Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 3
Þriðj iidaginiv 4. Desember 1945 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AlþýSuflokksfélag Akureyrar AbyrgSarmaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum ÞriSjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa iVa—5% — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10Va—12 og 1 lí—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími læktia: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Óiafur Sigurðsson 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Slefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Ilelgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar llallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Bókasafnið opið: Þriðjud., Fimtud., Laugardaga 4—7 Gufubaðstofa sundlaugarinnar>: Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7 Karlar 2—4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Káupgjahl og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 7,10 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,40 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,69 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 284 stig. Tímaritið ,,Jörð“ 2—3 hefti þ. á. hefir blaðinu borist nýlega. Kennir þar nrargra grasa að venju. Þessir höfundar rita í heftið: Friðrik A. Friðriksson, Gísli Halldórsson, Guðm. G. Hagalín, Haukur í Horni, Jakob Sigurðsson, Konráð Yilhjálms- son (kvæði), Kristmann Guð- mundsson, Kristinn Stefánsson, Lárus Arnórsson og Björn O. Björnsson ritstj. tímaritsins. A hann þar nteðal annars langan ritdóm um Islandsklukku Lax- ness. Margar myndir eru í heft- inu. Ofanálímingar á giimmístígvél fást á Skóvinnustofu Tr. Stefánssonar, Lundargötu 1 ALÞÝÐUMAÐURINN Á að bfða þess að Menntaskðlinn brenni? Öll Akureyrarblöðin hafa að undanförnu flutt viðtal við skóla meistara Menntaskólans, Sigurð Guðmundsson, hér um byggingu nýs heimavistarhúss fvrir nem- endur Menntaskólans, þar sem aðal áherslan er lögð á nauðsyn byggingar hins nýja beimavist- arhúss vegna eldhættu í gömlu skólahússbyggingunni. Það er síður en gvo, að ég vilji draga úr ummælum skóla- meistara Meimtaskólans um hina miklu hættu, sem nemendunum í heimavistinni stafi af því að búa í hinu gamla og eldfima timbur- búsi. Ég er honum algerlega sanunála um þau mál. En við lestur frásagnar hans um eld- liættuna vökmíðu hugleiðingar lijá mér um það hvernig yrði út- lits í námunda við þetta lang- stærsta timburhús hér á Akur- eyri, ef það það brynni. Fyrst er að hugleiða það að engum brunavörnum verður við kornið á þessum stað, þar sem húsið stendur það hátt að valns- veita bæjarins yrði gagnlaus við slökkvistarfið. ' Skólahúsið er einnig það langt frá sjó að sjó- dæla myndi að litlu gagni koma, og fyrir því er fengin reynsla, að hús sem þó eru ekki nema á móti litlum hluta af Menntaskól- anum að stærð, brenna að lieita má til kaldra kola, þó að við verði komið öllum slökkvitækj- um bæjarins, við þá bestu að- stöðu, sem þau geta notið, þar senr vatnsþrýstingur er mestur í vatnsveitu bæjarins hér neðan við brekkuna og örstutt er til sjávar. Er því óhætt að reikna með því að skólahúsið myndi brenna hindrunarlaust og af því verða hið mesta eldhaf, sem við höfum enn litið hér á Akureyri, þó við séum orðnir miklum eld- um vanir. Það mikla eldhaf, sem mynd- aðist við bruna Menntaskólabúss ins myndi fyrst og fremst leggja Lystigarð bœjarins í algera auðn, og væri það bæjarfélaginu óbæt- anlegt tjón, og þessari merku menntastofnun, sem nýtur ánægj unnar af því að bafa þessa bæj- arprýði rétt við húsvegginn. Þá er og trjágarður skólans\ sjálfs framan við búsið, sem myndi einnig eyðileggjast. Hús heima- vistarinnar, sem hugsað er að byggja norðan við gamla skóla- búsið yrði ekki varið, nema það yrði í mikilli fjarlægð frá garnla húsinu, þar sem reynslan er fyr- ir því að eldurinn á greiðan gang inn um glugga, þó húsið sé úr steini að öðru leyti og nægilegl eldfimi er innanhúss í húsgögnum, sængurfatnaði og burðum, sem er úr eldfimu efni til þess að eyðilegging elds- ins næði til þess. Þá á nú á næsta ári að reisa sjúkrahús það nærri gamla Menntaskólahús- inu, að engin von er til að það yrði varið fyrir eldi, ef Mennta- skólahúsið brynni, nema ef sterk ur vindur stæði af sjúkralnisinu, en slíkl væri hin mesta tilviljun og ekki hægt að reikna með slíkri vörn fyrir sjúkrahúsið. Allt eins mætti gera ráð fyrir að vindur bæri eldinn að sjúkrabús inu og bann bærist gegnum glugga hússins inn til sjúkling- anna, og mun hverjum manni Ijóst hversu óviðráðanlegt það myndi verða að bjarga fjölda sjúklinga út úr lnisinu þegar í slíkt væri kornið. Fleiri verðmæti eru í veði, en þau sem hér hafa verið nefnd, svo sem nærliggj- andi rbúðarhús o. fl. Það virðist því vera hin eina skynsamlega aðferð við þetta gamla, hættulega timburhús, að rífa það niður til grunna, áður en eldinum verður það að bráð með þeim afleiðingum, sem hann rnyndi valda, og byggja annað, sem svarar til þeirra þarfa, sem menntastofnun þessi krefur, úr efni sem ekki er jafn eldfimt. Verðmæti þessa gamla timb- urhúss er orðið það lítið áð skaðinn sem yrði við að það brynni er margfaldur við verð- gildi þess, og notkun þessa gamla húss enn í nokkur ár tefur að- eins fyrir því að á þessum stað rísi upp hús, sem kröfur tím- ans eru fyrir löngu búnar að heimta að þarna komi fyrir að- al menntastofnun Norðurlands. Að rífa húsið og byggja annað á sama grunni, myndi að sönnu valda því, að Menntaákólinn yrði að hætta störfum eitt ár eða svo meðan verið væri að byggja nýtt liús, ef ekki væri hægt að útvega honum annars staðar rúm á með an, en það hlýtur að vera ólíkt betra fyrir nemendur Iians að vita það fyrir með sumarlöng- um fyrirvara eða lengri að þeir gætu ekki notið náms í skólan- um næsta vetur, en að vera hrakt ir úl úr skólanum í byrjun skóla ársins eða á því miðju, ef skóla- húsið brynni utan af þeim á þeim tíma, eins og helst mætti ætla að yrði, ef húsið brynni á ann- að borð, eins og mjög mikil hætta getur verið á. Ég hefi ritað þessar fáu línur til þess að vekja athygli á þess- um málum. Erlingur Friðjónsson. ATHS. Mörgum mun máske finnast hér vera.um fjarstæðu eina að ræða, að fara að, rífa eitt stærsta hús bæjarins niður að grunni. En brenni það mun það leiða til þeirrar eyðileggingar á verð- mætum í nánd við það, að öllum myndi þá finnast að fávita-háttur hafi það verið að gjöra það ekki. Ritstj. Héðan j og | þaöan Prestskosningin í Reykjavík fór svo að síra Jón Auðunns hlaut 2432 atkv., síra Þorgrínr- ur Sigurðsson 2012, síra Óskar Þorláksson 823 og síra Sigurður Kristjánsson 262. Síra Jóni Auð- unns hefir nú verið veitt embætt- ið. ★ Bankastjóraskifti verða við Landsbankann í Reykjavík nú um áramótin. Vilhjálmur Þór fer frá bankanum og tekur við fram- kvæmdastjórn S. I. S., en Jón Árnason framkvæmdastjóri tek- ur við bankastjóraembættinu. I 1 '//2 I I | ( 1 i i §. i - Óúýrar blúndur verS frá 12 aur. meherinn. E N N F R. hvífir bendlar, hv. og sv. títu- prjónar, krókapör, fingurbjargir, fafakrít, málbönd, þræSigarn, fvinni og tölur, bleik sokkabandateygja, lokkateinar, hárnálar, hárkambar, hárgreiSur o.m.fl. af smávörum BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. 1 I I 1 I I * I 1 | I 1 Á m.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.