Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.06.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 19.06.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júní 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Eíuh 4ii* kórimm seg’ir frá Á ATLANTSHAFI. 30. maí. Við lögðum af stað frá Reykjavík á hádegi í gær og eigum nú eftir 9 tíma ferð til Færeyja. Það hefir verið tals- verður veltingur og margir sjó- veikir þrátt fyrir allar sjóveiki- pillur. Við höfðum síðast land- sýn af Vestmannaeyjum, en skyggni var slæmt, þokusuddi. 31. maí. Það er kominn morg- un, en raunar er kl. ekki nema 2. Við höfum séð Færeyjar rísa úr sjó, og er það fögur sjón, og við höfum séð dásamlega miðnætur- sól rjúfa þokuvegginn. Annars er enn þungur sjór, en veður tekið mjög að lægja. í FÆREYJUM. 1. júní. Það er komið kvöld og við erum lögð af stað frá Færeyj- um. í Þórshöfn þótti okkur fal- legt. Þar er fagur garður með há- vöxnum harrtrjám og tjörn, sem hnúðsvanir synda á. En bílstjór- arnir þar eru hráðhættulegir. Þeir aka eins og vitlausir menn. Við sungum hjá þinghúsinu og fólkið virtist mjög hrifið. Lítil stúlka færði okkur fagran blórn- vönd og skólastjóri barnaskólans hélt ræðu á færeysku. AFMÆLISHÓF. 2. júní. Klukkan 9 í morgun sigldum við milli Shetlandseyja og Orkneyja. Skipið hefir ekki hreyfzt, síðan við fórum frá Fær- eyjum, en sólarlaust er og kalt. Við eigum að sjá Noregsstrendur um miðnætti. í gærkveldi var kvöldvaka hjá okkur. Jónas frá Brekknakoti átti fimmtugsafmæli og Jakob Þor- steinsson varð 39 ára. Báðir fengu færeyskar afmælisgjafir og Valdi frá Hallgilsstöðum mælti af mikilli snilld fyrir minni Jakobs, en Jón Þorsteinsson fyrir minni Jónasar. Svo léku þær frúrnar Sigurjóna Jakobsdóttir og Eme- lía Jónasdóttir, sem slóst í förina í Reykjavík, smáleik við almenn- an fögnuð áhorfenda, og Emelía söng gamanvísur. „RUGLINGUR í HAFI---------.“ Fleygasta setning dagsins er annars spurning Valda í gær- kvöldi. Hann vék sér að einum Dananum, þegar lagt var af stað frá Færeyjum og spurði: „Heyrðu, vinur, heldurðu að það verði ekki ruglingur í hafi í nótt?“ Að vonum reyndist Dan- anum norrænan torskilin. KYNLEGUR FARÞEGI. Það er einkennilegur farþegi með skipinu. Það er rostungur. Hann liggur uppi í hrú hjá skip- stjóra, hnerrar, hlæs og frísar og lætur stórlega illa. Líklega finnst honum Drottningin kynlegur haf- ísjaki og við hér á skipinu furðu- legir gestir í norðurhöfum. UM SKAGERAK OG KATTEGAT. 3. júní. Nú erum við bráðum á móts við Skagen, nyrzta odda Danmerkur. Noregur lét varla sjá sig. Við höfðum hlakkað til að sjá fjöllin þar rísa úr hafi, en þoka hyrgði alla sýn. Við aðeins grilltum áðan í Líðandisnes, syðsta odda Noregs. Annars er tekið að rofa til sólar, og það er stafalogn, en fremur kalt. Skeyti í morgun sagði dásamlegt veður í Höfn og sírenurnar farnar að blómstra. Ugglaust verður ekki sofið mikið í nótt, þegar siglt verður inn Eyrarsund, ef skyggni verður gott. Við eigum að vera við Kronborg kl. 6—7 í fyrra- málið, og komin í land í Höfn um kl. 10. Jónas fékk afmælisskeyti í gær frá Karlakór Akureyrar og Þór. Hér um horð er tíminn drepinn með spilamennsku, sjóveiki, áti og söng. Annars er sjóveikin að kveðja flesta, enda nær bárulaust alla leið frá Færeyjum. UM EYRARSUND. 4. júní. Við félagar vorum | komnir upp á þilfar kl. 5.30 í I morgun. Siglt var milli Sviþjóð- ar og Danmerkur. Blöstu hleikir akrar við í Svíþjóð, en beyki- skógar á strönd Danmerkur. Alls staðar gaf að líta smávillur. — Krónborgarhöll þótti okkur tign- arleg og gaman var að sjá sína borgina á hvora hlið: Helsing- borg og Helsingör. Fögur þótti okkur innsiglingin til Hafnar, alls staðar skógar og tré. í HÖFN. 5. júní. 1 dag er Grundlovs- dagen, og állar húðir lokaðar. Danska kórasambandið bauð okkur til miðdegisverðar í gær, en í dag bauð það okkur með járnbrautarlest til Lyngby, og fórum við með hátum frá Lyng- byvatni til Furesöen. Hitinn var um 30 stig og þótti okkur nóg um. Samt höfum við rænu á að þykja fegurra og stórbrotnara við Mývatn, þótt vissulega væri þarna mjög fagurt. í MALMÖ. 9. júní. I gærkvöldi sungum við í skemmtigarði hér og var prýðilega tekið. Stúlkurnar okk- ar voru í íslenzkum búningi og varð Svíunum starsýnt á þær. Hér þykir okkur gaman um að litast, en heitt. Hitinn varð okkur líka illhærilegur í Höfn, enda segja blöðin nú frá því, að 3 menn hafi dáið af völdum hitans í Höfn í gær. Sjálfsagt biðja allir að heilsa! Sextugur varð í gær Stefán Tryggva- son, bóndi og oddviti að Ilallgilsstöð um í Fnjóskadal. Nýja Bíó Miðvikudagskvöld kl. 9: M Ú S ! K - PRÓFESSORINN (A Song is born) Aðalhlutverk: DANNY KAYE VIRGINIA MAYO BENNY GOODMAN Húsmæðraskóli Akureyrar hélt sýningu á handavinnu námsineyja sunnudaginn 10. júní síðastliðinn. — Þar gat að líta marga fagra muni og gætti þar augljóslega meiri fjölbreytni í efnum og fegurri litir og enn fleiri gerðir voru þar en áður. Saumuð voru 374 skyldustykki í fatasaum. Það voru kjólar á námsmeyjarnar sjálfar, blússur og pils og ýmis harnafatnaður. Þetta eru svipfallegar, látlausar og snyrtilegar flíkur. Hekl og prjón var einnig kennt, og er það allt barnafatnaður, indælar smáflíkur úr útlendu garni og vagnteppi úr lopa, sam- tals 110 stykki. I útsaumi kennir margra grasa allt frá einföldustu dúkurn til 1 hinna erfiðustu og seinlegustu teppa og dúka. Vefnaðurinn er mikill og fríð- ur, meira er núna af gluggatjöld- um og ýmsum inunum úr tvisti en áður og er það áreiðanlega mest fyrir það, hvað ullin er orð- in dýr. Mjög margar hafa ofið veggteppi af ýmsu tagi, og svo eru hnýttar mottur og eitt smá- gólfteppi var þarna einnig. Það er gaman að sjá vefnað- inn aftur vera að lyftast í sessi. Það er stolt þeirrar húsfreyju, sem getur hengt upp ofin nýtízku gluggatjöld fyrir borðstofuna sína eða breitt á borð skínandi ofinn dúk. Skólanum var slitið á þriðju- daginn var. Hæstu einkunn hlaut Anna Elinórsdóttir, Akureyri, 9.45, og næst var Marta Guðna- dóttir, Vestmannaeyjum, 9.36. Fæðiskostnaður í skólanum a dag var 11.16 kr., en alls var kostnaðurinn rúm 4000.00 kr. fyrir hverja stúlku, og er það ekki nema um 1000.00 kr. hækk- un frá í fyrra. Er það ekki mik- ið, þegar tekið er tillit til, hvað allt hefir hækkað mikið, fæði og öll klæði. Þ. G. Fjórir múrnemar ljúka sveinsprófi Á sunnudaginn luku sveins- prófi hér í bæ í múraraiðninni þeir Freysteinn R. Gíslason, Jón Bernharðsson, Jón V. Tryggva- son og Pétur Þorgeirsson. TILKYNNING Nr. 25, 1951. Fjárhagsráð hefix ákveðið nýtt hámarksverð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts .... kr. 6.88 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatli .... kr. 7.Q9 pr. kg. Smásöluverð án söluskatts . kr. 8.72 pr. kg. Smásöluverð með söluskatti .... kr. 8.90 pr. kg. Reykjavík, 15. júní 1951. - V erðlagsskrifsto fan. Þeir verkimenn/ sem ekki vilja láta innheimta árgjaldið hjá atvinnu- rekendum, eru beðnir að gera skil fyrir því tafar- laust. Skrifstofa verkalýðsfélaganna er opin virka daga kl. 6—7 eftir hádegi. Verkamannafélag A kureyrarkaupstaðar. TrnfiBðistofiii riós tilkynnir: Skv. 61. gr. ahnannatryggingalaga reiknast bætur írá fyrsta degi þess mána'óar, sem Tryggingastofnun ríkisins eða umhoðsmaður hennar fær umsóknina, nema umsækjandi öðlist hótaréttinn síðar, þá frá þeim tíma, sem umsækjandinn uppfyllir skilyrði til bótanna. Þeir, sem sækja um bætur, eru því hér með alvar- lega áminntir um að láta alls ekki dragast að sækja um bætur, þegar þeir telja sig eiga rétt til þeirra, þar sem vanræksla í þessu efni skerðir bótaréttinn og veld- ur jafnvel réttindamissi. Tryggingastofnunin lætur í té allar upplýsingar um bótaréttinn þeim, er þess óska. Tryggingastofnun ríkisins. Gula bandið er búið til úr beztu fáanlegum hráefnum og í nýtízku vélum. Samvinnumenn nota smjörlíki fró samvinnuverksmiðju. Fœst í Nýlenduvörudeild KEA og öllum útibúunum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.