Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.02.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.02.1951, Blaðsíða 1
ft lþí|ÍiuraaíEi utr úux XXI. árg. Þriðjuudagux- 6. febrúai' 1951 Annað mesta ílugslys hér á landi: Flupélin Glitfaxi ferst með 20 mönnum Síðastliðinn miðvikudag vildi það slys til, að Glitíaxi, Douglas-ílugvél. eign Flugfélags íslands h.f., fórst ó leiðinni frá Vestmannaeyj um til Reykjavíkur. 1 vélinni voru 17 far- þegar og þriggja manna áhöfn, alls 20 manns, og fórust þeir allir. Nánari alvik voru þau, að Glitfaxi og önnur Douglas-flugvél til fóru frá Reykjavík til Vestmannaeyja síðdeg- á miðvikudag, og héít Glitfaxi til ís a baka um kl. 16.35, en hin vélin um 20 mín. síðar, og mun engin farþegi hafa verið með henni. Veðuv var gott, en dimmt yfir, svo að fljúga varð blindflug. Á Reykjavíkurflug- velli var vindur 3—4 stig, og gekk öðru hvoru á með sortaéljum. Kl. 16.58 var Glitfaxi kominn yfir stefnuvitann á Álftanesi og bjóst til lendingar á flugvellinum, en í því gekk að með eilt élið, svo að flug- stjóranum var sagt að hækka flugið og bíða þess að élinu slotaði. Kl. 17.14 hafði svo flugturninn síð- ast samband við vélina. Hafði hún þá lækkað sig á ný og bjóst til nýrr- ar lendingartilraunar. Var hún í um 200 m. hæð og stödd utan við Álfta- nes. Þegar ekkert hevrð'st meira í Glit- faxa voru tafarlaust gerðar ráðstaf- anir til leitar. Var vélarinnar leitað allt kvöldið, fimmtudagsnóttina og til hádegis á fimmtudag, en þá fannst brak úr vélinni vestur af Álftanesi, reyndist það við rannsókn úr gólfi vélarinnar og með nokkr- um stólfestingum á. Sunnar og nær landi sást og mikil olíubrák á sjón- um, og þótti nú ölhun sýnt, hver orð- ið höfðu örlög vélarinnar: Hún hafði steypzt í Faxaflóa og allir, sem í henni voru, beðið bana samstundis. Seinni vélin, sú farþegalausa, lenti hins vegar heilu og hölchiu á Reykja- víkurflugvelli. Svo undarlega geta örlögin hagað ferðum sínum. Þeir, sem fórust með Glitfaxa, voru þessir: Áhöfn vélarinnar var: Ólafur Jó- hannsson, flugstjóri, Páll Garðar Gíslason, aðs oðarflugmaður, og Olga Stefánsdóttir, flugþerna, öll til heimilis í Reykjavík. Farþegar voru: Herjólfur Guð- jónsson, Sigurjón Sigurjónsson, Páll Jónasson, María Hjarlardóttir, Björn Gunnarsson (barn), Jón Steingrímsson, Þorsteinn/ Stefánsson og Snæbjörn Bjarnason öll frá Vest- mannaeyjum, Sigfús Guttormsson, Héraði, Magnús Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson, Keflavík, Sigurbjörn Meyvantsson, Gunnar Stefánsson, Ágúst Ilannesson og Ól- afur Jónsson frá Reykjavík, Guð- mundur Guðbjarnarson, Arnarholti, Mýrum og Hreggviður Ágústsson, Neskaupstað. Ríkisstjéroin kastar enn stríðshanzkanum að íátækari stéttanum. Með gengislækkuninni í fyrra varpaði Sjálfstæði og Framsókn stríðshanzkanum að launastéttum landsins og bændum. Þá héldu bænd- ur, að stríðsáskorunin væri fyrir- heit urn stöðvun og festingu verð- ’ags vinnu og vara, launþegar töldu ekki fullvíst nema flokkar þessir vildu af alvöru freista úrræða sinna til hcilla alþjóðar, og ekki væri rétt að hindra þá í því að óreyndu. Fljótt sýndi þó alvöruleysi þess- ara flokka sig í bará’.tu gegn vax- andi dýrt'ð, og í annað sinn varp- aði ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðis stríðshanzka sínum, er hún gaf út bráðabirgðalögin frægu um að svíkja af vísitölu þeirri, er geng- islækkunarlögin höfðu þó gert ráð fyrir, að greidd yrði. í þetta sinn mun nær öllum laun- þegum hafa orðið Ijóst, að einskis nema fulls fjandskapar var að vænta í þeirra garð af ríkisstj órnarinnar hálfu, en verkalýðurinn taldi sig hins vegar varbúinn því á haustdög- um að leggja lil úrslitadl'ustu við hið tvíhöfðaða afturhald, heldur tók þann kost að samræma varnir sínar sem bezt annars vegar, en treysta sóknarstyrk sinn hins vegar. I þriðja sinn varpaði ríkisstjórn- in stríðshanzka sínum fyrir jól í vet- ur með breytingu á gengislækkunar- lögunum. Það hanzkakast tókst þó Framhald af 1. síðu 5. tbl. — Nvia bíó — I kvöld kl. 9: SONUR FRUMSKÓGÁRINS („Bomba, ihe jungle boy“) Aðallilulverk: JOHNNY SIIEFFIELD PEGGY ANN GARNER Sýning í kvöld: FRÚ MEKE Dragið ekki að sjá þessa ágætu mynd. Bönnuð yngri en 12 ára. Áiþýðuflokksfélögin á Akureyri halda S p i1 o k v ö1 d að Hótel Norðurlandi föstud. 9. febrúar 1951, kl. 8.30 e.h. Spiluð verður félagsvist. — Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðujloklcsfélag Akureyrar. Kvenjélag A Iþýðuflokksins. Félag ungra jajnaðarmanna. msmmsz

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.