Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
ÞriSjudagur 17. júlí 1951
\-----------------------------
ALÞÝÐUMAÐURINN
Útgefandi:
Alþýðuflokksfélag Akureyrar.
Ritstjóri:
Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7.
Sími 1604
Verð kr. 20.00 á ári.
PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.j.
-------------------——---------1
»Guö það hentast heimi
íonn, það hið stríða
bWo blíðu«
Þó að almenningur formæli
daglega sívaxandi dýrtíð, óhag-
ráðri ríkisstjórn, illberandi skött-
um og öðrum þvílíkum plágum
ahnennings á íslandi á því herr-
ans ári 1951, er bjartsýnin ekki
alveg að sálast úr næringarskorti
enn: Veðráttan er góð, svo að
heyskapur gengur vel, og er það
alveg sérstakt gleðiefni bændun-
um eftir langan og strangan vet-
ur og ömurlegt óþurrkasumar í
fyrra. Og svo bætist það við ár-
gæzkuna, að silfur hafsins, síldin,
gerir sig nú líklega til að sprikla
að nýju í pyngju landsmanna, og
þykja það öllum mest tíðindi.
ÞaS er nú einu sinni svo, að
íslenzkri alþýðu þykir alltaf nota-
legast fyrir andann og sálina að
vera sér þess meðvitandi, að hún
hafi sjálf aflað þess brauðs, sein
hún neytir, enda þótt hún kunni
og hafi kunnað að meta gjafir
góðra vina, gefnar undirhyggju-
laust og ekki með slíkt endur-
gjald í huga, sem minnkaði sjálf-
stæði og manngildi þiggjandans.
Þess vegna andar öll þjóðin
léttar, þegar síldveiðihorfur ger-
ast allgóðar: Kannske auðnast
oss að grynna á skuldum vorum,
kannske tekst oss að hrista af oss
umkomuleysisdrunga þann, sem
erlendum lánum er samfara.
Kannske getum vér aftur fundið
þetta blessunarlega öryggi, sem
því er samfara að eiga tilveru
sína undir sjálfum sér en ekki
öðrum?
Það eru meira að segja til þeir
menn, sem eru svo bjartsýnir, að
þeir eru farnir að láta sig dreyma
það, að góð síldveiði hafi vekj-
andi og hvetjandi áhrif á ríkis-
stjórnina okkár. — Heiðarlegir
Framsóknarmenn eru farnir að
fullyrða, að Hermann sé farinn
að losa sætan svefn í Heiðna-
bergi, Eysteini sé farið að detta í
hug, að hægt sé að lifa án sölu-
skattsins og kannske erlendra
gjafa og Steingrími hafi allt í
einu dottið í hug, fyrir hverju
hann hafi forsæti. Sjálfstæðis-
menn fullyrða, að það hafi
hvarflað að Bjarna Benedikts-
syni, að það sé hægt að vera
hvort tveggja: utanríkismálaráð-
herra og íslendingur, flögrað
hafi að Ólafi Thors, að sjávarút-
vegsmálaráðherra gæti fleira
gagnlegt gert en tekið sólbað á
Spáni, og meira að segja Birni
Ólafssyni hafi hugkvæmzt, að
Undir inerkjiini frelsis, jaiiireítis og
bræðralag^ er baraita jafnaðar-
stefnunnar háð
(í tilefni af. endurreisn alþjóðasara-
bands jafnaðarmanna hefir Gylfi Þ.
Gíslason ritað nýlega tvær athyglis-
verðar greinar í Alþýðublaðið. Alþm.
leyfir sér að prenta hér upp niðurlag
síðari greinarinnar, eða tvo kafla
hennar, er bera fyrirsagnirnar Kjarni
jafnaðarstefnunnar og Frelsishugsjón
mannkynsins).
Kjarni
jafnaðarstefnunnar.
Eðli og inntak jafnaðar-
stefnunnar er enn hið sama og
það var á árunum, þegar hún
var að mótast. ]áfnaðarmenn
eru andvígir auðvaldsskipulagi
af því, að því hafa fylgt og því
hljóta að fylgja atvinnuleysi
og kreppur, það hefir í för
með sér lamandi öryggisleysi
og hróplegan ójöfnuð á lífs-
kjörum. Jafnaðarmenn vilja
koma í veg fyrirað einn mað-
ur njóti ávaxtanna af vinnu
annars manns. Þeir vilja, að
allir menn séu frjálsir og jafn-
réttháir, ekki aðeins á stjórn-
málasviði, heldur einnig í at-
vinnumálum. Þeir vilja ekki,
að fámennur minnihluti hafi
ráð alls þorra hverrar þjóðar
í hendi sér í slcjóli einkaeigna-
réttar á mikilvœgustu fram-
leiðslutœkjunum. Þeir vilja,
að þjóðin sjálf taki allar meg-
inákvarðanir bœði í stjórn-
málum og atvinnumálum. Þeir
telja hagkverfi jafnaðarstefn-
unnar ekki geta borið tilœtl-
aðan ávöxt nema samfara lýð-
rœði. Og þeir telja lýðrceði
ekki verða fullkomið nema
samfara hagkerfi jafnaðar-
stefnunnar.
í stjórnmálum vilja þeir
tryggjd andlegt frelsi, almenn-
an og jafnan kosningarétt og
jafnrétti fyrir lögum, og þeir
telja það ekki unnt nema með
lýðrœði. í efnahagsmálum
vilja þeir tryggja öllum fulla
atvinnu, vaxandi framleiðslu
og þar af leiðandi batnandi
lífskjör, félagslegt öryggi og
jafnari skiptingu tekna og
eigna. Þessum markmiðum
telja þeir ekki unnt að ná
nema með því að skipuleggja
þjóðarbúskapinn með lýðrœð-
isaðferðum. Við þá skipulagn-
ingu er nauðsynlegt að beita
þjóðnýtingu á sumum sviðum,
á öðrum sviðurn á rekstur
bæjar- og sveitafélaga betur
skyldur menntamálaráðherra séu
nokkru fjölþættari en það að
synda 200 metra í norrænu sund-
keppninni.
Sem sagt, hin góða heyskapar-
tíð og þó síldveiðin alveg sérstak-
lega á að hafa haft hin ótrúleg-
ustu áhrif. Það sannast enn sem
fyrr, að „guð það hentast heimi
fann, það hið stríða blanda
blíðu“!
við, á enn öðrum sviðum er
samvinnuhreyfingin bezt fall-
in til þess að ná markmiðinu
og í einstökum greinum getur
einkarekstur verið heppileg-
asta lausnin. En hvert sem
skipulag atvinnufyrirtcekjanna
kann að vera, telja jafnaðar-
menn nauðsynlegt, að ríkis-
valdið hafi skilyrði til lýðrœð-
islegrar heildarstjórnar á efna-
hagskerfinu til þess að afstýra
kreppu og verðbólgu og
tryggja öllum atvinnu, án
þess þó að skerða heilbrigt
framtak og eðlilega sjálfs-
bjargarhvöt, og án þess að
leggja lamandi viðjar liafta og
skriffinnsku á atvinnulífið.
En jafnaðarstefnan er meira
en tillaga um hagkerfi og
stjórnkerfi. í aúgum jafnaðar-
mannsins er hvorki stjórnar-
kerfið né hagkerfið markmið
í sjálfu sér, heldur tœki til
þess að þroska manninn og
auka hamingju hans. Listir og
vísindi eiga að verða sameign
allra manna, og 'allir eiga að
hafa skilyrði til menntunar án
tillits til stéttar og efnahags.
Líkamleg velferð mannanna
skiptir ekki ein máli, heldur
einnig andleg velferð þeirra.
Framleiðslan ein þarf ekki að
vaxa, heldur einnig bróðurþel
og kærleiki. Aukinn gróði og
aukinn auður á ekki að vera
hið œðsta mark, heldur aukin
hamingja sérhvers manns.
Þetta er kjarni þess, sem nefna
mætti nútíöarjafnaðarstefnu. —
Milli hennar og auðvaldshyggj u
er mikið djúp staðfest. Jafnaðar-
stefnan vill hagnýta auðinn til
þess að auka hamingju mannsins.
AuÖvaldshyggjan vill hagnýta
manninn til þess að auka auðinn.
Á jafnaðarstefnu og kommún-
isma er og reginmunur, því að
jafnaðarstefnan vill, að ríkisvald-
ið þjóni manninum til þess að
efla frelsi hans og hamingju, en
kommúnisminn vill, að maðurinn
þjóni ríkinu til þess að efla vald
þess og dýrð. Þess vegna eru
jafnaöarmenn jafnandvígir auð-
valdshyggju og einræði.
Frelsishugsjón
mannkynsins.
í heimsstyrjöldinni fyrri hafði
ríkisvaldiÖ margvísleg afskipti af
atvinnulífinu í flestum stríðs-
landanna. Skömmu fyrir 1930
hófust Sovétríkin handa um
samningu og framkvæmd hinna
kunnu fimm ára áætlana, og í
heimskreppunni miklu eftir 1930
var í þeim löndum, þar sem jafn-
aÖarmenn voru við völd, svo sem
í Svíþjóð, tekið að beita nýjum
aÖferðum til baráttu gegn at-
vinnuleysi og kreppu, þ.e. áætl-
unarbúskap og ráðstöfunum á
sviði opinberra fjármála. Allt
þetta olli því, að jafnaöarmenn
beindu huganum í æ ríkara mæli
að áætlunarbúskap sem höfuðúr-
ræði í vandamálum þjóöfélags-
ins. Jafnaðarmannaflokkarnir í
Vestur- og NorÖur-Evrópu voru
flestir stórir og þeir hlutu að láta
lausn dægurmála mjög til sín
taka. Sums staðar höfðu þeir tek-
izt ríkisstjórn á hendur. Allt var
þetta til þess, að jafnaðarmanna-
flokkarnir lögðu helzt til einhliða
áherzlu á hið hagnýta í stefnu
sinni. Jafnaðarstefnan varð í of
ríkum mœli að hagfrœði, en of
lítil áherzla var lögð á að boða
hugsjónir þœr, er úrrœðin áttu
að hrinda í framkvœmd. Þetta
hafði tvenns konar áhrif. Annars
vegar dró úr eldmóðinum og hin-
um trúarlega áhuga, sem ein-
kennt hafði baráttu jafnaðar-
manna fram að heimsstyrj öld-
inni fyrri. Og hins vegar olli
þetta*ástæðulausri fastheldni við
tiltekin - úrræði, sem voru óhjá-
kvæmileg fyrr á tímum til þess að
hrinda hugsjónunum í fram-
kvæmd, en voru ekki jafnsjálf-
sögð eftir að nýjar aðstæður
sköpuðu ný skilyrði til þess að
ná sama marki.
Á þessu þarf að verða breyting.
Jafnaöarstefnan er fyrst og
fremst hugsjón, þótt hún bendi
auðvitaö jafnframt á ráðstafanir
til þess að láta hana rætast. En
hugsjónin er aðalatriði. Það er
hún, sem sameinar jafnaðarmenn
um heim allan fyrst og fremst,
hún er alls staöar hin sama, og
úrræðin eiga að vera þau, sem
nánast svara til aðstæðna á hverj-
um stað og tíma. Þegar hugsjón-
ir eru aðalatriÖi boöskapar, vakn-
ar eldur í brjóstum boöendanna,
sá eldur, sem gerir baráttuná fyr-
ir málstaðnum ekki aöeins að
helgri skyldu, heldur einnig að
uppsprettu dirfsku og fagnaðar,
— eldurinn, sem er ómissandi til
sigurs.
Engin barátta hefir nokkru
sinni unnizt, nema trúað hafi ver-
ið á þann málstað, sem barizt var
fvrir. Heilbrigð trú er heilbrigð-
um manni jafneðlileg og sjálfur
andardrátturinn. En trúarþörfina
má afvegaleiða og hún hefir ver-
ið misnotuð, og misnotkun henn-
ar í stjórnmálum er hættulegri
en nokkur önnur. Það er heil-
brigðara að trúa á hugsjón en
úrræði og hættulegt að trúa á
menn. Jafnaðarstefnan boðar
ekki trú á menn og ekki á úrræði,
en kjarni hennar er dýrleg hug-
sjón um nýtt og betra þjóðskipu-
lag, þar sem allir menn eru frjáls-
ir og jafnir og vinna saman eins
og bræður að sameiginlegri vel-
ferð sinni, þjóðfélag, sem keppir
að því að auka hagsæld og ham-
ingju hvers eins og bæta skilyrði
hans til þess að þroskast og njóta
lífsins.
Jafnaðarmenn trúa á þessa
hugsjón sem frelsishugsjón mann-
kynsins.
------X-------
Elzta sundkonan
íær ísskáp og
yngsta 50 dollara
Gefendur eru Rafha og
Árni Helgason ræðis-
maður
Forstjóri Raftækjaverksmiðj-
unnar Rafha í Hafnarfiröi hefir
tilkynnt landsnefnd samnorrænu
sundkeppninnar,- að stjórn verk-
smiöjunnar hefði á fundi sínum
10. þ.m. samþykkt að gefa elztu
sundkonu keppninnar ísskáp.
Á fundi verksmiðjustjórnar-
innar var staddur hr. ræðismað-
ur Árni Helgason, frá Chigago,
og tilkynnti hann að hann gæfi
yngstu sundkonu keppninnar 50
dollara.
Fróðlegt verður eftir þessar
rausnarlegu gjafir til kvennanna
að fylgjast með því, hvort ein-
hverjir verða ekki til þess að
verðlauna elzta karlmanninn og
þann yngsta sem þátt hafa tekið
í keppninni. Ekkert verður gefið
upp um stöðu hinna ýmsu bæjar-
og sýslufélaga í keppninni fyrr
en úrslit verða tilkynnt 1. októ-
ber næstkomandi.
VÍSITALAN í JÚLÍ
142 STIG
Kauplagsnefnd hefir reiknað út
vísitölu framfærslukostnaðar í
Reykjavík hinn 1. júlí s. 1., og
reyndist hún vera 142 stig. Hefir
vísitalan hækkað um 6 stig frá
því í júní, en þá var hún 136 stig.
_____________
DANSK-ISLANDSK
FORBUNDSFUND
ÚTHLUTAR STYRKJUM
Stjórn Dansk-Islandsk For-
bundsfond hefir á fundi s.'num,
miðvikudaginn 20. júní 1951, út-
hlutað eftirfarandi styrkjum til
íslenzkra og danskra ríkisborg-
ara. Verða styrkirnir greiddir á
tímabilinu 1. júní til 31. desem-
ber 1951.
I. Til eflingar dansk-íslenzku
menningarsambandi var úthlut-
að:
15 íslendingum 300 kr. hverj-
um til dvalar við ýmsar náms-
stofnanir, 2 íslendingar fengu
500 kr. hver. Auk þess hefir ver-
ið úthlutað:
Aðalsteinn SigurÖsson, stud.
mag. til námskeiðs í hafrann-
sóknum kr. 2000. Else Hansen,
kennari til dönskukennslu á ís-
landi kr. 3000. Lynge Lyngesen,
blaðamaður ferð til íslands kr.
500. Finnur Tulinius, sóknar-
prestur, ferð til íslands kr.
2000. Th. Kristjánsson, ritstjóri,
til styrktar útg. „Heima og erlend-
is“ kr. 1000.
II. Til vísinda:
Jón Helgason, prófastur, til
prentunar athugasemda við Land-
námubók kr. 1500.
(Frá danska sendiráðinu).