Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Síða 1
Einingarviljinn í orOi og á boröi Um árabil hefir kommúnistum hér á landi verið munntamast og pennafastast í baráttunni fyrir stefnu sinni innan verkalýSshreyf- ingarinhar orðið EINING. Þeir vita sem er, að verkalýðnum er ljós sú staðreynd, að langæskilegast væri, að hann gengi einhuga og samstillt til haráttu fyrir hagsmunum sínum, og þeir hafa vonað, að alltaf yrði verulegur hópur innan raða verka- lýðsins, sem meir hlustaði á áróður- inn í ræðu og riti, heldur e» læsi með gaumgæfni úr gögnum stað- reyndanna. Að nokkru leyti hefir kommúnist- um orðið að von sinni,. en að veru- legu leyli ckki, og slíkt hefir ágerzt í seinni líð. Eins og alkunnugt er, náðu kommúnistar völdum í Alþýðusam- bandi íslands með samningum við IhaldiÖ og stuðningi þess. Ekki leið þó á löngu, að skynsamari menn Sjálfstæðisflokksins sáu, að þeir höfðu gert alvarlega skyssu, og þeir gerðust hikandi í styrk sínum við kommúnista. Það, sem mestu réði þó um, að kommúnistar misstu tök- in á ASÍ á síðasta þingi þess, var, að fjölmörg verkalýösfélög höfðu orðið fyrir hitrum vonhrigðum meö sljórn kommúnista, ekki sízt þau móttarminni, sem fyrst og fremst höfðu þurft á stoð ASÍ að halda. Kommúnistarnir liöfðu semsé látiö gullin tækifæri ónotuð til að ná sam- ræmingu kaups í landinu, og þann- ig óbeinlínis — og sums staöar opin- skátt — haldið niðri kaupi á smærri stöðum úti á landi. Hér þarf ekki að rekja viðbrögð kommúnisla gagnvart tapi sínu á yfirráðum ASÍ. Sú saga, svo ömur- leg sem hún er, mun öllum verkalýð í fersku minni. En af þeim viðbrögðum verður æ fleirum í verkalýðsstéttinni það ljóst, að kommúnistar eru aðeins einingarmenn í orði, en engir á borði. Um langt skeið hefir íslenzkum verkalýð ekki riðið meir á því en nú að koma fram í hagsmunamálum sín*m sem órofa heild. Að honum er kreppt nú á slíkan hált, að mjög ríður á traustri og viturlegri fory6tu og öryggri fylgd. Hvernig hafa nú kommúnistar brugðizt við þessum alvörumálum? Vér höfum séð sýnishorn af því undanfarið í Þjóðviljanum og herg- málsblöðum hans: Stjórn ASÍ er hrakyrt og horin öllum hinum verstu sökum, af því að hún hefir tilkynnt þá stefnu sína, að óráðlegt sé að stofna til kaupdeildna að svo stöddu, en hvetur félögin til að hafa lausa samninga, ef nauður ræki til róltækra aðgerða í kjaramálum. Þjóðviljinn og fylgiblöð hans halda því semsé fram, að þegar sé rétt að heimta kauphækkanir. Nú má vitanlega færa að því mörg Og sterk rök, að kauphækkana sé þörf. Þaö má líka færa að því sterk rök, að kaupdeilur séu lítt æskilegar nú. Bæði rökin verður að meta. Stjórn ASÍ hefir reynt þetla eftir getu og lýst yfir niðurstöðu sinni. Kommúnistar liafa líka metið þessi rök, og komizt að nákvœmlega söimi niðurslöðu að því er staðreyndirnar sýna, þótt þeir tali og riti annað. Það er semsé alkunnugt, að komm- únistar hafa aldrei skiyzt við að heila fyrir vagn sinn verkalýðsfélög- um þeim, sem þeir hafa lök á, ef þeir hafa haldið sér ávinning að því, og ekkert hirt um, hvort sam- þykki ASÍ væri til staðar eða ekki, ef andstæðingar þeirra réðu þar ríkjum. Nú segir Þjóðviljinn, að sjálfsagt sé að ganga til kaupdeilna. En hví heldur þá Dagshrún að sér höndum? Mjölnir, blað kommúnisla á Siglufirði, hergmálar hið sama, en hví sber Þróttur á Siglufirði þá ekki upp herör? Verkamaðurinn hér endurómar orð Þjóðviljans, en hví sefur þá Björn Jónsson á verðinum? Svarið er ósköp einfalt: Komm- Framh. á 2. síðu. Kosin stjörn iyrir Laxárvirkianiiia Á síðasta bæjarstjórnajfundi var samþykkt endanlega af bæjarins hálfu, að Laxárvirkjun skyldi verða sameign ríkis og bæjar. Skip!ast eignarhlutföll þannig, að við undir- skrift samnings milli ríkis og hæjar hér um verður ríkið eigandi að 15 hundraöshlulum núverandi virkjun- ar endurgjaldslausl. Þegar þeirri virkjun lýkur, sem nú slendur fyrir dyrum, verður ríkið eigandi að 35 hundraðshlutum, en hærinn 65 hundraðshlutum, og eftir þar næstu virkjun verður orkuverið helmings- eign ríkis og bæjár. Sín ó milli bera ríki og bær ábyrgð á lánum og öðr- um greiösluskuldbindingum orku- versins í sama hlutfalli og eignin skiptist hverju sinni. Meðan á nýrri virkjun stendur skulu þó aðilar bera jafna áhyrgð á lánum, sem tekin eru til þeirrar .aukningar, og framlögð- um kos naði við liand. Meðan Akureyrarhær á meiri- hluta Laxárvirkjunar, kýs hann 3 af 5 stjórnarmönnum hennar, en ríkis- stjórn tilnefnir 2. Samkvæmt þessu var kosið í stjórn virkjunarinnar af hálfu bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar. Kosningu hlutu: Kristinn Guðmundsson, j Steinn Steinsen og Steindór Steindórsson. Ríkisstjórnin mun ekki hafa til- nefnt formlega að sínum hluta í stjórn virkjunarinnar, en því er fleygt, að hún muni tilnefna Jakob Frímannsson og Indriða Helgason. Er nú vonandi, að einhver skrið- ur fari að komast 'á framkvæmd ný- virkjunar Laxár, en ekkert hefir gengið né rekið í því máli um langt skeið. — Nýjo - bíó — í kvöld kl. 9: NÓTTIN LANGA (The long night) Amerísk kvikmynd frá R K 0 Radio Pictures. Aðalhlutverk: Henry Fonda Barbara Bel Geddes Vincent Price Ann Dvorak ■■: Bönnuð 16 ára og yngri. Einor Krisfjánsson, óperusöngvari, héll söngskennntun hér í Nýja-Bió s. 1. miðvikudag. Við píanóið var frk. Guðrún Kristinsdóttir. S'öngvar inn söng lög eftir Schubert, Melar- tin, Grieg, Donizetti, Puccini, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Eín- arsson og Sigvalda Kaldalöns. Var söngvaranum tekið forkunn- arvel, enda unun á hann að hlýða, og varð hann að syngja 3 aukalög. Óviðkunnanlegt var það á söng- skemmtuninni, að söngvarinn fékk varla og undirleikarinn alls ekki að ljúka sumum lögunum, áður en sum- ir áhéyrenda tóku að klappa og klappa. Slíkt er ókurteisi, en enginn hylling við listamenn. 9

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.