Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 30. janúar 1951 4. tbl. „Stefnt er markvisst að lækkun dýrtíðarinnar"!! x - x „Bjargráíið" níja: LögverndaBur svartur mark- aíur, „frjáls" verzlan á klafa, níttJírtííar- flóí, unöirbúaingur njrrar gengislækkunar Blýantsstrikið dregið. Almenningi hefir nú verið gefin innsýn í bjargráðaforðabúr núver- andi ríkisstjórnar, og ekki eru úr- ræðin Ijót: Bátaútvegurinn á að fá til ráðstöfunar 50% af gjaldeyri þeim, sem hann aflar, og má selja hann með 50% álagi, þ. e. sterlings- pundið fer í kr. 70.00 rúmlega á þessum lögverndaða svartamarkaði og annar gjaldeyrir eftir því. Þegar þeta er ritað, er ekki full- ljóst, hvort útgerðinni er ætlað að flytja inn vörur fyrir gjaldeyri þenn- an eða hinum venjulegu innflytj- endum, en hvort sem verður, táknar þetta gífurlega verðhækkun á öllum þeim varnlngi, sem inn verður flutt- ur fyrir þennan gjaldeyri, því að auk 50% álags útgerðarinnar á hann kemur heildsölu- og smásöluálagning á vöruna, og því hærri að krónutali, sem varan er dýrari, eins og venj- an er. Fæðing þessa „mikla bjargráðs" gekk ekki þraulalaust. Hagsmunir innflytjendanna í Framsókn og Sjálfstæði stönguðust lengi óþyrmi- lega á við hagsmuni útvegsmanna. En að lokum fannst þó lausnin: „Frjáls" verzlun í spennitreyju, svartur markaður undir vernd ríkis- stjórnarinnar, ný blóðtaka af al- menningi með aukinni dýrtíð og gengisbreytingarbröskurum gefin óbein fyrirheit um nýja almenna gengislækkun áður en langt um líð- ur. „Hliðarráðstafanirnar" frægu. Þet'.a eru þá enn einar „hliðar- ráðstafanirnar", sem Framsókn lof- aði kjósendum sínum við síðustu kosningar. Þá hétu þær að vísu „lækkun dýrtíðar", „útrýming svaitamarkaðs", „stríð gegn fjár- plógsstarfsemi" og fleiri slíkum skrautyrðum. Þá var líka talað um „sparnað ríkisbúsins", og „tími væri kominn til að gefa Sjálfstæðis- flokknum lausn í náð". Það er að vísu ótrúlegt, að flokksleiðtogunum hafi alltaf orðið á mismæli, þeir hafi ætlað að segja „hækkun dýrtíð- ar", „aukning svartamarkaðs", „stríð fyrir fjárplógsstarfsemi" og „aukning rikisútgjalda", en mismæli er þó eina vingjarnlega skýringin á framkomu þeirra. Vísvitandi blekk- ingar er Ijótt að nefna. En „lausn í náð" hefir Sjálfstæðisflokkurinn áreiðanlega ekki fengið. Hann hefir aldrei ráðið jafnafdráttarlaust lands- pólilíkinni og nú. Það er stolt og mannslund Framsóknarflokksins, er hefir fengið „lausn í náð", og þó kannske fyrst og fremst sæmd og heiður formanns flokksins, manns- ins, sem ýmsir töldu róttækan, en reyndist afturhaldssamur, mannsins, sem ýmsir hugðu úrræðagóðan, en reyndist ráðalaus, mannsins, sem ýmsir álitu mikilhæfan, en reynist með öllu dáðlaus nema til að rekja sig eftir slóð íhalds og auðstefnu. Ný gengislækkun innan tíðar. Það mun öllum liggja í augum uppi, að ný flóðbylgja stórkostlegs svariamarkaðsbrasks og dýrtíðar skellur yfir þjóðina í kjölfar þess- ara ráðstafana. Engin leið verður að hafa hemil á gjaldeyrisverzlun út- gerðarinnar, og það leiðir óhjá- kvæmilega af sér svartan markað. Hitt er þó enn óumdeilanlegrá, að 50% álagið á útvegsgjaldeyrinn táknar gífurlega verðhækkun á vöru keyptri fyrir hann, verðhækkun, sem neytandinn verður að greiða. Hvar er nú spjallið um hagkvæmari rekst- ur, ódýrari innkaup á útgerðarvör- um og fleira þ. u. 1.? Voru það eng- in úrræði, af því að þau boðuðu ekki jafnfljóttekin gróða? Sannleikurinn er sá, að engum getur dulizt, að hér er aðeins um bráðabirgðarlausn að ræða. Þjóðin er engu nær að koma bátaútvegnum á heilbrigðan rekstursgrundvöll og það, sem er skuggalegast, er, að hver tilraun ríkisstjórnarinnar til að leysa vandræðahnútana, endar í þyí, að hún ríður nýjan hnút sýnu verri. Þannig var með gengislækkunina og þannig verður það með hið tvöfalda gengi, sem nú er í uppsiglingu: Það hlýtur óhj ákvæmilega að enda í nýrri gengislækkun, haldi núverandi stjórn áfram um stýrisvölinn. Þáttur kommúnista. Enginn furðar sig á viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins í þessum mál- um. Auðvaldsstefnan er alltaf auð- valdsstefna. Menn undrast hins veg- ar svínbeygingu samvinnustefnunnar í taumbeizli Framsóknar, og öllum Framhald á 6. siðu. FRÚ MIKE Ahrifamikil og efnisrík ame- rísk stórmynd. — Sagan birtist í Morgunblaðinu síðastliðið ár. Aðalhlutverk: EVELYN KEYS DICK POWELL. Bönnuð yngri en 12 ára. Garðar Jónsson kosinn for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur Nýlokið er stjórnarkjöri í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Var við- höf ð allsher j aratkvæðagreiðsla og stóð hún um tvo mánuði, eins og lög félagsins mæla fyrir. 011 fyrr- verandi stjórn hafði mælzt undan kosningu. Formaður var kjörinn Garðar Jónsson með 581 atkv., vara- formaður Sigfús Bjarnason með 598 atkv., ritari Jón Sigurðsson með 549 atkv., gjaldkeri Eggert Olafs- son með 546 atkv. og varagjaldkeri Hilmar Jónsson með 592 atkv. Fráfarandi formaður, Sigurjón Á. Ólafsson, var kjörinn heiðursfélagi. FYRSTA SALA HARÐ- BAKS Togarinn Harðbakur seldi afla sinn í Englandi í vikunni sem leið, um 3400 kits á 12.392 sterlingspund. Er þetta fyrsta sala togarans. Hlutafjársöfnun til kaupa á togara til Dalvíkur Dalvíkingar hafa nú mikinn hug á að fá keyptan einn af hinum 10 nýju togurum, sem ríkisstjórn lands- ins lætur smíða í Bretlandi. Hafa einstaklingar á Dalvík þegar lofað um 300 þús. kr. framlögum hluta- fjár.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.