Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 09.10.1945, Blaðsíða 1
ftl()(|kmaíunatx XV. érg. Þriðjudagur 9. Október 1945. 41. tbl. FjarsöfnonRauðaKrossísiands Norska kosningarnar 'til hjálpar bágstöddum Islendingum, se&ii dvalið hafa í ófriðarlöndunum. Á Sunnudaginn var kallaði íormaður Rauða-Krossdeildar Akureyrar, herra Guðm. Karl Pétursson, sjúkrahúslæknir, blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá ákvörðun Rauða-Kross ins hér á»Jandi að stofna til fjár- söfnunar handa Islendingum, er dvalið hafa og dvelja enn í ófrið arlöndunum. Beitir Rauða-Kross deildin sér fyrir söfnuninni hér í bænum og mun hún hefjast nú þegar. 4. þ. m. sendi Rauði-Kross íslands út ávarp til þjóðarinnar í tilefni af söfnuninni. Og af því það skýrir málið í öllum aðal- atriðum verður það birt hér í heild. Hljóðar það svo: „Rauði korss Islands hefir á- kveðið að beita sér fyrir fjár- söfnun til bágstaddra íslendinga, sem dvalið hafa í ófriðarlönd- unum á undanförnum árum, eða hafa í hyggju að dvelja þar á- fram, en hafa orðið hart úti af völdum ófriðarins. Eins og kininugt er, sendi Rauði krossinn fulltrúa til meg- inlands Evrópu í sumar í þeim tilgangi, að hafa upp á og lið- sinna þeim löndum vorum, er kynnu að vera hjálpar þurfi. Hefir eftirgrennslan þessi reynst mjög vandasöm, en nú þegar borið eigi svo lítinn árangur. Yfir 20 manns mun þegar komið hingað til'lands fyrir milligöngu fulltrúa Rauða krossins, Lúðvígs Guðmundssonar skólastjóra, og eru fleiri væntanlegir. Er Lúð- víg nú sem stendur á ferðalagi í Tékkóslóvakíu í þeim tilgangi að komast í samband við þá ís- lendinga, er þar dvelja. Meðal þess fólks, sem komið er hingað, eru íslenskar konur með börn sín. Eiginmenn þeirra dvelja á- fram erlendis. Hafa sumar af fjölskyldum þessum verið mjög illa leiknar af völdum ófriðar- ins, misst. aleigu sína oftar en einu sinni og eru nú loks hafn- aðar í föðurlandi sínu, fyrir- vinnulausar og sumar án að- standenda, í þeim tilgangi, að forða sér og börnunum frá hungri og kulda, sem líklegt má telja, að ríki í heimkynnum þeirra fyrst um sinn. Þá standa yfir samningar milli Rauða kross íslands og Danska rauða krossins um reglulegar matvælasendingar til bágstaddra landa vorra, er dvelja áfram á meginlandi Evrópu næstkomandi vetur. Þessi starfsemi Rauða kross- ins hefir orðið mjög kosthaðar- söm og mun hafa áframhald- andi útgjöld í för með sér. Þess vegna hefir hann ákveðið að snúa sér til þjóðarinnar og hef ja fjársöfnun handa hinu bág- stadda fólki. Mun öllu því fé, er safnast kann nú, verða varið einvörðungu til þessarar starf- semi Rauða krossins. íslenska þjóðin hefir oft á undanförnum árum synt ó- trúlegt örlæti, er til hennar hefir verið leitað í fjársöfnunarskyni. Hér er um að ræða að styrkja hrakta og hrjáða landa vora, er hafa, sumir hverjir orðið að líða meiri hörmungar á undanfarandi stríðsárum en orð fá lýst, og koma í veg fyrir harðrétti og hörgulsjúkdóma meðal þeirra, er enn dvelja þar, sem ófriður- inn hefir geysað." Fyrst um sinn verður söfnun- inni hér hagað svo, að bókabúðir bæjarins og skrifstofur blaðanna taka á móti gjöfum. Mun enginn vafi á því leika, að fólk muni sýna sama örlæti .og við undan- farnar safnanir handa bræðra- þjóðunum. Munið, að ef fjöld- inn lætur eitthvað af mörkum (hver maður) verður söfnunin rífleg, þótt ekki sé há upphæð frá hverjum einum. Skömmtun á mjólk hefir verið fyrirskipuð í Reykjavík og Hafnarfirði. Skammturinn er 1 lítri á dag handa barni 14 ára og yngri og ca. % l'. handa full- orðnum. Er mjólkin afhent eftir skömmtunarseðlum. Að þeim afgreiddum má síðari hluta dags selja mjólk hverjum sem er. Alþýðuflokkurinn hefir aukið fylgi sitt alstað- ar. Er langstærsti flokkurinn. Hægri flokkam- ir hafa tapað stórlega. Hægrimenn mest. - Kommúnistar minnsti flokkurinn. - Heildar- úrslit verða kunn í dag. Kosningar til norska ríkis- þingsins fóru fram á Sunnudag- inn var. Voru þetta fyrstu kosn- ingarnar síðan 1936. Fréttir í gærkvöldi hermdu að kjörsókn hefði verið dræm fyrri hluta dagsins, en fór vaxandi er á leið. Fréttir í morgun hermdu, að Al- þýðufl. hefði aukið fylgi sitt stórlega í sveitunum. Er þar þeg ar orðinn stærsti flokkurinn sumstaðar. Þá hefir kristilegi þjóðflokkurinn aukið fylgi sitt. Þær tölur sem lágu fyrir í morg- un sýndu að Alþfl.hafði 112 þús atkv. af um 300 þús. sem kunn voru. Hinir flokkarnir hefðu frá 15—55 þús, hver. Kommúnist- ar lægstir. Fengu ekkert atkv. í sumum kjördæmunum, en buðu þó alstaðar fram. Okunn- ugt var um úrslitin í borgum og stærstu bæjum þegar fréttir voru sagðar í morgun. Er auðséð að Alþýðuflokkur- inn verður langstærsti flokkur- inn í landinu, eins og hann var áður, óg jnun framvegis fara með stjórn landsins, þó hann máske fái ekki hreinan meiri hluta. Góðir gestir eru væntanlegir hingað nú í vik- unni, ef ófyrirsjáanlegar tálm- anir standa ekki í vegi. Eru það þau hjónin Dóra og Haraldur Sigurðsson, en þau eru nýlega komin til landsins og hafa haft hljómleika í Reykjavík undan- farið við mikinn fagnað áheyr- enda. Ráðgert er að þau hjónin hafi hér að minnsta kosti tvo hljóm- leika og mun vera farið að selja aðgang að þeim nú þegar. Þarf ekki að efa að fjölmenni muni sækja þenna einstæða listavið- burð. Á Suitnudaginn andaðist á Vífilstaðahæli Jón skáld frá Ljárskógum. Jón var þjóðkunnur fyrir fagra ljóðagjörð, og var listamaður á fleíri sviðum. Eimskipafélag íslands er nú að semja um smíði 5 skipa til millilandasiglinga. Munu þau verða fullbúin á þremur næstu árum. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að fósturdóttir'mín Friðríka Jónsdóttir andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar Sunnudaginn 7. þ. m. Jarðarförin tilkynnt síðkr. Sigurlaug Jónsdóttir. ¦ Jarðarför föðursystur okkar Kristjönu Jónatansdóttur fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. okt. kl. l,30e. h, Gerður Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hlín Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.