Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Page 3

Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Page 3
Þriðjudagur 4. júlí 1950 ALÞÝÐUMAÐURIN 3 Er ný taeimsstyrjOld að hetjast? Svo sem kunnugt er af fréttum, fór Norður-Kórea fyrir nokkru með hernað ó hendur Suður-Kóreu. Seg- ir stjórn Norður-Kóreu að vísu, að Suður-Kórea hafi fyrst ráðist inn í land sitt og Norður-Kórea sé aðeins að verja sig, en staðreyndirnar vitna sro augljóslega gegn slíkri fullyrð- ingu, að engir munu trúa, jafnvel ekki skoðanabræður Norður-Kóreu- stjórnar — kommúnistar — þótt þeir verði auðvilat) að segjast trúa. Það er sem sé auðséð af öllum fréttum beggja aðila, að her Norð- ur-Kóreu er grár fyrir járnum, vel æfður og skipulagður og drjúgum mannfleiri en andstæðinganna, sem augljóslega hafa verið alls óviðbún- ir styrjöld. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna var allröggsamt og samþykkti nær strax aðstoð við Suður-Kóreu, og hafa nú Bandaríki Norður-Ameríku, Bretland, Astralía, Nýja-Sjáland, Canada, Frakkland og fleiri lönd þegar heitið aðstoð sinni, þótt hún sé ekki virk enn nema frá Bandaríkj - unum og Bretlandi, sem þegar hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn Norð- ur-Kóreu, Bandaríkin í lofti, á landi og af sjó, en Bretar á sjó. Enginn þarf að fara í grafgötur með það, að hér er fyrst og fremst um álök milli austurs og vesturs að ræða. 1 Norður-Kóreu situr svo- nefnd „alþýðustjórn" í einu og öllu háð vilja valdstjórnarinnar í Moskvu, en eins og kunnugt er her- námu Rússar Norður-Kóreu og hjuggu þar á líkan hátt um lmúta og í Póllandi. Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Suður-Kóreu hernámu hins vegar Bandaríkjamenn, en hvorttveggja hernámsliðin voru flutt úr löndun- um. í Suður-Kóreu liafa farið fram kosningar undir eftirliti rannsókn- arnefndar frá S. Þ., og har hún það, að þær hefðu á allan hátt farið lýð- ræðislega fram, eftir þeim skilningi sem við leggjum í orðið lýðræði, en í Norður-Kóreu liefir engin eftirlits- nefnd frá S. Þ. fengið að starfa. í Suður-Kóreu fer borgaralega sinn- uð stjórn með völd. I dag spyr heimurinn milli vonar og ótta: Er ný heimsstyrjöld að skella á? Mönnum finnst að vouuin, að að- farir kommúnista í Norður-Kóreu minni óhugnanlega mikið á aðfarir nazistanna í Þýzkalandi fyrir og í upphafi síðustu styrjaldar. Ollum er í fersku minni, að ofstæki þeirra jókst við hverja eftirgjöf. Nú á ekki að brenna sig á slíku. Og því spyr almenningur í dag: Nægir hin einbeitta afstaða Bandaríkjanna og Breta til þess, að kommúnisminn dragi inn klærnar, eða er haíin þeg- ar kominn svo langt, að hann fær sig eigi stöðvaðan eða vill það ekki? Og livað verður þá? Styrjöld, get- um við hiklaust svarað, styrjöld, ægilegri, kvalafyllri og meir tortím- andi en heimurinn hefir nokkru sinni séð fyrr. En á sama tíma og kommúnism- inn er að ieggja í þetta hernaðar- ævintýri í Kóreu, sem ef til vill leiðir til heimsstyrjaldar, ærast út- sendarar hans um allar jarðir og safna undirskriftum á „friðar- évarp“. Þeir vita sem er, að alþýða jnanna er friðsöm, þráir ekkert fremur en frið, frið, allsherjar frið. Þann vilja hagnýta þeir sér í áróð- ursskyni, en leggja til hernaðar! Hvílík botnslaus siðspilling mannssálar lýsir sér í öðru eins og þessu! Bæjarstjórn Akureyrar brýnir fyrir bifreiðasföðvum bæjarins og Ferðaskrifsfof- unni hér að iófa afvinnubíl- sfjóra í bænum sifja fyrir öllum aksfri. A síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt með 11 samhljóða at- kvæðum svohljóðandi tillaga frá bæj arfulltrúum Alþýðuflokksins: „Sökum þverrandi atvinnu bíl- stjóra í bænum og að gefnu tilefni b’einir bæjarstjórn Akureyrar þeim eindregnu tilmælum- til bifreiða- stöðva í bænum og Ferðaskrifstofu ríkisins hér, að þær láti innanbæjar- arbíla og innanbæjarmenn sitja fyr- jr ölliim akstri, að svo miklu leyti sem það kemur ekki í bága við sér- leyfi.“ v.. TILKYNNING fró verðlagseffirlifinu ó Akureyri. Með tilvísun til tilkynningar nr. 20, 1950 frá verðlag's'stjóra, um ökugjald í Reykjavík, hefir verðlagseftirlitið heimilað að frá og með 16. júní 1950 breytist ökugjald ó Akureyri í samræmi við gjaldskrá bifreiðastjórafélagsins „Hreyfill“, sem verðlagsatjóri hef- ir staðfest með nefndri tilky.uningu. Innanbæjarakstur ó Akureyri telst það, þegar ekið er um svæði, sem takmarkast þannig: Að sunnan af Gróðrarstöð; að vestan af Hlíð og Skarðsvegi; að norðan af Glerá. Akuréyri 16. júní 1950. Trúnaðarmaður Verðlagssfjóra. AUGLÝSING Nr. 13, 1950. fró skömmfunarsfjóra. Akveðið hefir verið að „skammtur 10“ af öðrum skömmtunar- seðli 1950, skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir einu kílói af rúsínum til og með 31. júlí 1950. Jafnframt hefir verið ókveðið að „skammtur 11“ af öðrum skömmtunarseðli 1950, skuli halda gildi sínu fyrir einu kílói af rúsínum til og með 31. júlí 1950. Reykjavík 30. júní 1950. Skömmfunarstjóri. AUGLÝSING um lax- og silungsveiði. Að gefnu tilefni skal hér með vakin athygli á því, að á hinum lögákveðna veiðitíma samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er lax og göngusilungur friðaður fyrir allri veiði annarri en stangar- veiði frá föstudagskvöldi kl. 9 til mánudagsmorguns kl. 9. Ádrátt má auk þess aldrei hafa fró kl. 9 síðdegis til kl. 9 árdegi^ og aldrei nema þrjó daga í viku hverri, frá mánudegi til miðvikudags. — Ádráttarveiði í ósum og á leirum er algjörlega bönnuð. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum. Veiðitæki, sem notuð eru ólöglega og ólöglegt veiðifang, verður gert upptækt. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 27. júní 1950. Heíi kaupanda að tveggja til fjögurra herbergja íbúð eða einbýlishúsi. Mikil útborgun. Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101 Sími 1578 og 1618.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.