Alþýðumaðurinn - 24.06.1947, Page 3
Þriðjudagur 24. júní 1947 :
ALÞYÐUMAÐURINN
3
Starf mitt sem sátta-
semjari í vinnudeilum
Umdasmissáttasemjari, Þorsteinn M. Jónsson, hefir
beðið blaðið að birta eftirforondi greinargerð um sótta-
störf hans.
ALÞÝÐUMAÐURINN
Útfefandi:
AlfrýtufUkkifilag Akunyrmr
Kitstjóri:
BRAGl SIGURJÓNSSON.
Af freiff tlumaður:
Sig. Eyvald, Strandg. 35
Árfengurinn koitor kr. 10.00
LauiaeðluTerff 90 auru
in megi liggja við landfestar, og
verksmiðjurnar ryðga af notkunai-
leysi.
Þessir pólitísku ævintýramenn hika
ekki við að tefla atvinnu verkamanna
í tvísýnu og öllum þjóðarbúskapnum
í voða fyrir valdastreitu sína. Þeir
i
hafa nú sýnt það ljóslega, að þrátt
fyrir allt þeirra tal um, að þeir
vilji lýðræðislega þróun, þá hafa
þeir engu gleymt af sínum gömlu
byltingarkenningum, en samkvæmt
þeim á stefnan að vera að skapa sí-
fellt meira og meira öngþveiti, unz
byltingin ríður yfir.
En óheilindi þessara vandræða-
manna hafa komið víðar fram. Það
er nú ljóst, að þau nýsköpunarstörf,
sem unnin hafa verið undir handar-
jaðri hinna kommúnistisku ráðherra,
hafa verið framkvæmd með endem-
um. Fjárausturinn og hroðvirknin
hefir verið á svo háu stigi, að líkt
hefir verið við skemmdarstarfsémi,
og ekki að raunalausu.
En sem betur fer eru augu þjóðar-
innar að opnast fyrir hættunni, sem
fylgir starfi þessara manna. íslenzkir
verkamenn eru nú sem óðast að átta
sig á, út í hverjar ógöngur er verið
að leiða þá. Þeir gera sér betur og
betur ljóst, að öryggi afkomu þeirra
er komin undir því, að rekstur at-
vinnuveganna geti gengið með jöfn-
um hraða, og að unnt verði að vinna
bug á dýrtíðinni í landinu. Þeir
vilja vinna að framleiðslunni, þeir
vilja skapa verðmæti með hjálp
þeirra atvinnutækja, sem þegar hefir
verið aflað, og fá önnur í viðbót. Og
þó að útsendarar kommúnista horfi
á það með ánægju, að nýsköpunin
verði rifin niður, þá mega þeir vera
þess fullvissir, að verkalýðurinn mun
spyrna við fótum og hindra skemmd-
árstarfsemi þeirra. Verkamenn munu
aldrei láta ginnast til lengdar af því
blekkingamoldviðri, sem kommúnist-
fyrirar þyrla upp, og þeir munu
krefjast á ný þeirra réttinda, sem
kommúnistar hafa svift þá í félags-
skap sínum.
17. þ. m. voru gefin saman í hjóna-
band ungfrú Marta Jónsdóttir (Stef-
ánssonar Vopna) og Edvard Sigur-
geirsson, ljósmyndameistari. Alþm.
óskar brúðhjónunum til hamingju.
í níu ár, eða síðan núgildandi lög
um stéttafélög og vinnudeilur gengu
í gildi, hefi ég verið sáttasemjari í 3.
sáttaumdæmi. Eg hefi aldrei sótzt
eftir þessu starfi, en hefi verið skip-
aður í það af þeim ráðherrum, sem
félagsmál hafa heyrt undir, og hefir
þó enginn þeirra heyrt til þeim flokki,
sem ég hefi talizt til. Vegna allmikilla
anna við önnur störf hefir mér oft
komið til hugar að biðjast lausnar
frá starfa þessum, en þó hætt við
það af þeim ástæðum, að mér hefir
virzt ég ekki sjaldan verða að liði
vinnuþiggjendum og atvinnurekend-
um með því að afstýra verkföllum.
Eg hefi leyst hverja einustu vinnu-
deilu, sem til mín hefir v.erið vísað,
og hafa aðiljar oft þakkað mér fyrir,
þegar samningar hafa tekizt, og ekki
síður vinnuþiggjendur en vinnuveit-
endur.
Hin seinasta vinnudeila, sem ég
hefi verið kvaddur til að leysa, er
var á milli síldarverksmiðja ríkisins
og verkamannafélagsins Þróttar á
Siglufirði, var nokkuð sérstæð. Full-
trúar verkamannafélagsins Þróttar og
síldarverksmiðj a ríkisins, þar á meðal
formenn hvorutveggja aðilja, höfðu
gert með sér skriflegan samning 26.
apríl sl. og lofað að leggja til út-
skurðar fyrir sína umbjóðendur
breytingar á verkakaupssamningi,
sem þeir voru búnir að koma sér
saman um. Þetta skriflega samkomu-
lag endaði með svohljóðandi grein:
„Breytingar þessar á kaupgjalds-
samningnum ber að skoða sem eina
heildartillögu og skulu umbjóðendur
vorir hafa sagt til eigi síðar en 2.
næsta mánaðar hvort þeir samþykki
hana og að fengnu samþykki beggja
aðila skulu samningar undirritaðir.“
Verksmiðjustjórnin samþykkti til-
löguna 2. maí, en stjórn Þróttar bar
hana ekki undir atkvæði í félaginu.
Strax og ég kom til Siglufjarðar,
varð ég þess var, að margir félagar
Þróttar voru óánægðir yfir þ.ví, að
tillagan skyldi ekki hafa verið borin
undir atkvæði félagsmanna. Einnig
varð ég þess vís strax og ég byrjaði
sáttafund með aðiljum, að erfitt var
'að finna sáttagruncjvöll, er hvoru-
tveggja gerðu sig ánægðan með,
stjórn Þróttar og stjórn síldarverk-
smiðjanna. Eg notaði því þann rétt,
sem ég hefi sem sáttasemjari að bera
fram mi ðlunartillögu. Var hún í sam-
ræmi við samkomulagið frá 26. apríl,
sem fulllrúar beggja aðila höfðu lýst
sig samþykka, og ég hafði ástæðu til
að álíta, að fjöldi af Þróttarfélöguin
væru samþykkir. En þá gerðisl það
undarlega, að stjórn Þróttar og er-
indreki Alþýðusambands íslands
beittu sér gegn því, að tillagan væri
borin undir atkvæði félagsmanna.
En þegar ég árangurslaust hafði
reynt samkomulag yið þá um fyrir-
komulag atkvæðagreiðslunnar, þá lét
ég samt greiða atkvæði um tillöguna
samkvæmt heimild í lögum um stétta-
félög og vinnudeilur. Eg gaf stjórn
Þróttar kost á að skipa kjörstjórn.
Því neitaði hún. Eg bauð henni að
láta mig fá félagaskrá, því neitaði
hún sömuleiðis. Eg bauð henni að
auglýsa kjörfundinn. Það gerði hún
ekki. Eg gaf henni kost á að hafa*
fulltrúa við kosninguna. Það hirti
hún ekki um.
Eftir skrifum blaðsins „Verka-
maðurinn“, sem út kom 13. þ. m.
mætti halda, að ég hafi brotið rétt á
félögum Þróttar á Siglufirði. Og
þetta réttarbrot er í því innifalið, að
þeir megi greiða atkvæði um tillög-
ur um verkakaupssamning við síld-
arverksmiðj ur ríkisins á Siglufirði.
Þetta er vægasl sagl undarlegar rétt-
ar- og lýðræðishugmyndir.
Fjöldamargt í greinum „Verka-
mannsins“ um það, sem gerðist á
Siglufirði í sáttatilraunum. mínum í
máli Þróttar , og yerk.smiðj.an.na,. er
alveg rakalaust, .svo sem það, ftð.ég
hafi rekið formann Þróttar og;annan
stjórnarnieðlim Þróttar af. kjöjcstað.
Ennfreniu.r rnargt af því, .sem b.laðið
segir,. að ■ gerza hafi á sáttafund.un-
um, svo sem að. ég hafi ekki hti.S-.á
tillögur samninganefndar. Alþýðu-
sambandsins og verkalýSsfélaganna.
Þær las ég strax og mér voru afhent-
ar þær og sýndi þær verksniiðju-
stjórninni. Þó er saga blaðsins um
það, að Selfoss hafi átt að bíða í.sól-
arhring eftir mér. Sannleikurinn í
þessu móli er sá að ég beið í heilan
sólarhring eftir Selfossi,.. eftfr að ég
var tilbúinn að fara.. Eu.ástæðan tjl
þess að Selfoss lá á Siglufirði fram á
sunnudagskvöld var sú, eftir því sem
afgreiðslan þar sagði mér., að hann
gat ekki fengið afgreiðslu á Dalvík
um helgina.
. Ærumeiðandi' skrifum blaðsins
„Verkamaðurinn“ um mig í sam-
bandi við sáttasemjarastarf mitt mun
verða nánár svarað- á öðrum vett-
vangi.
ÞoTsteinn M. Jónsson.
Bílstjórar
Þeir sem vilja dvelja í sumar-
heimili Bílstjórafélags Akureyr-
ar í sumar, snúi sér til Þórhalls
Guðmundssonar, Þórshamri. —
Sími 353 og 484. NEFNDIN.
H.f. Eimskipafélag íslands:
Arður fyrir árið 1946
Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 7. þ. m. samþykkti að
greiða hluthöfum 4% — fjóra af hundraði — í arð fyrir árið
1946. Arðurinn. verður greiddur á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum þess um land allt gegn
framvísun arðmiða.
Ennþá eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiða-
arkir fyrir árið 1943—1961. Eru það vinsamleg tilmæli félags-
ins að hluthafar sæki arðmiðaarkirnar hið fyrsta, en þær éru
afhentar gegn framvísun arðmiðastofnsins, sem fylgir hluta-
bréfum félagsins, á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, stofn-
unum er ennfremur veitt viðtaka hjá afgreiðslumönnum þess
um land allt. ' .. .. ... .
Þá skal á það minnst, að arðmiði er ógildur, ef ekki hefir
verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frg.gjald-
daga hans. .... . ;
H.f. Eimskipafélag íslands.