Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 19.03.1946, Side 1

Alþýðumaðurinn - 19.03.1946, Side 1
 Eftir flokksafmælið. Eins og aÖ líkum lætur urÖu ýmsir til að rita um starf Al- þýðuflokksins í sambandi við 30 ára afmæli lians, þótt and- stæðingar lians — af skiljanleg- um ástæðum — hafi kosið að vera fámætir um liann. Hér fara á eftir smá kaflar úr þessum skrifum, sem sýnis- horn: „Hátíðahöldin í tilefni af 30 ára afmæli Alþýðuflokksins báru þess glöggt vitni, að innan flokksins er ríkjandi mikill sóknarbugur og baráttuvilji. Munu þeir menn og konur, sem skipað bafa sér í raðir Alþýðu- flokksins, undir merki binna lýð ræðissinnuðu jafnaðarmanna á Islandi, láta 30 ára afmælið verða sér hvöt þess að befja nýja og öfluga sókn fyrir framgangi mála Alþýðuflokksins með þjóð sinni. Andi frumherjanna lifir. Arfur þeirra er varðveittur, og braut þeirra verður brotin á enda. ¥ „Alþýðuflokkurinn á margs að minnast eftir 30 ára starf og •baráttu, sem af er mikil og merki leg saga. En þrátt fyrir marga og stóra sigra í fortíðinni, bíða flokksins mikil verkefni í fram- tíðinni. Unga fólkið, sem minst hefir frumherjanna við liátíða- höld flokksins í tilefni 30 ára afmælinu, þarf vissulega ekki að kvíða, því, að það muni skorta verkefni. Milli sáningar og uppskern á akri stjórnmál- anna líður oft langur tími. Og enn er mikill áfangi fyrir liönd- um, þrátt fyrir starf og baráttu frumherja Alþýðuflokksins, sem fyrstir mörkuðu leiðina og brutu brautina. En því meiri, sem hugur og dugur flokksins er, því skemmri tími líður, uns lákmark sigursins næst og ríki jafnaðarstefnunnar er stofnsett á íslandi. Alþýðuflokkurinn þarf vissu- lega ekki að kvíða framtíðinni. Hann á sér betri málstað og meiri sögu en nokkur annar stjórnmálaflokkur hér á fandi. Hann liefir oft haft storm í fang, en hann hefir aidrei Urugðist skyldu sinni né villst af leið. Og um þessar mundir bætast æ fleiri í lióp þeirra, sem skipað liafa sér undir merki hans. Málefni flokksins liafa mörg hver sigrað og hlotið almenna viðurkenn- ingu. Og þess er skannnt að bíða, að Islendingar veiti honum full- tingi til þess að skipa málum lands og þjóðar og stej'pa þjóð- lífið í mót starfs síns og stefnu.“ ¥ „Alþýðuflokkurinn er lýð- ræðisflokkur.) Hann treystir dómgreind og skynsemi fólksins. Hann trúir því, að öruggasta leiðin til sigurs fyrir alþýðuna, sé að tryggja réttindi sín, manna sig og mennta, bæta lífskjörin og efla félagslegt samstarf stig af stigi. Á þennan liátt vill hann vinna meirihluta þjóðarinnar til fylgis við jafnaðarstefnuna. Saga íslenskra félagsmála síð ustu áratugina er um leið saga Alþýðuflokksins. Allt frá tog- aravökulögunum og afnámi sveitaflutninganna til orlofslaga og almannatrygginga — ávallt hefir Alþýðuflokkurinn haft for ustuna. Allt stefnir þetta að einu marki, — því, að húa alþýðuna undir það að ráða landinu á lýðræðisgrundvelli með valdi og rétti og skyldum meiri hlut- ans. Alþýðan verður að eiga þann liðskost, að hún geti skipað val- inn mann í hvert rúm. Lýðræði í stjórnmálum er ekki örugt né fullkomið nema jafnframt verði komið á lýðræði í atvinnumálum. Félagslegt öryggi verður ekki tryggt að fullu til frambúðar nema framleiðsla og viðskiíti séu rekin með hagsnmni þjóðar- innar fyrir augum og skipulögð þann veg, að starfsorkan sé hag- nýtt með sem fullkonmustum tcdkjum og vinnuaðferðum og atvinnuleysi útrýmt. Stríðsgróðann á að nota í þjónustu þjóðarinnar. Verslun og viðskifti eiga að vera Lrúnað- arstörf en ekki skattheimta ein- staklinga. Við Islendingar eigum að sanna rétt okkar til fullveldis og sjálfstæðis með því að stýra máluni okkar svo, að öðrum þjöðum, stærri og voldúgri, megi verða til fyrirmyndar. Þann veg tiyggjum við best sjálfstæði lýðveldisins og fram- tíð þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn heilir á alla góða íslendinga, konur og karla, til liðveislu og samstarf^ lil þess að ná þessu marki.“ „Á þeim 30 árum, sem liðin eru frá stofnun Alþýðuflokksins hafa orðið mikil og batnandi umskifti á íslandi. Alþýða manna hefir risið upp til þess réttar, er hún átti vissulega kröfu til, og aukið hagsæld sína og menningu. Og alls staðar sjásl þar spor og áhrif Alþýðu- flokksins. Hans verk og átök hafa valdið gjörbreytingu í lífi íslenskrar alþýðu. Það hafa verið margar hend- ur, surnar krepptar og lúnar, sem lagst hafa á þann plóg, sem unnið hefir að ræktun lands og lýðs undir forustu Alþýðuflokks ins. Óteljandi nafnlausar hetjur hafa barist þar í fylkingunum og fórnað hvíldarstundum sín- um og oft slitnu afli öreigans. Það var trúin á málstaðinn, trú- 1 in á jafnaðarstefnuna, sem fært hefir þessar fórnir. Þeim mörgu nafnlausu hetjum ber að þakka á þessum tímamótum og minn- ast afreka þeirra og ötuls starfs. Alþýðuflokkurinn hefir einn- ig átt því láni að fagna, að eiga marga ágæta og affarasæla for- ingja. Ilæst ber þar Jón Balcl- vinsson, sem með mestur^ glæsibrag, snilli og Jiæfni stóð í fararbrjósti í 22 ár, sem aldrei gafst upp, livað sem á móti blés, allaf var öruggur og vegviss. Starfsþreki. sínu og ágætri orku fórnaði hanri fyrir hugsjón jafn- aðarstefnunnar og gengi Alþýðu flokksins. Að honum var oft vegið frá andstæðingunum, og það sem verst var og sárast, frá hans eigin liði. Hann féll, en hélt velli. Minning hans og margra annarra ágætra forustu- manna mun alltaf lifa meðal ís- lenskra Alþýðuflokksmanna. Honum og þeim ber að þakka. Og fordæmi Jóns Baldvinssonar er það lj ós, sem lýsa á og marka stefnu, Alþýðuflokksins. Það verður ekki dregið í efa, að Alþýðuflokkurinn hefir unn- ið mörg þrekvirki á undanförn- um þrem tugum ára. Þess er gott að minnast. En mest er þó um vert, að mæta hinum miklu verkefnum framtíðarinnar með dug og drenglyndi. Alþýðuflokkurin á sér glæsta fortíð, en hann er fyrst og fremst jlokkur jramtíðarinnar. Þess skulum við öll minnast, er flokk- inn fyllum, á þessum tímamót- um. Jafnaðarstefnan á vegum óskorðaðs lýðræðis er það, sem koma skal á íslandi. Og þess vegna er Alþýðuflokkurinn flokkur hins nýja tíma, flokkur hins nýja skipulags, er mun ryðja sér lil rúms, þar sem jafn- rétti, frelsi og bræðralag mun ríkja.“ ¥ Þetta, sem hér hefir sagt ver- ið, hefir verið ritað af flokks- mönnum. Hér koma að síðustu nokkur orð frá utanflokka- mannir „Stefna og starfsaðferðir Al- þýðuflokkanna, — krataflokk- anna, — í Evrópu er eitt hið glæsilegasta tákn vorra tíma. Þeir flokkar hafa unnið það af- reksverk að halda ráði og rænu, vera með öllum mjalla, á síð- 'ustú áratugum. Ogi þó eru þeir harðóánægðir með þá þjóðfélags háttu, sem hafa drottnað í heim- mum, og ráðnir í að sætta sig ekki við þá. En hins vegar er það rótgróin sannfæring þeirra, að byltingar séu lnæðilegt neyð- arúl-æði, sem sjaldan eða aldrei geli að haldi komið. Þeir liafa aldrei gefið sig á vald æstra til- finninga, aldrei • sagt skilið við heilhrigða skynsemi, þennan undarlega fugl, sem hefir verið hrjáður og hrakinn á öllum öld- um, — ekki síst á vorum dög- um, — en heldur þó alltaf ein- hverri líftóru. Þess vegna eru alþýðuflokkarnir þrátt jyrir allt mikils megandi í öllum löndum þar §em menn eru frjáls- ir hugsana sinna, orða og gerða. Og þess vegna eru allir þeir flokkar og allir þeir menn, sem Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.