Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.05.1947, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.05.1947, Blaðsíða 1
(^lþijíiumaðuriaa fc —— .. „ ■!—,.■»» „ I I - - _ - -- - __ XVII. árg. Þriðjudagur 6. maí 1947 ' 18. tbl. Elíllnísdaosuinræóurnar. Kantöttukúr Akureyrar tlytur í kyöld Strengleika eftir Björgvin Guðmundsson. Karlakór Akureyrar aðstoðar og einsöngvarar koma from Skjaldborgarbíó Aðalmynd vikunnar: í STUTTU MÁLI (Roughly Speaking) Áhrifamikil mynd gerð eftir hinni frægu sjálfsævisögu L. Randall Piersons. Aðalhlutverk: Rosalind Russel — Jaclc Carson ^ ^ f a P t á Nœsta mynd: Látum drottin dœma Amerísk stórmynd í eðlilegum litum frá 20th Century Fox Pictures. Leikstjóri: John M. Stahl. Aðalhlutverkin leika: Jeanne Crain — Gene Tierney Cornel Wilde Hátíðahöldin 1. maí. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri efndi til mikilla hátíða* halda að kveldi 30. apríl og svo 1. maí. Vegna lítillar aðsóknar féllu þó hátíðahöldin 30. apríl niður, en fórn hinsvegar fram 1. maí sam- kvæmt dagskrá. Hófust hátíðahöldin um kl. 2 e. h. með útifundi á Strand- götunni og voru þar 4 ræður fluttar. Síðan fór fram kröfuganga og tóku um 130—140 fullorðnir þátt í henni, en verklýðsfélög þau, sem að henni stóðu munu telja um 900 meðlimi. Mættu konur sýnu betur til göngunn- ar en karlar, en stærsti hópurinn voru böln um og innan 10 ára aldurs. Að kröfugöngunni lokinni var fund- ur í Nýja Bíó og fóru þar fram ræð- ur, upplestrar og söngur. Loks voru kveldskemmtanir í Samkomuhúsinu, á báðum stöðunum fremur fámennt að sögn. Alþýðuflokksfélag Akureyrar gekkst einnig fyrir kveldskemmtun 1. maí. Var hún á Hótel Norðurlandi. Voru þar ræður fluttar, lesið upp, sungið og sýnd kvikmynd, en að lok- um dansað. Guðmondor Jönsson Guðmundur Jónsson, hinn vinsæli barytonsöngvari, kom hér í síðustu viku og hélt þrjár söngskemmtanir. Voru tvær þær fyrri fjölsóttar og söngvaranum og aðstoðarmanni hans, Fritz Weisshappel, tekið vel af áheyrendum. Guðmundur söng að þessu sinni mestmegnis erlend lög og almenningi hér fremur lítið kunn. Mun það vafalaust hafa ráðið nokkru um, að honum var ekki klappað lof í lófa af jafnmikilli hrifningu og er hann kom hér næst á undan. Lögin, sem hann valdi, gáfu honum, mörg hver, heldur ekki færi á að njóta að fullu hinna fögru blæbrigða raddar- innar, heldur var hinn jafni þungi oftast einkennandi. Bezt þótti þeim, er þessar línur ritar, að hlýða á með- ferð söngvarans ó þjóðlaginu Amma raular í rökkrinu, Dusty road eftir L. René og ameríska vögguvísu, aem söngvarinn söng sem aukalag. z. LEIÐRÉTTING. Eg hefi orðið var við allvíðtækan misskilning hjá bæjarbúum hvað-við kemur atkvæðagreiðslu í Bílstjóra- félagi Akureyrar um vinnustöðvun. Þessi misskilningur er aðallega tvennskonar: í fyrsta lagi, að deila þessi standi um hækkun á ökutaxta bifreiða. Og í öðru lagi, að hér sé um pólitískt verkfall að ræða. Vegna þessa tel ég rétt að taka fram eftir- farandi: Hér er ekki um að ræða leigugjald bifreiða, heldur kaup og kjör launþega í Bílstj órafélagi Akur- í kvöld flytur Kantötukór Akureyr ar tónverk Björgvins Guðmundsson- ar, Strengleika, í kirkjunni. Hefir kórinn æft verk þetta fró nýjári und- ir stjórn tónskáldsins og hefir Karla- kór Akureyrar. tekið þátt í þeim æfing um. Verk þetta verður flutt af 80 manns og koma 8 einsöngvarar fram, 4 konur og fjórir karlar. Texti verks- ins er eftir Guðm. Guðm. skáld og er ástarharmleikur í þrem þáttum. — Flutningur verksins mun laka um 2 tíma, en nokkru er þá sleppt úr heild arverkinu. Ekki þarf að benda bæjarbúum á, að hér er merkilegur þáttur í menn- ingarlífi bæjarins, þar sem starf kant- ötukórsins er, sem og annarra kóra. Er þetta 5. stórverk Björgvins Guð- mundssonar, sem kórinn flytur hér. Fyrst Alþingishátíaðarkantatan 1933, sem hér varð mjög vinsæl, þó helgi-- kantatan: Tilkomi þitt ríki 1934, kaflar úr Friði ó jörðu 1936 og Ör- lagagátan 1946. Eflaust nota bæjarbúar tækifærið í kvöld og skyggnast undir hönd tónskáldsins inn í töfraheima tónlist- arinnar. Handamnnunámskeið. NámskeiÖ fyrir kennara í handavinnu skólabarna verður haldið á Svalbarði við Eyjafjörð og hefst 28. maí n. k. Upplýsingar veitir eímstöðin á Svalharðseyri í fjarveru minni. Halldóra Bjarnadóttir. eyrar. Hér er eingöngu um faglegt mál að ræða, sem sést meðal annars á því, að kröfur þær, sem Bílstjóra- félagið gerði, voru settar fram áður en vitað var um þær tollahækkanir, sem nú eru orðnar að lögum. Hafsteinn Halldórsson. Stjórnarandstæðingar fara mjög halloka. Mánudags- og þriðjudagskvöld í síðustu viku fóru eldhúsdagsumræð- ur fram á Alþingi, og var þeim út- varpað. Fyrir Alþýðuflokkinn töluðu ráðherrar flokksins, Stefán Jóh. Stefónsson og Emil Jónsson og einn- ig Finnur Jónsson. Eysteinn Jónsson og Bjarni Ásgeirsson töluðu fyrir Framsóknarfl., Bjarni Benediktsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Ólafur Thors fyrir Sjálfstæðisfk, en Brynjólfur Bjarnason, Áki Jakobsson og Eina.r Olgeirsson fyrir Sósíalistaflokkinn. Ekki er þörf á að rekja umræður þessar fyrir hlustendum, en almenna athygli mun hafa vakið, hve Bryn- jólfur Bjarnason hagaði sér ferlega í upphafi umræðnanna og síðar hve gjiirsamlega stjórnarandstaðan stóð berskjölduð og yfirbuguð við lok þeirra. Reyndist stjórnarferill Aka þar hinn háskalegi Akkillesarhæll Sósialistanna: fjárbruðl hans, fávísi í millilandaviðskiptum og óstjórn hans á byggingu síldarverksmiðjanna nýju á Siglufirði og Skagaströnd. Er óhugsandi annað, en þar verði fyrir- skipuð opinber rannsókn. Síðara umræðukvöldið bar mjög á forflótta stjórnarandstöðunnar: Áka reyndi hún ekki að verja, Bryn- jólfur flutti innantóma fullyrðinga- ræðu, Einar spilaði eina sína froðu- mælgisplötu, sem alþjóð er löngu þreytt á, en báðir hótuðu verkföllum. Má því búast við sögulegu sumri, ef íslenzkur verkalýður gætir sín ekki vel fyrir flugumennsku þeirra, sem hyggjast efna til pólitískra verkfalla, hvað sem hagsmunum verkalýðsins líður. Setjum t. d. svo, að þeim tæk- ist að stöðva síldveiðiflotann í ein- liverri aflahrotunni, væri íslenzkur verkalýður að bætari, ef þjóðin yrði af tugmiljónum í gjaldeyri? Vtpri hann betur undir veturinn búinn? Væri meiri líkur til, að hægt yrði þá að lækka tollana að ári? Þannig spyrjum við og þannig á íslenzkur verkalýður að spyrja, áður en hann tekur ákvörðun sína um að leggja út í kaupdeilur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.