Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 07.02.1950, Síða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 7. febriiar 1950 Innflutnigsleyfi fyrir 196 fólks' bifreiðum á árunum 1948-949 Þar af hafa 150 verið keyptar og fluttar inn síðan á miðju ári 1949 fyrir sjómannagjaldeyri Fjánnálaráðherra gaf þær upplýsingar á alþingi 1. febrúav að veitt hefðu verið innflutnings- leyfi fyrir saintals 196 fólksbil'- leiðum frá því á ársbyrjun 1948 til síðustu áramóta. Gjaldeyris- leyfi hafa þó aðeins verið veitt fyrir 5 þessara biíreiða, en 4 þeirra voru keyptar og fluttar inn á vegum hins opinbera. Hins vegar voru veitt innflutningsleyfi án gjaldeyris fyrir 41 fólksbif- reið frá ársbyrj un 1948 og fram a mitt árið 1949, en frá þeim tima og til síðustu áramóta hafa verið fluttar inn 150 fólksbifreió ir, er keyptar hafa verið fyrir hinn svokallaða sjómannagjald- eyri. Gylfi Þ. Gíslason benti í þessu sambandi á það, að upplýsingar íjármálaráðherra væru ekki í samræmi við það, er skýrslur hagstofunnar greina frá uin inn- flutning fólksbifreiða á árinu 1948, en samkvæint upplýsing- um hagstofunnar haía á því ári verið fluttar inn mun fleiri b.. reiðir en þær 41, sem veitt voru leyfi fyrir á árinu. Benti Gylfi á að þetta kynni að vísu að vera eðlilegt, þar eð upplýsingar ráð- herrans voru aðeins byggðar á því, hvað veitt hefði verið inn- flutningsleyíi fyrir mörgum fólksbifreiðum uinrætt ár, en vit- að er, að margar bifreiðir voru fluttar inn á því ári samkvæmt eldri leyfum. Taldi Gylfi Þ. Gísla son nauðsyn bera til þess, að fram færi heildarathugun á inn- flutningi fólksbifreiða síðustu árin, og tók fjármálaráðherra undir það. Finnur Jónss. spurði, hvort það vseri rétt, að 20% sölu- skatturinn á bifreiðasölu sé ekki- látinn ná til þeirra bif- reiða, sem seldar eru óupp- . tehnar í kassaumbúðum áður ,en þær eru skrásetta/r. Einnig beindi hann þeirri fyrirspurn til fjármálaráð- herra, hvort rétt væri, að bif- reiðaeftirlitið hefði á sínum tíma fengið fyrirmæli um að innheimta. þennan söluskatt. en þau fyrirmæli síðar verið afturkölluð. Fjármála/ráðherra færðist iindan að svara þessu, en taldi að erfitt myndi að inn heimta umræddan söluskatt a[ þessum bifreiðum og ekki vís! að til þess liefði verið ætlazt af löggjafanum! Fyrrverandi fjármálaráóherra gaf engar upplýsingar um þetta mál og vék af fundi, meðan umræð- urnar stóðu yfir............ Finnur Jónsson kvað engan \anda að setja öruggar reglur um innheimtu söluskatts af þess- um bifreiðum og ekkert efunar- mál, að til þess hefði verið ætl- ast af löggjafanum. Sagði hann, að ekki næði neinni átt, að láta þá sleppa við söluskattinn, er selja nýjar bifreiðir óuppteknar við þreföldu eða fjórföldu verði, en innheimta hann hins vegar af eldri bifreiðum, sem ganga kaupum og sölum. Haraldur Guðmundsson ræddi í þessu sambandi um erfiðleika lækna í Reykjavík á að eignast bifreiðir, og taldi hann óhjá- kvæmilegt að bæta úr því. Sig- urður Bjarnason áleit sömuleiðis nauðsynlegt að læknar og aðrir embættismenn utan Reykjavíkur ættu þess kost að eignast bií- reiðir. Björn Ólafsson fjármálaráð herra upplýsti í sambundi við þær umræðwr, að hann hcíði látið afnema reglurnar um inn flutning bifrcióa, sem keyptar væru fyrir sjómannagjaldeyri, frá og með síðustu áramótum. Eigi að siður kvað liann eitt- hvað enn verða flutt inn af bifreiðum í grund- velli þeirra, þar cð viðskipta- nefnd hefði gefið ýmis bind- andi loforð áður en hann á- kyað að félla reglurnar úr gildi. Sagði f jármálaráðherra, að hann teldi engar likur á því, að íslendingar hefðu efni að flytja inn fólksbifreiðir eða jeppa á þessu ári, nema því aðeins, að jeppar yrðu taldir til nauðsynlegra landbúnaðar- tækja. Unrræður þessar spunnust út af fyrirspurn, sem Jónas Rafnar hafði framsögu fyrir á fundi sam- tinaðs þings í gær. Siptryggur Sigurðsson húsasmiður Norðurgötu 28 andaðist hér á sjúkrahúsinu 3. þ.m. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Sig- tryggur var fæddur að Hamri í Hegranesi 30. apríl 1889, en dvalcli lengst af æfinnar hér í firðinum og á Akureyri. Ungur nam hann húsasmíði hjá Anton Jónssyni húsasmiðameistara og stundaði -þá iðn til dauðadags. Árið 1917 giftist hann önnu Lýðs dóttur bónda að Skriðnesenni i Strandasýslu. Lifir hún mann sinn ásamt þremur sonum þeirra, Lýð, harmonikuleíkara, giftur og búsetturií Noregi. Ragnari Heið- ari og Hermanni ógiftum heima. Sigtryggur var fáskiftinn, sístari' andi, dagfarsprúður inaður, vel metinn af samstarfsmönnum sín- um og öðrum er þekktu hann bezt. Hann verður jarðsunginn hér frá kirkjunni næstkomandi föstudag. AÐALFUNDUR Verkamannafélags Akureyrarkaupsfað'ar Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar var hald- inn s.l. sunnudag. Stjórnin var öll endurkosin, nema Hjörleifur Hafliðason kom í stað Stefáns Aöalsteinssonar. Stjórn félagsins er því þannig skipuð nú: Björn Jónsson, formaður Ilöskuldur Egilsson. ritari Hjörleifur HafliSason, gjaldkeri Stefán ASalsteinsson og Svavar Jóhannesson, meðstj. Ilálfdán Sveinsson kosinn forseti bæjar- stjórnar Akraness Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bœjarstjórnar á Akranesi var hald- inn 2. fehr. s. 1.. en íhaldið er þar nú í minnihluta eftir hraklega útreið í bæj arstj órnarkosningunum. Hálfdán Sveinsson var kosinn forseti bæjar- stjórnar, GuSmundur Sveinbjörns- Slgirjti í Ölafsson kosinn formaður Sjó- mannafélags Reykjavík ur 31. janúar s. 1. var aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur hald- inn, og tilkynnt þar úrslit stjórnar- kjörs. Hafði þátttaka veriö óvenju- mikil og var Sigurjón Á. ölafsson og samslarfsmenn hans kosnir með yfirburðum. Illaut Sigurjón 604 at- kvæði sem formaður, en sá, er fram var teflt á móti honum hlaut 410. Aörir í stjórninni eru: Ólafur Frið- riksson, varaform. (546:431), Garð- ar Jónsson, ritari (629:378), Sæ- mundur Ólafsson, gjaldkeri (587: 401) og Valdimar Gíslason, vara- gjaldkeri (586:404). Akureyrarbúum er holt að bera þetta stjórnarkjör saman við stjórn- arkjör í Sjómannafélagi Akureyrar, þar sem allsherjaratkvæöagreiðsla er aldrei viðhöfð, og formaöurinn kef- ir oftast verið kosinn með 19—25 atkvæÖum, þótt meðlimir félagsins teljist rúmlega 150. A aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur var gerð í einu hljóði eftirfarandi samþykkt að tillögu fé- lagsstj órnarinnar: „Þar sem reynzt hefir árangurs- laus samkomulagsleið við togaraeig- endur í milliþinganefnd þeirri, er fjallaði um aukinn lögfestan hvíld- artíma á togurum, þá skorar aðal- fundur Sjómannafélags Reykjavíkur á Alþingi að samþykkja á yfirsland- andi þingi frumvarp það, sem fyrir því liggur um hvíldartíma á togur- um. 1 öðru lagi skorar fundurinn á Alþingi, að undirbúið verði milli þinga frumvarp til laga um vinnu- vernd fyrir sjómannastéttina, á grundvelli tillagna Alþýðusambands íslands, sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi. Ennfremur skorar fundurinn á Al- þingi að samþykkja frumvarp til laga um öryggi á vinnustað, sem ligg ur fyrir þinginu.“ son varaforseti og Hans Jörgensson, rilari, en allir þessir menn eru eins og kunnugt er jafnaÖarmenn. 1 bæjarráð voru kosnir: Hálfdán Sveinsson, Halldór Bachmann, sem er kommúnisti, og Jón Árnason, sem er íhaldsmaður. Guðlaugur Einarsson, sein verið hefir bæjarstjóri íhaldsmeirihlutans í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil, hefir beðizt lausnar og var samþykkt á fundinum að auglýsa bæjarstjóra- starfið laust til umsóknar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.