Alþýðumaðurinn - 04.07.1950, Side 4
4
1
ALÞÝÐUMAÐURINN
ÞriSjudagur 4. júlí 1950
Jdnsmessuþaukar.
Þegar gengisfellingu krónunn-
ar var á komið s.l. vetur, töldu
Framsóknarinlenn og t'jölda marg
ir aðrir það illa eða jafnvel óhjá-
kvæmilega nauðsyn. Hagfróðir
inenn og lýðhollir, s.s. Jónas Har-
alds, töldu það skástu leiðina af
þeim sem um var að velja. Sem
einn af þeim fávísa fjölda, sfem
lítið skyn ber á þessi gjáldeyris-
mál, er jafnvel hina sérfróðustu
menn greinir á um, gat ég þó
fallizt á, að þetta væri óumflýjan
legt böl, er taka bæri með karl-
mennsku og standa af sér, eftir
því sem geta leyfði. Þjóðin yrði í
heild að draga saman séglin, og
hver einstaklingur yrði að bera
sýna byrði vegna þessara ráðstaf
ana, eftir því sem hann hefði
gjaldþol til. Þó taldi ég víst, aö
liinir »ábyrgu« stjórnmálaflokk-
ar, sem nú fara með völdin í
landinu, mundu gera þær hliðar-
ráðstafanir, er drægju sem um
munaði úr þeim byrðum, er legð-
ust á almenning.
Það hefir nrikið verið talað um
þessar »hliðarráðstafanir«, og
. mest í skopi eða með lítilsvirð-
ingu meðal almennings upp á
síðkastið. Um þær má með sanni
segja, að »efndanna er vant, þó
heitin séu góð«, skal svo ekki
fjölyrt frekar um þær.
Eitt af stefnuskráratfiðum nú-
verandi stjórnar er »frjáls verzl-
un.« Nú er það hverjúm skyn-
bornum manni Ijóst, að ekki get-
ilr verið um frjálsa verzlun að
ræða, þar sem gjaldeyrir er ekki
frjáls, markaður fyrir innlendar
vörur ékki frjáls, og innflutning-
ur vára ekki frjáls. Ög hversu
æskilegt sem það kann að vera,
þýðir ekki að talá um'frjálsa
verzlun, meðan öll milliríkjaverzl
un er ófrjáls. En það á víst langt
í land, að hún. verði frjáls. Þá
er þáð'éinnig augljóst mál, að um
frjálsa yerzlun getur ekki heldur
verið að ræða innanlands, meðan
svo lítið er flutt inn af ýmsri
hauðsynjavöru, að ckki nálgast
áð hún svari til eftirspurnar. En
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ein-
láðinn í því áð framkvæma þetta
stefnuskráratriði sitt þrátt fyrir
öll skynsamleg rök, og Fram-
sóknarfl. fylgir þar fast á hæla
honum. Hafa þeir nú í samein- j
ingu afnumið skömmtun á ál.na-
vöru og skófatnaði. Segja má, að
þetta hafi ekki verið íjarstæða,
hvað skófatnaðinn snertir, þar
sem mikið af skófatnaði er fram-
leitt i landinu, og ekki er hægt
að segja, að um algera vöruþurð
sé að ræða, þótt skófatnaöur
þessi sé misjaínlega hentugur.
Öðru máli er að gegna með er-
lenda álnavöru. Þar er og-hefir
um nokkur ár verið um algeran
vöruskort að ræða, og því er meö
ollu óverjandi að afnema skömmt
un á þeirri vöru. Því er að vísu
borið við, að þessi mál hafi ver-
ið komin í öngþveiti, og því ekki
til neins aö halda skömmtun
áfram. En hafi mál þessi verið
komin í öngþveiti, svo sem af er
látið, þá er það fyrir það, að illa
og óviturlega liefir verið á mál-
um haldið, ieða gildandi reglum
ekki fylgt svo sem vera bar, og
er það engin afsökun. Illt verður
heldur ekki bætt meb öðru verra.
Kaupfélögin, sem eru samtaka-
heildir almennings í lándinu, sjá,
að ekkert vit er í að afnema
skömmtun á erlendri álnavöru, og
munu því halda henni áfram með
vörujöfnunarmiðum, feftir því
sem bezt verður vitað.
En það nær skammt, þár sem
' megnið af álnavöruinnflutningn-
um er í höndum heildsala og
kauþmanna. Eftir allar þær
sparnaðar- og hrunræður, sem
fluttar hafa verið í úfvarpið
undanfárið, virðlst eiiiboðið, að
sáralítið af álnavörú vbrði flutt
inn í ár. Aldrei hefir því verið
reeiri ástæða til að skammta hana
en nú. Aíleiöingin áf þessari ráð-
stöfun stjófháriimar verður þvi
sú, áð hinn litli álnavöruinnflutn-
ingur lendir í höndum kaup-
manna, en þeir láta vini sína,
vandamenn og kunningja sitja
a.ð þessum vörum, og lái þeim
hver sem vill, þeir hafa engar
skyldur við fjöldann. Fjöldinn og
ekki sízt hinir snauðu og um-
komulitlu fá lítið eða 'ekkert, en
nánustu viðskiptamenn kaup-
manna sitja oinir að því, sem þeir
hafa, eftir því sem kaupgirni
þeirra og kaupgeta segir til um.
Þegar fram líða stundir, verða
j það þó fyrst og fremst peninga-
mennirnir, sem geta veitt sér
þessa hluti, því að naumast getur
á löngu liðið, þar til kaupgeta
almennings rýrnar svo, að hann
getur ekki veitt sér, jafnvel hina
nauðsynlegustu hluti. Verður þá
aftur komið á hið »gulina« jafn-
vægi, sem margir hafa beðið með
óþreyju, þegar aðeins nokkur,
eða lítill hluti þjóðarinnar getur
klæðst sómasamlega, en aðrir
ganga skrýddir dýrindisklæðum
og hlaða á sig skrautfjöðrum til
ad sýna yíirburði sína yfir fjöld-
ann.
Mér finnst oft, að land okkar
og þjóð sé eins og skip ineð áhöfn
er rekur á ólgandi hafi viðskipta
og stjórnmálaátaka. Verður þá
að skoða stjórn landsins sem
skipstjóra. Hvaö mundi verða
sagt um þann skipstjóra, sem
íesti skip sitt í ís, eða forfallað-
ist á annan hátt úti á regin-hafi
og hefði enga vissu fyrir hjáíp
eða björgun, ef hann tæki það
ráð að segja við skipshöfnina:
»Nú skulið þið piltar góðir, fara
í matargeymsluna og taki hver
það, sem liann getur, af vista-
forða skipsins. Þeir sfem síðastir
verða og minnstu ná, verða að
deyja drottni sínum, ef hjálpin
kemur ekki nógu snemma, hinir
lifa bara þeim mun lengur«.
Mundi slíkum skipstjóra nokk
urntíma vterða trúað fyrir skipi
aftur? Ekki hefi ég trú á því.
Dæmi þetta, er ég nú hefi nefnt,
virðist liggja sæmilega ljóst fyr-
ir og þarf ekki frekari skýringa.
Það er tæplega hægt að deila um
að skammta beri þær nauðsynja-
vörur, sem veruleg þurð er á, svo
að allir fái eitthvað.
Það er ekkert við því að segja
og engan að ásaka, þótt mark-
aðir bregðist eða versni og gjald
eyristekjur þjóðarinnar rýrni
svo, að hún verði að draga veru-
lega úr eyðslu sinni. Hún getur
það, og' luin á að gera þaðl En
viö hinu er ekki hægt að þegja
og verður ekki þagað, að á sama
tíma og verið er að útmála með
sterkustu litunfy gjaldeyrisvand-
ræði þjóðarinnar í útvarpi og
blöðum og því lýst yfir, að litlar
eða engar líkur séu til, aö hægt
verði að flytja inn brýnustu lífs-
nauðsynjar, streyma vönduðustu
hixusbílar inn í landið frá'sjálfu
dollaralandinu Bandaríkjum N-
Ameríku. — Á sama tíma og
ekki er hægt að fá nauðsynleg-
ALÞÝÐUMAÐURINN
Ulgefandi:
Aljiýð'uflokksfélag Akureyrar.
Ritstjóri:
Bragi Sigurjénsson, Bjarkastíg 7.
1 Sími 1604.
Veríi 15.00 kr. á ári.
PrentsrniSja Björns Jónssonar h.j.
ustu efni í barnaföt, hvað sem í
boði er, er Þjóðleikhúsið vígt
með stórkostlegri viðhöfn og
þangað þyrpast r'eykvískar kon-
í margföldum skinnklæðum (ólík
lega hefir þó verið tiltakanltega
kalt í húsinu við þetta tækiíæri)
og auk þess með einhverja skinn-
bleðla á öxlunum er kosta að
sögn um 4000 kr. Þessa vöru er
hægt að kaupa, og framleiða í
stórum stíl, þótt nauðsynjar
handa alþýðu manna séu ófáan-
legar. — Á sama tíma og ekki er
hægt að fá erlendan gjaldeyri
fyrir einu eintaki af ódýrri, er-
lendri kennslubók, þéysa íslenzk-
ir auðmenn í einkabifreiðum um
íjarlæg lönd og gista þar hin dýr
ustu hótel.
Þegar spurt er, hvernig á þessu
standi, svara yfirvöldin aðeins:
Við getum ekkert við þessu gert;
við ráðum ekkert við þetta; —
ef þau þá svara nokkru. En þetta
er alrangt. Það er hægt að banna
innflutning lúxusbifneiða, og það
ei hægt að koma í veg fyrir inn-
flutning óþarfavarnings. Það á
að setja lög er banna innflutning
slíkra liluta, og það á að fram-
fylgja þeim. Sé þeim slælega
framfylgt, ber að slcerpa eftir-
litið og setja þá starfsmenn frá,
sem ekki rækja skyldu sína í
þeim efnum.
í erindi því sem Finnur Jóns-
son alþingisniaður flutti í útvarp
ið íyrir nokkru um gjaldeyris-
málin, gat hann þcss, að eftirlit
með gjaldeyri til utanlandsferða
liefði verið afnumið vegna þess,
að það hefði þótt óvinsælt. En af
bverju var það óvinsælt? Ekki
af alþýöu manna, sem engin tök
hefir á að ferðast til útlanda.
Ekki af þeim, • sem sækja
j'urftu um erlendan gjaldeyri til
nauðsynlegra utanlandsferða,
því þteir höfðu engu að leyna. En
það var illa séð af þeim, er leynt
höfðu pcningum sínum utanlands
Framh. á 2. síðu.