Alþýðumaðurinn - 06.05.1947, Blaðsíða 3
ÞriSjudagur 6. maí 1947
ALÞYÐUMAÐURINN
3
ALÞÝÐUMÁÐURINN
Útseiandi:
AlþýSuflokkifélug Akurtyrar
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON.
Afgreiffslumaður:
Sig. Eyvald, Strandg. 35
Áraangurinn kostar kr. 10.00
LauaaaSluTerð 30 aurar
Fyrir nokkru síðan hélt söngvar-
inn alkunni, Eggert Stefánsson, sína
„kveðjutónleika til söngsins“ í
Reykjavík. Húsið var þétt skipað á-
heyrendum, er fögnuðu söngvaran- 1
um ákaft og hylltu hann með fögr-
um ákaft og hylltu hann með fögru
blómaregni, svo að segja éflir
hvert lag. Það var auðheyrt og séð,
að Eggert átti hug og hjörtu allra,
er viðstaddir voru, og'að þeir sökn-
uðu þess, er hann nú var að kveðja
sönggyðjuna að fullu. Hann œtlar
síðan að helga ritstörfunum hina
margkunnu listahæfileika sína, það
sem eflir er ævinnar.
Eggert hefir sungið víða í stór-
borgum erlendis og svo hér heima
um allt land síðastliðin 36 ár. Hann
hefir aflað sér fjölda vina og aðdá-
enda, hvar sem hann hefir farið, og
þá-ekki sízt fyrir einlæga, trygga og
eldheita ást og trú á landinu kæra,
íslandi.
Nú ætlar Eggert Stefánsson, söngv-
arinn og rithöfundurinn, að koma
hingað innan skamms og gefa vin-
um og aðdáendum hér á Akureyri
tækifæri til að hlýða á kveðju sína
til sönglistargyðj unnar og jafnvel
lesa upp úr verkum sínum.
Þarf ekki að efa, að hvert sæti
verður skipað í húsinu, og Akureyr-
ingar þakka Eggert sönglistina, rit-
mennskuna og ættjarðarástina þann-
ig á viðeigandi hátt.
/. N.
Sjötugur verður 8. þ. m. Magnús
Björnsson Ráðhússtíg 2. Vel þekktur
og vinsæll verkamaður fyrr og síðar.
★
Sextug er í dag frú Helga Her-
mannsdóttir, Gilsbakkaveg 9, kona
Tryggva Jónatanssonar, bygginga-
fulltrúa bæjarins. Vinsæl kona og vel
metin.
Orðsending
til bifreiðaeigenda
Að gefnu tiiefni viljum vér hér með taka fram: Ástæður fyrir þrí, að vér sjáum oss fært
að taka upp þá nýbreytni í bifreiðatryggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er
sjaldan valda tjóni, eru meðal annars:
Odýr og hagkvæmur rekstur.
Framúrskarandi hagkvæmir endurtryggingarskilmálar.
Að hagn^ður, sem kann að verða af tryggingarstarfseminni, verður notaður
til þess að lækka iðgjöldin, en ekki til þess að greiða háan arð til hluthaía,
svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum.
Samvinnutryggingarnar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutrygg-
ingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki á
gróðavon endurtryggjenda, heldur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir
til margra ára og tryggja afkomu Samvinnutrygginga eins vel og hægt er. Það má geta
þess, að hin sænsku samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum allt að
50% afslátt af iðgjaldi fyrir þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fyrir tjóni í 4 ár.
Samband ísl. samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000
kr. framlagi í tryggingarsjóð.
Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsemi
hér á landi, hefir slíkt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar
Tryggingar h.f. og Sjóvátryggingarfélag íslands auglýstu fyrir nokkrum dögum.
Umferðamálin hér á landi eru mjög aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir um-
ferðaslys og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á mönnum. Þegar Samvinnutrygg-
ingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu þær stuðla að auknu ör-
yggi í umferðamálum. Fyrirkomulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst alls staðar vel.
Er ekki sanngjarnt, að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ó d ý r a r i
tryggingu?
SAMVINNUTRYGGINGAR
TILKYNNING
FRÁ SÍLÐARVERKSMIÐJUM RÍKISINS
ÚtgerSarmenn og útgerSarfélög, sem óska aS leggja
bræSslusíldarafla skipa. sinna upp hjá SíldarverksmiSjum
ríkisins á komandi síldarvertíS, tilkynni þaS aSalskrif-
stofu vorri á SiglufirSi í símskeyti eigi síSar en 15. maí
næstkomandi.
Sé um aS-ræSá skip, sem ekki hafa skipt áSur viS verk-
smiSjurnar, skal auk nafns skiþsins tilgreina stærS þess
og hvort þaSí geti hafiS síldveiSi í byfjun síldarvertíSar.
Samningsbundnir viSskiptamenn ganga fyrir öSrum um
móttöku síldar.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
heldur fund að Hótel Norð-
urlandi miðvikudaginn 7.
þ. m. kl. 9 s. d.
■V , > ÝM.'''•
Dagskró:
e ■ • •’
1. Inntaka nýrra félaga,
2. Erindi urn jafnaSarstefnuna
3. FundárblaSiS.
4. FélagsstarfiS.
5. StjórnmálaviShorfiS.
Stjórnin.