Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.06.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.06.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriÖjudagur 19. júní 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: fíragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.j. ——-4 17• juni 17. júní 1951 er kominn og lið- inn. Sólheiður, en svalur hér norðanlands, kannske unt allt land. Samt hygg ég, að við Ak- ureyrarbúar minnumst dagsins með sérstakri ánægju, og ég vona, að svo sé um allt Iand. Hér voru hátíðahöld þjóðhátíðadags- ins óvenjufjölsótt, og grunur minn er sá, að slíkt hafi ekki ver- ið eins dænti á Akureyri. Þögult, en samslillt var fólkið, þjóðin, að sýna, að það minntist ábyrgðar sinnar sem þjóð, skyldu sinnar við frelsi sitt, menningu sína og framlíð sína. Því var ljóst, að nú eru hættutímar, hættur aðsteðj- andi afla og hættur sjálfskapar- víta, en þrátt fyrir allt, sem finna má oss sem þjóð til foráttu, er ís- lenzki stofninn seigur og þolinn, og þrátt fyrir alla bölsýni er hann þó hjartsýnn og veit deili á þreki sínu og kjarki. Þess vegna bug- ast hann ekki. Þetta þrek, þennan kjark, þessa bjarlsýni mátti 17. jún. lesa úr svip þúsundanna, sem sóttu hátíðahöldin við sundlaug Akureyrar, gengu í skrúðgöng- unni, horfðu á íþróttir æsku- mannanna á leikvanginum og skemmtu sér glaðar með glöðum á Ráðhústorgi. Og þetta þrek, þennan kjark og þessa bjartsýni hefir vafalaust mátt lesa úr svip allra þúsundanna við öll hátíða- höldin 17. júní. Vér búum i skugga óttans við nýja, ægilega heimsstyrjöld, sem ef til vill muni veita landi voru og þjóð ógurlegri búsifjar en tár- um taki. Vér búum í skugga ótt- ans við yfirvofandi og raunar þegar komið efnahagslegt ósjálf- stæði. Vér búum í skugga óttans við dáðlaus og vanmegandi stj órnarvöld, og vér búum í skugga óttans við ófríki erlendra áhrifa gegnum erlent herlið, er- lend kynni og erlendan áhuga á þessú landi og þessari þjóð. Og þó hefir .þjóðin undir niðri óbug- andi trú á fiamtíð sína, óbugað- an kjark til að mæta erfiðleikum og yfirstíga þá, óslævða eðlis- ávísun, sem fær hana til að hafna einræði og ofbeldi, en velja lýð- ræðið, umburðarlyndið og sam- vinnuna í samskiptum sínum inn- byrðis og út á við. Þetta fannst mér felast í þög- ulli samstilling fjöldans 17. júní, og mér fannst harla gott að vera íslendingur. Hjánaejni, Nýlega hafa opinberað trúlofnn sína ungfrú Sigríður Atla- dóttir, Hveravöllum í Reykjahverfi, og Vigfús Jónsson (Þorbergssonar) Laxa- mýri. ’ldí Ahureyrínga h.f. Þegar ég gat um aðalfund Út- gerðarfélags Akureyringa h. f. í síðasta blaði — ég gerði það í fjarveru ritstjórans — gat ég þess, að ég myndi bæta nokkrum i orðum við í þessu blaði, því að sannarlega er þetta fyrirtæki bæj-1 arins og bæjarbúa þess vert, að því sé gaumur gefinn. Látið njótal sannmælis um allt sem vel fer í | rekstri þess, og bent á það, frá sjónarhóli áhorfenda, sem betur mætti skipast. Eins og það, sem sagt var frá rekstri félagsins og ástæðum í síðasta blaði, sýndi, er útgerðar- félagið þegar orðið það fyrir- tæki, sem skiptir sköpum í bæj- arfélaginu eftir því hvort rekstur þess gengur vel eða illa. Og hvort sem heldur er, er það orðið stærsti atvinnugjafinn í bænum, hvað svo sem „Dagur“ segir um vinnugreiðslur S. I. S. hér í bæn- um. Útgerðarfélagið sækir gulls- ígildið í greipar Ægis. S. í. S.- stofnanirnar sækja stóran hluta vinnulaunanna aftur ofan í vasa bæjarbúa. viðskiptavinanna. Þegr íitið er á rekstur útgerð- arfélagsins undanfarin ár — og hann fer vaxandi — þarf undra sjóndepru til að veita því ekki athygli, að Ú. A. hefir svo að segja bjargað atvinnulífi bæjar- ins s. 1. ár, þótt allstór hluti þeirr- ar atvinnu, sem það veitti, félli í hlut utanbæjarmanna, hvað þá ef Akureyringar hefðu setið að henni allri. Hér er því um að ræða óskabarn bæjarins, ef svo g.ftusatnlega gengur áfrant eins og hingað til að eining ríkir um stjórn fyrirtækisins og alntenn velvild ríkir í garð þess. Þess vegna get ég ekki varizt því að líta svo á, að tilraunin, sem gerð var á aðalfundinum til að reyna að sparka fulltrúa eins stjórn- málaflokksins út úr stjórn félags- ins, eftir einhuga samstarf allra flokkanna frá byrjun, hafi sýnt meira ábyrgðarleysi en æskilegt er, og hefði getað haft alvarlegri j eftirköst en jafnvel séð verða fyrirfram. Er þess að vænta, að tneðan enginn flokkanna brýtur af sér í því samstarfi, sem ríkt hefir um stjórn félagsins, megi gæfa þess hrinda hverri tilraun lil að veikja aðstöðu þess og álit. Með auknum skipakosti Ög fjölþættari verkun aflans, ætti at- vinnan að aukást með ári hverju í kringum félagið; en hún er drýgsti og farsælásfi þátturinn til þeirrar velmegunar í bænum, sem framsýnustu forgöngumenn að stofnun útgerðarfélagsins höfðu í huga. er það var stofnað. Hún er hinn lifandi, síveitandi aflgjafi hvers bæjarfélags, sem veitir blóði út í allar æðar þess, gagnstætt því sem sérhyggj umenn og sof- andi aurasálir mæla allar fram- kvæntdir og fyrirtæki við eigin pyngjú- Þess vegna er það líka, að forystumenn útgerðarfélagsins mega aldrei missa sjónar á því, að eins og bæjarfélagið og bæj- arbúar eiga félagið og styðja það af fullum drengskap, þá er sú krafa gerð til þeirra, að þeir rniði störf sín öll og ákvaranir við heill og hag bæjarbúa, jafnt í því smæsta sem því stærsta. Að það sýni sig í öllu, að það sé heill og heiður Akureyrar, sent teflt er um, hjálpast til að auka, og hægt sé að benda á, hvar sem togarar félagsins fara. Þessi glæsilegu skip, sem vekja athygli, hvar sem þau fara, séu skipuð akureyrskum skipshöfnum, sem þoli saman- burð við sjómenn annarra lands- hluta. Að þetta náist, fellur í hlut ungra, ötulla manna í bænum að sjá um. Að þeir sýni í v.erki, að hugur þeirra standi meira til framleiðsluathafna en að lifnaði skrifstofubúðanna, og þeir lieimti sinn rétt í samræmi við þetta. Er þteta sagt hér vegna þess, að kvart anir hafa verið og eru uppi um það, að hlutur ungra manna í bænum sé borinn fyrir borð við rnönnun togaranna. Slíkt má ekki eiga sér stað, ef á fullum rökum er byggt og akureyrskir sjómenn standa í stöðu sinni eins og með þarf. Með tilliti til hinna nýju fram- kvæmda útgerðarfélagsins uin verkun saltfiskjar o. fl. verður bærinn að ganga að því með fullum áhuga og alliöfnum að gera aðstöðu togaranna fyllilega viðunanlega við höfnina. Bygg- ingu ltinnar nýju bryggju fram af fiskverkunarhúsum félagsins þarf að hefja sem allra fyrst, og ganga að henni með fullum mann- skap, enda fyrir löngu ákveðið að byggja þarna bryggju, vegna og í sambandi við dráttarbraut- ina. Mætti þá skjóta því hér inn í, fyrst dráttarbrautina ber á góma, livort það er meining bæj- aryfirvaldanna, að trassa svo viðhald skjólgarðsins norðan við uppgröftinn upp að dráttarbraut- inni, að hvaða hafgolualda sem er, gangi yfir garðinn og beri sand og möl inn í pollinn fyrir innan hann, eins og átt hefir sér stað s. 1. vetur? Þegar stofnun Útgerðarfélags Akureyringa bar fyrst á góma, héldu forsjármenn þessara fram- kvæmda því frarn, að kringum togaraútgerðina myndi rísa upp margskonar atvinna, og við- skiptalífið í bænum myndi glæð- ast við tilkomu þess. Þetta er nú óðum að rætast, og mun fara vaxandi á næstunni. Formaður félagsstjórnarinnar færði rök að þessu í ræðu sinni á aðalfundin- urn um daginn. Og ekki er það síður áberandi, hvaða gagn bær- inn hefir af félaginu í sambandi við Krossanesverksmiðjuna, um leið og félagið hagnast líka á við- skiptunum við hana. Þannig styð- ur þetta hvað annað þar sem for- sjá og fyrirhyggja, samstarf og framtak ræður ríkjum. Mega Ak- ureyringar vera þess minnugir, að þeir rnenn, sem börðust fyrir stofnun Ú. A., voru engir glópar, MMfunát KE3 nýloUfö Afkoma félagsins góð starfsárið 1950. 3% greidd í stofnsjóð af ágóðaskyldri vöru- iittekt félagsmanna og 5 aurar af hverjmn benzín- og steinolíulítra keypuin hjá út- sölum félagsins Dagana 6. og 7. júní hélt Kaup- félag Eyfirðinga aðaijund sinn og minntist um leið 65 ára starfsaf- mœlis sítis. Formaður félagsstjórnar, Þór- arinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmdarstjóri, Jakob Frí- mannson, lýsti afkomu félagsins s. I. ár. Kvað hann vörusölu fé- lagsins hafa aukizt um rúm 10% að krónutali, en selt vörumagn minnkað þó talsvert. Hækkun vörusölu stafaði af gengislækkun- inni. Verksmiðju- og iðnrekstur félagsins var með líku sniði og fyrr og varð afkoma hans góð. Afurðasala félagsins gekk yfirleitt vel, nema afskipun á saltfiski gekk svo seint, að nokkurt tjón hlauzt af rýrnun. Ástæður félags- manna gagnvart félaginu breytt- ust lítið á árinu. Þó minnkuðu nokkuð innstæður í reikningum og innlánsdeild. Samkvæmt fjárhagsyfirliti fé- lagsins við árslok 1950 voru helztu eignaliðir þessir: Peningar í sjóði, ríkistr.skuldabréf og innstæður hjá S. í. S., bönkum og stofnunum ......... kr. 7.344.374.37 Innstæða í stofnsjóði S. í. S................. — 2.355.874.09 Hlutabréf ýmiskonar ........................... — 2.030.032.66 Fasteignir og vélar .......................... — 13.778.057.03 Vörubirgðir, eftirst. gjaldeyrisv. o. fl....... —14.599.330.82 Víxlar og skuldir ýmsra aðila ................. — 4.581.938.18 Af skuldum er þessa liði helzt að nefna: Innstæða í stofnsjóði og samlagsstofnsj....... kr. 4.628.910.47 Varasjóður, fyrningarsj., sambandsstofnsj. og ýmsir reksturstryggingarsjóðir o. fl..... — 6.728.794.87 Innslæða Innlánsdeildar ..................... — 12.739.325.14 Inneignir félagsmanna ....................... — 5.053.945.00 Inneignir utanfélagsmanna ................... — 1.558.497.78 Bankar og vörulán ........................... — 7.468.892.56 Óráðstafaðar eftirstöðvar ................... — 4.727.188.57 Innstæða lífeyrissjóðs ................. — 646.576.16 Ágóðareikn................................... — 646.576.16 Á árinu gerðist Ólafsfjörður sérstök félagsheild og gerði önnur fjölgun félagsmanna ekki betur en halda félagatalinu eins og 1949. Útibú var opnað í Glerár- þorpi. Alls eru meðlimir nú 5025 talsins með um 13.106 manns á framfæri. Þar af eru 2297 félagar búseltir hér í bæ með um 6457 martns á framfæri. í Félagstíðindum KEA 1. h. 1. árg., eins konar ársskýrslu félags- ins á nýafstöðnum aðalfundi, er upplýst af hálfu endurskoðenda félagsins, að þeir hafi nokkurn ugg af allháum skuldunt ýmissa útgerðarfyrirtækja við félagið, ekki sízt vegna opinberrar íhlut- unar, sem hindrar eðlilega inn- heimtu þeirra. Stjórn félagsins lagði til við aðalfund, að greiddur yrði 3% arður í stofnsjóð af ágóðaskyldri vöruúttekt félagsmanna og 5 aur- þó að íhaldssálir bæjarfélagsins veldu þeim það nafn, þegar verið var að brjóta ísinn í fyrstu, og telja kjark og samhug í fólkið. Og áfram skal haldið með fúllu kappi og forsjá, einingu og sam- starfi, er menningu og hróðri bæjarfélagsins sæmir. Þá mun vorhugurinn, sem ein- kenndi fyrstu framkvæmdir þessa glæsilega framfaramáls bæjarfé- lagsins, endast því á kontandi ár- Halldór Friðjónsson. ar af hverjum keyptum benzín- og olíulítra hjá útsölum félagsins, 5% arður í reikninga af skiluð- unt brauðmiðum 1950 og 6% arður í reikninga félagsmanna af þeim lyfjakaupum, sem þeir greiddu sjálfir ( um %—y2). Allt var þetta samþykkt af að- alfundi. Ingimar Eydal, sent nú lét af stjórnarstörfum í félaginu eftir 34 ár samfleytt, var gerður að heiðursfélaga. Stjórn félagsins skipa nú: Þórarinn Kr. Eldjárn, hrepp- stjóri, l'jörn, formaður, Bern- harð Stefánsson, bankastjóri, og alþingismaður, Björn Jóhanns- son, bóndi, Laugalandi, Brynjólf- ur Sveinsson, menntaskólakenn- ari, Eiður Guðmundsson, hrepp- stjóri og bóndi, Þúfnavöllum. Endurskoðendur eru: Hólrn- geir Þorsteinsson, Hrafnagili, og Valdimar Pálsson, hreppstjóri, Möðruvöllum. Athyglisvert mun þykjá, að neytendur á Akureyri eiga eng- an fulltrúa í stjórn KEA nerna þá Brynjólf Sveinsson, og hvorugan endurskoðandann, enda þótt þeir séu nær helmingur allra félags- manna. Skiptir þetta að vísu litlu máli um stjórninai en öðru máli gegnir um endurskoðendur, ef glöggir menn og einbeittir eru. * Tómas Tómasson, lögfræð'ingur, hef- ir látið af ritstjórn íslendings. Við hef- ir tekið Jakob O. Péturssoij.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.