Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 3

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Side 3
J Ó LIN 1948 J Ó LIN 1948 Atyýámaáuiiiin ..Eg er Ijós heimsins; hver, sem jylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur haja Ijós líjsins.“ Það var sú tíð — að minnsta kosti í sveit- um — að þeir lögðust þungt á hugi manna stuttu. desemberdagarnir með löngu dimmu nóttunum — og oft vildi fylgja með frost og fjúk og stundum erfið fœrð. Þetta hafði lamandi áhrif á starfsþrefc og lífsgleði fólksins — það var því mikils virði að eiga í vœndum Ijósgjafa, er veitt gæti gleði og bjartsýni. Jólin voru í nánd með töfrabirtu og fögnuði. Þeir, sem ungir eru og í kaupstað liafa dvalið, vita tæplega, hversu erfitt gat ver- ið hér áður fyrr á sumum bœjum í sveit að hafa hgtíðleg jól hið ytra (í mat og öðru). Stundum varð bóndinn að fara í kaupstað, með létta fjárupphæð — fara gangandi í ófærð og ótíð og með bagga á baki. En mikil var gleðin, þegar heimilisfaðirinh kom heim. Þá voru kröfurnar minni, en nú. gleðin og jólafögnuðurinn þó eins mik- ill. Frá alda öðli hafa jólin verið hátíð til ' þess að fagna sigri Ijóssins. Ljósþráin er mönnum ásköpuð í bókstaflegum skilningi. Jólin koma, þegar léttir dimmasta skamm- degi og dagarnir lengjast af því, að sól hækkar á lofti. En jólin hafa einnig þau áhrif, að Ijósið hið innra í mannssálinni tendrast. Við sýnum flest eða öll viðleitni í því að verða batnandi menn. Við brjótum hvassasta broddinn af skaplöstum okkar. Harðlyndur maður verður mildari, sá geð- mikli stillir sig betur, og alkunna er, að aldrei eru menn eins örlátir á fé til þess að 'gleðja aðra eins og um jólin. Þetta, sem hér hefir verið nefnt — og margt annað, sem fylgir jólunum, bendir ákveðið til J)ess, að þá er neisti guðseðlisins óvenju skýr og fagur. En það er skel eða brynja heims- JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948 1

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.