Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 24. júní 1947 Hvað bugsa verkamenn? Þótt ekki sé hægt að segja, að hin pólitísku verkföll, sem kommúnist- ar beita sér fyrir um þessar mundir, séu sérstaklega háreist eða umfangs- mikil, lýsa þau ótvírætt vilja for- sprakkanna til að skaða þjóðina og þóknast húsbændum sínum erlendis, sem ráða orðum þeirra og gjörðum hér heima fyrir. Mótspyrna hinna óbreyttu verka- manna um land allt hefir að mestu stöðvað verkfallaflan kommúnista. Raunverulega eru engin verkföll út um land, þótt blöð kommúnista séu að reyna að halda því fram þvert á móti staðreyndum, nema hin ólög- legu verkföll hjá sumum síldarverk- smiðjunum. Og þegar fyrsta dag af- greiðslubannsin9, sem sum félög sam- þykktu til styrktar Dagsbrún í Rvík, brutu kommúnistar þessar samþykkt- ir með því að afgreiða skip, sem Dagsbrún hafði kallað afgreiðslu- bann yfir. AUt útlit er fyrir að verkfaU Dags- brúnar í Rvík sé þá og þegar að „renna út í sandinn“. óánægja manna með verkfallið fer dagvax- andi, enda er það ekki nema von þégar eftirfarandi staðreyndir eru athugaðar:. i . Ein9 og kunnugt er, þóttust komm- únistar hefja Dagsbrúnardeiluna á þeim forsendum, að tollahækkanir Alþingis ykju dýrtíðina í landinu sem næmi kr. 1800.00 á hverja 5 manna fjölskyldu á ári. Auðvitað er þetta fjarstæða, sem kommúnistar hafa ekki getað staðið við og enginn hagfrœðingur hefir fengizt til að samþykkja, og er grundvöllurinn, sem Dagsbrúnardeilan var reist á, þar með úr sögunni. En sé málið þó skoðað í því ljósi, sem kommúnist- ar hafa túlkað, sést hver gróði Dags- brúnarverkamanna er, þegar orðinn eftir hálfs mánaðar verkfall. Eftir þeirri vinnu, sem Dagsbrún- •rmenn hafa haft imdanfarið, er ekki hátt í lagt, að vinna éins verkamanns á viku hlaupi upp á kr. 540.00 í al- mennri vinnu (2 tíma eftirvinna á dag hefir verið algengt). Vinnutap hvers manns er þá þegar orðið nær 11 hundruð krónur og í lok þessarar viku á seytjánda hundrað, eða jafn- há uþpbæð að heita má og kommún- istar teljá tollabækkunina á ári á 5 manna fjölskyldu. Séu tveir verka- menn í sÖmu fjölskyldu og báðir í verkfaUi, nemur tap þeirra samanlagt þegar á þriðja þúsund krónur, eða drjúgum hærri upphæð en hin upp- hugsaða tollahækkun komma. Þeir verkamenn, sem vinna fyrir hærra kaup (hærri texta) en hér er lagt til grundvallar, en það gera margir Dagsbrúnarmenn, tapa enn meiru. Ekki verður hlutur einhleypa mannsins glæsilegri. Honum skammta kommúnistar kr. 360.00 á ári af tollahækkuninni, eða sem nemur vinnutapi í fjögurra daga verkfalli. Þegar svo að æ og æ kemur betur í ljós, að þessi tollareikningur komm- únistaforystunnar er helber blekk- ing að mestu leyti, og engin líkindi eru til að Dagsbrúnardeilan vinnist, og nokkurra aura kauphækkun, þótt hún næðist, gefur launþegunum eng- ar verulegar kjarabætur, eins og margsinnis er búið að sýna fram á, en getur haft lamandi áhrif á fram- leiðsluna i landinu og um leið at- vinnu manna, er þá nokkuð undar- legt þótt farið sé að kurra í verka- mönnum í Rvík og sú staðreynd nálg- ist með degi hverjum, að kommún- istar missi tökin á öllu saman og verkamenn gangi frá með allan skað- ann, sem verkfallið hefir fært þeim? Þetta er nú um Dagsbrúnardeil- una, og sama sagan mun endurtaka sig hjá þeim verkamönnum, sem hafa látið ginna sig út í verkföll hjá síld- arverksmiðj unum. Eins og kunnugt er ætluðu komm- únistar að koma á allsherj arverk- falli í landinu og hvöttu verklýðsfé- lögin til að segja þegar upp gildandi samningum. Þetta hafa þeir nú étið ofan í sig aftur. Flugumenn þeirra og fulltrúar í verklýðsfélögunum hafa neytt allra bragða til að koma þessu fram. Víða hafa þeir verið hraktir af hólmi með háðung, sem sýnir, að sum verklýðsfélögin vita, hvað til síns friðar heyrir, þegar ó- drengilega er að þeim ráðizt. En allt of víða hefir fálæti verkamanna ver- ið það, að fámennar klíkur komm- únista hafa orðið ofan á, án þess að verkamenn gerðu tilraun til að verja hagsmuni sína og heiður. Gott dæmi um þetta eru þeir f undir, sem kommúnistar hafa efnt til hér á Ak- ureyri og í Glerárþorpi. í Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar tókst kommúnistum ekki að fá á sig nema 50 manna fylgi, þrótt fyrir ötula smölun á fund, og þrótt fyrir það, að þeir hafa áður haft af að segja allt að 150 manna fylgi við kosningar. Fundurinn var óvenju fjölmennur. Mótatkvæði komu ekki fram nema 9. Fullur helm- ingur fundarmanna sat hjá. í Glerár- þorpi, — þegnríki Steingríms Aðal- steinssonar, tókst honum að merja í gegn verkfallssamþykkt á Krossanes- verksmiðjuna með tveggja atkvæða meiri hluta, af því að sumir fundar- menn sótu hjá. Á fundi í „Iðju“ sl. fimmtudagskvöld þorðu kommúnist- ar ekki að fara fram á verkfallsboð- un, þegar þeir sáu, hve fundurinn var fjölmennur, en Jón Ingimarsson aflaði Dag9brún samúðaryfirlýs- ingar fundarins með urn 30 atkvæð- um gegn örfáum mótatkvæðum. Hátt í hundrað manns sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þetta sýnir að verkfallsbrölt kommúnista á afar litlu fylgi að fagna meðal verkalýðsins, en fálæti hans er svo mikið, að kommúnistar fá að fara sínu fram og stimpla stór- an hluta verklýðshreyfingarinnar uppvöðslufólk og ginningarfífl í augum þjóðarinnar. Þetta líkar kommúnistum vel. Með því geta þeir Sú saga gengur staflaust um bæ- inn, að þegar rætt var fyrir nokkru um undanþágu frá . verkfalli fyrir Krossanesverksmiðjuna, meðan ver- ið væri að gera hana hæfa til mót- töku síldar, hafi forsprökkum komm- únista verið bent ó, að ekki yrði það atvinnuauki fyrir verkamenn hér og í Glerárþorpi, ef hætta yrði við rekst- ur verksmiðjunnar og jafnvel rífa hana. Þá svaraði einn helzti legáti Alþýðusambandsins: „Þeir fá þá vinnu við að rífa hana niður“. Hvort sem orð þessi hafa verið töl- uð þannig beint eða ekki, þá eru þau engu að síður tóknræn fyrir allt starf kommúnista hér bæði fyrr og síðar. Markmið þeirra er og hefir verið niðurrif í þjóðfélaginu til þess að geta komið á fót einræði klíku sinnar, og hneppt alla aðra en gæð- inga þeirra í órjúfandi fjötra. í engu kemur þessi stefna þeirra þó Ijósar fram en hinu pólitíska verkfalli, sem þeir nú ýmist hafa neytt eða ginnt ýms verklýðsfélög út í þessa dagana. Engir hafa látið hærra en kommún- istar um nýsköpun, og eftir þeirra eigin sögusögn mætti ætla, að allar framkvæmdir, sem unnar hafa verið lil eflingar atvinnuvegunum hér síð- ustu árin, hafi verið verk þeirra einna. En hver hefir hlutur þeirra velt óþrifunum af stjórnmálaklækj- um sínum yfir á verkalýðinn. En hvað heldur það góða fólk, sem nú hefst ekki að, þegar ráðizt er á hagsmuni þess og heiður, að verk- lýðshreyfingin væri stödd í dag, og hagsmunir hins vinnandi lýðs væru á marga fiska, ef það fólk, sem hóf baráttuna fyrir 30 árum og vann verklýðshreyfinguna upp til vegs og virðingar með þjóðinni, hefði við- haft sömu vinnubrögð og þeir, sem annað hvort sækja ekki fundi í verk- lýðsfélögunum eða sitja hjá þegar að þeim er vegið? Væri það ekki þess vert fyrir þetta góða og sífellt hlutlausa fólk að gera sér þes9 einhverja grein, hvaða skyldur það hefir við samtök sín og hvort það sé sæmandi að láta þau verða veltvang ófyrirleitinna, póli- tískra uppvöðslumanna í baráttu þeirra gegn landi og þjóð? Sum verklýðsfélög landsins hafa sýnt, að þau vita og skilja, hvað er í húfi. Meðlimir allra verklýðsfélaga verða að fara að dæmi þeirra. Annars er voðinn vís. Halldór Friðjónsson. verið? Vér skulum athuga það litlu nánar. Jafnskjótt og sýnt var, að örðugleikar myndu verða ó rekstri þjóðarbúsins, gripu kommúnistar fyrsta tækifærið, er þeim gafst, til að hlaupast á brott úr ríkisstjórninni, og þá um leið losa sig undan allri á- byrgð. Þar á eftir tefja þeir með hvers konar bellibrögðum, að ný stjórn verði mynduð um nær fjög- urra mánaða skeið, og vitanlega um leið eru allar raunhæfar aðgerðir í vandamálum þjóðarinnar tafðar. Þegar svo loks ríkisstjóm er mynduð, og hún gerir alvarlegar ráðstafanir til að hamla gegn dýrtíðinni og verð- bólgu, sem aannanlegt er, að er að sliga atvinnuvegina, þá hefjá..komm- únistar verkfölL í þeim tilgangi ein- um að torvelda störf ríkisstjórnarinn- ar, og helzt fella hana, ef unnt væri. Það mun fullljóst hverjum hugs- andi manni, að aldrei hefir riðið meira á vinnufriði en einmitt nú. Að- albjargræðÍ9tíminn er að hefjast. Til landsins hafa verið fengin meiri og fullkomnari framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Fyrir þau hefir verið goldið stórfé. Margt vantar þó enn, svo að gjaldeyrisþörfin hefir sjaldan verið meiri. En einmitt þegar svona stendur á, stöðva kommúnist- ar vinnu í landinu, svo að nýju skip- „Þeir íá þá vinnu við að rífa hana niður”.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.