framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir
auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum
hennar og heilbrigði í félagsmálum.
ALÞÝÐUMAÐURINN
---- V.........
og önnur Balkanlönd. Orðin
„sósíalismi" og „sósíalisti“ eru
á sömu leið. Rússneska kúgunar-
hagkerfið er kallað ,.sósíalismi“,
og svokallaðir ungir hagfræðing-
ar hérlendis blekkja þjóðina
með því að halda slíku að henni
í „lærðum“ ritgerðum. í raun
og veru er ekkert jafn fjarlægt
sósíalisma en rússneski ríkis-
reksturinn sem að verulegu
leyti byggist á ánauðugu fólki
líkt og lénsskipulag meira „bú-
mannsvit“ í því að fóðra þræl-
ana betur og fata þá skár og
veita þeim meiri hvíld, svo þeir
endist lengur, sem nú kemur
fram í rússneska hagskipulag-
inu, en kom fram hjá þræla-
höldurum bændaánauðarinnar
fyrr meir. Sósilalismi er það
ekki frekar en nationalsósíal-
ismi Hitlers sáluga var sósíal-
ismi. Orðið „sósíalisti“ er blátt
áfram að verða skammaryrði
síðan kommúnistar stálu því og
fóru að flagga með því bæði hér
heima og erlendis. Að kommún-
istar séu sósialistar er algerlega
rangt því sósíalistar stefna og
hafa stefnt að auknu frelsi al-
mennings á öllum sviðum, en
kommúnistar stefna að aukinni
kúgun sama almennings á öllum
sviðum.
Nú er komin til valda i breska
heimsveldinu stjórn sósíalista
— sósíal-demokrata — manna,
sem raunverulega eru sósíalistar
og munu starfa samkvæmt því.
Þess mun ekki langt að bíða að
þeir menn verði svívirtir af
kommúnistum og taldir „fasist-
ar“ og „auðvaldsþý“, á sama
tíma sem „rauðu fasistunum“,
sem Churchill svo nefndi, eða
þessari „nýju einræðistegund“
sem Bevin talar um verður hoss-
að hér í „Þjóðviljanum“ sem
„frelsisher" og „endurlausnur-
um“ eins og gert hefir verið að
undanförnu með glæpaflokka
þá; sem sumstaðar — s. s. í
Danmörku — hafa vaðið uppi
eftir fall Þjóðverja.
Það mætti segja mér það, að
það yrði jafn erfitt „utanríkis-
mál“ milli Rússa og Breta áður
en lýkur að fá úr því skorið
hvað sé „sósíalismi" eins og
það reynist nú að fá nokkurn
botn í það hvað sé „lýðræði“.
Rússar munu halda því fram
að kommúnisminn sé hinn eini
„fullkomni sósíalismi" eins og
þeir halda nú fram að kommún-
istaeinræðið í Rússlandi sé „hið
eina sanna lýðræði“.
V.
Hvað finnst mönnum nú um
annað eins og þetta, að það
skuli geta komið fyrir á sameig-
inlegum fundi þriggja ráða-
mestu manna í heiminum — og
það fund eftir fund — að gefn-
- ar séu út sameiginlegar yfirlýs-
ingar, sem blekkja íbúa jarðar-
innar, byggðar á algjörlega and-
stæðum skilningi á grundvallar-
hugtaki yfirlýsingarinnar?
Á þessum yfirlýsingum stór-
veldanna byggja svo smáþjóð-
irnar von sína um frelsi sem svo
reynist ekki annað en hrein
blekking. Ollum Balkanríkjun-
um hefir verið lofað „frelsi“
og „lýðræði“. Nú fá þau „rúss-
neskt frelsi“ og „rússneskt lýð-
ræði“. Sama verður sagan með
Pólland. Og Rússunum er alveg
sama um „viðurkenningu“ Bret-
lands og Bandaríkjanna á þess-
um ríkjum. Þegar þau einu sinni
hafa verið hneppt í þjóðafang-
elsið rússneska eiga þau aldrei
afturkvæmt þaðan fyrr en fang-
elsismúrarnir verða sprengdir.
Baltisku löndin, Estland, Lett-
land og Lithauen, eru öll horfin
inn fyrir fangelsismúrana án
þess Bretland og Bandaríkin,
hafi „samþykkt“ hvarf þeirra.
Það sem því fer fram nú í
Evrópu er í mínum augum bæði
grátlegt og hlægilegt. Það er
eins og hin miklu vestrænu stór-
veldi, Bretland og Bandaríkin,
séu nú fyrst að átta sig á því,
að þau hafa verið á loddarasam-
kundu þar sem leikið hefir ver-
ið á þau hvað eftir annað. Hver
maður sem af raunsæi lílur á
málefni Evrópu nú, hlýtur að
sjá að hin miklu vestrænu stór-
veldi hafa afhent hvorki meira
né minna en 10 þjóðlönd (Est-
land, Lettland, Lithauen, Pól-
land, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu,
Búlgaríu, Ungverjaland, Júgó-
slavíu og Albaniu) und-
ir hið rússneska ,,lýð-
ræðisskipulag“, sem þau eru nú
fyrst að „uppgötva“ að er að-
eins „ný tegund af einræði“.
Þetta er stærri „fasteignasala"
en dæmi eru til áður í veraldar-
sögunni. Er það ekki meira en
grátlegt að þetta skuli vera á-
vöxturinn af stórkostlegasta
sigri, sem hin vestrænu lýðrœð-
isríki liafa nokkru sinni unnið?
í stað frelsis og mannréttinda,
lýðræðis og lýðstjórnar kemur
„nýtt einræði“ — en „í Rúss-
landi fagna menn afrekum Pots-
damráðstefnunnar“, segir Þjóð-
viljinn.
J. G.“
Nýlega fól dómsmálaráðu-
neytið sakadómara í Reykjavík
að höfða mál gegn stjórnendum
og framkvæmdastjórum heildv.
O. Johnson & Kaaber h. f. fyrir
verðlagsbrot. Hafði rannsókn
leitt í ljós að ólögleg álagning
hlutafélagsins myndi nema kr.
369,855,23. Laglegur skildingur
það! Vafalaust koma mál fleiri
heildsala á eftir, en töluverðan
tíma þarf til að rannsaka þau
svo öruggt sé að enginn sleppi
betur en hann hefir unnið til.
Frá Alþingi
er fátt að segja ennþá. Við for-
setakosningu í sameinuðu þingi
skeði það, að Sjálfstæðið hafn-
aði Gísla Sveinssyni sem forseta,
og mun hafa viljað með því
sýna, að brigður hans á trúnaði
við flokkinn og stjórnarsam-
vinnuna, yrðu honum ekki fyrir-
gefnar. Var Jón Pálmason, þing-
maður Austur-Húnvetninga kos-
inn forseti. í neðri deild var
Barði Guðmundsson kosinn for-
seti, en í efri deild Steingrímur
Aðalsteinsson.
Enn hafa þingstörfin aðallega
gengið í að fjalla um bráða-
byrgðalög ríki'sstjórnarinnar,
sem settt hafa verið milli þinga.
Þá hafa verið haldnir lokaðir
þingfundir, þar sem búist er við
að hafi verið fjallað um utan-
ríkismál, með tilliti til hins
breytta viðhorfs, sem skapast
hefir við það hvernig málum
lauk á utanríkisráðherrafundin-
um í London í síðustu viku.
KNATTSPYRN UMÓT
NORÐLENDINGA
í meistaraflokki hófst Laugard.
29. f. m. — 5 félög tóku þátt í
mótinu að þessu sinni. Völsung-
ar frá Húsavík, Magni úr Höfða-
hverfi, Knattspyrnufélag Siglu-
fjarðar og Akureyrarfélögin K.
A. og Þór. — Urslit leikja urðu
sem hér segir:
K. A. vafhn Völsung 2 : 1
Völsungur vann Þór 3 : 2
Völsungar jafntefli
við Magna 1 : 1
K. S. vánn K. A. 1 :0
K. S. vann Magna 2 : 0
K. S. vann Völsung 4 : 2
Þór vann Magna 2 : 0
Þór vann K. S. 3:1
Þór vann K. A. 3:1
Magni vann K. A. 2 : 1
K. A. hlaut 2 stig, Völsungar
og Magni 3 stig hvort, K. S. 6
stig og Þór 8 stig. Þór vann því
mótið og vann tréknött á útskorn
um fæti til eignar. Sá knöttur
var gefinn af K. A. 1940. Áður
hafði K. A. unnið hann 2svar
og Þór 2svar og nú í þriðja
sinn. s
Dómarar mótsins voru þeir:
Friðþj. Pétursson, Sigm. Björos-
son, Kári Sigurjónsson, Jakob
Gíslason og Helgi Sveinsson.
Á Þriðjudagskvöldið bauð K.
A. öllum knattspyrnumönnunum
ásamt formanni í. B. A. o. fl.
til kaffidrykkju að Hótel KEA.
Var þar sýnd kvikmynd frá
Landsmóti Skíðamanna á Siglu-
firði og ein norsk skíðakvik-
mynd.
Knattspyrnufélag Akureyrar
sá um mótið að þessu sinni.