Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 17. júlí 1951 75 ára Kristín Sigfúsdóttir skáldkona TILKYNNING Hér með er vakin athygli innílytjenda á auglýsingu, sem birtist í Lögbirtingarblaðinu, laugardaginn 14. júlí, um und- anþágu frá ákvæðum um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. Reykjavík, 14. júlí 1951. Fjárhagsróð. Sfldarstúikur vantar nú strax á söltunarstöð Valtýs Þorsteins- sonar á Raufarhöfn. — Upplýsingar á Vinnumiðlunarskrifstofan. Síðastliðinn föstudag varð ey- firzka skáldkonan Kristín Sigfús- dóttir 75 ára. Útvarpið minntist þessara tímamóta ævi hennar á snotran hátt, sum dagblöðin gerðu það einnig, en ég verð að segja eins og mér finnst: Hvorki Eyfirðingar né Akureyringar hafa enn minnzt þess við Krist- ínu eins og hún á að þeim, hve mikill og merkilegur persónuleiki hún er, hve furðulegt, mér liggur við að segja óskiljanlegt, ævin- týri hún hefir skapað með rithöf- undarferli sínum og hve þetta hérað og þessi bær mega vera stolt af þessari hljóðlátu, gáfuðu alþýðukonu, sem hefir borið þjóðarkjarna vorum svo ævin- týralegt vitni. Því að hvað er það annað en ævintýri, að kona, sem er alin upp við þröngan kost, býr flest sín æviár við knöpp kjör, verður nær allt sitt líf að skila a. m. k. fullu dagsverki erfiðrar vinnu, ef ekki meiru en fullu dagsverki, og getur þó gerzt all- afkastamikill rithöfundur, sem mæla verður og meta á mælistiku þjóðskálda? Þetta hafa að vísu mörg skálda okkar gert — karlmennirnir — og vissulega sé þeim þökk og heiður fyrir — en samt er það enn meira afrek, þegar kona vinnur þessa dáð, húsmóðir, því að engin staða mun erfiðari hér á landi en hún, sé hún rækt af al- úð. Öllum kunnugum ber saman um, að þar hafi Kristín Sigfús- dóttir heldur ekki látið sér nægja miðlungshlut. Hér verður ekki rakin ætt né æviferill Kristínar, heldur ekki gerð tilraun til að meta og flokka ritstörf hennar. Bæði er, að það verður ekki gert í stuttri blaða- grein, enda þess að vænta, að ein- hver snjall fagurfræðingur vor taki sér fljótlega fyrir hendur að rita ítarlega um ritverk Kristín- ar. Þessi fáu orð hér eiga aðeins að færa skáldkonunni heim sann- inn um það — og ég leyfi mér að fullyrða, að ég tala hér fyrir munn fjölmargra — að þrátt fyr- ir, að við höfum enn ekki, Ey- firðingar og Akureyringar, sýnt henni þann heiðursvott, sem henni ber af okkar hendi, þá dá- um við og metum verk hennar ög erum stolt af henni, undrumst afrek hennar og hrífumst af þeim hlýja skilningi, sem andar frá verkum hennar, skilningi á um- komuleysi mannsálarinnar, nekt og kvöl, og þó um leið mikilleik og fegurð. Og okkur þykir mikils um vert umburðarlyndi skáldkon- unnar, sem auðfinnanlega grund- vallast á reynslu, íhugun og skilningi, og verður oft í penna Kristínar, sem ritar einstaklega látlaust og fagurt mál, að tærum skáldskap, stórbrotnum í einfald- leik sínum, þegar henni tekst bezt upp í frásögn og persónulýs- ingum. Sá skáldskapur mun lengi halda nafni Kristínar Sigfúsdótt- ur, eyfirzku bóndadótturinnar, eyfirzku alþýðukonunnar og ey- firzku húsmóðurinnar, hátt á lofti. fír. S. HEYSKAPUR verður að teljast ganga með ágætum þar sem Alþm. hefir haft spurnir af hér norðanlands. — Spretta er að vísu misjöfn á tún- um: sums staðar í meðallagi, sums staðar ekki það, en sums staðar fremur góð, og flæðengi eru yfirleitt prýðileg. Hér við Eyjafjörð má segja, að töður hafi hirzt eftir hend- inni, því að heita megi stöðugir þurrkar, og í Suður-Þingeyjar- sýslu má segja nokkurn veginn hið sama, þótt þurrkar hafi verið þar tæpast eins tryggir. Þó að vegirnir hér frá Akur- eyri hafi oft verið slæmir, þá munu þeir varla nokkru sinni hafa verið verri en nú. Það má heita sama, í hvaða átt ekið er, alls staðar hoppar og hendist bif- reiðin á ójöfnunum, svo að mað- ur hrósar happi eftir hverja ferð, sem kotnið er úr, án þess að hafa brotið fjöður eða eitthvað annað í bílnum. Þeir, sem hafa vegaeftirlitið með höndum, munu telja gagns- lítið að skafa vegina í þeirri þurrkatíð, sem nú hefir gengið, og má vera að nokkur fótur sé fyrir því. Hitt er þó enginn vafi, að talsverð bót væri að, ef veg- unum væri sýndur hefill af og til, en slíkt mun nú ekki gert. Það sýnir m. a. lausamölin, sem er í hryggjum og görðum víðast þar, sem ekið hefir verið í vegi í vor, en ekkert svo hirt um að jafna, þegar bílarnir hafa verið búnir að sópa henni til. Er augljós slysahætta af þessum lausamalar- görðum víða. Vegurinn til Dalvíkur er „þvottabretti“, vegurinn fram Fjörðinn er „þvottabretti“, veg- urinn austur í Lauga er „þvotta- bretti“, nema nokkrir kaflar í Vaðlaheiði, sem aldrei verða vondir, þrátt fyrir óstjórn vega- málanna. Fleiri „þvottabrettis- vegi“ mætti telja upp hér úr ná- grenninu, þótt það verði ekki gert að sinni. Ekki verður samt svo við þessi mál skilizt, að ekki sé minnzt á veginn norður Fnjóskadal að austan: Þar hefir verið ruddur sneiðingur í- klifinu sunnan við Böðvarsnes, sem er Nýjo Bíó í kvöld kl. 9: ATÓMÖNDIN (Mr. Drake’s Duck) Bráðskemmtileg og óvenju- leg ensk mynd. Aðalhlutverk: Dougal Fairbanks jr. Yolande Donlan. ALMENNINGS- SALERNIN OPNUÐ Almenningssalernin sem eru undir kirkj utröppunum hafa nú verið opnuð til afnota. Mun þetta „flottasta“ bygging sinnar teg- undar hér á landi, og hreinlegt allt, svo sem bezt verður á kosið. Er hreinlætisskáli kvenna austar en karla vestar undir tröppunum, en á milli er afgreiðsluherbergi varðar. Allt er þarna furðu rúm- gott. slík handvömm, að furðulegt er, að vegamálastjórnin geti verið þekkt fyrir að láta slíkt sjást eft- ir sig. Lausamöl skríður í sífellu úr snarbrattri melbrekku fram á veginn, svo að ófært kann að morgni, sem slarkfært var að kveldi. En þó er hvað háskaleg- ast, að þarna má ekki miklu muna, ef bíll „spólar“ í lausa- malarskriðunni, að hann lendi ofan háa brekku og niður í Fnjóskána, sem þarna beljar undir. Þá er vegurinn um Dalsmynn- ið ein hörmungin í vegamálun- um hér norðanlands. Einu sinni var verið að tala um að gera þar öruggan vetrarveg, þegar Vaðla- heiðin væri ófær, en nú er ekki hægt að gefa þeim tröllavegi, sem þar er, einu sinni nafnið sumar- vegur, því að þar er aldrei lag- fært neitt, hvað þá heldur endur- bætt. Er þolinmæði Þingeyinga við þingmann sinn, sem ekkert virðist sinna þessum vegamálum, lítt skiljanleg. Og loks er það svo blessaður bærinn okkar. Kann bæjarverk- fræðingurinn okkar engin skil á, hvað telja megi keyrslufærar göt- ur í 7000 manna bæ? Hér höfum við, akureyrskir bílstjórar, henzt og hoppað í sömu holunum frá því snemma í vor, án þess nokkur viðhlítandi tilraun hafi verið gerð til úrbótar: Þingvallastræt- ið, Munkaþverárstrætið, Fjólu- gatan, Aðalstrætið, svo að dæmi séu nefnd, eru hálfgerðar heljar- slóðir. — Hvað á þetta að vera svona lengi? Bílstjóri. Ýmsar samþykktir hins nýaf- staðna þings Stórstúku íslands, sem haldið var á Akureyri dag- ana 27. til 30. júní sL: 1. Stórstúkuþingið skorar á framkvæmdanefndina að hlutast til um að komið verði upp lækn- ingastofum í helztu kaupstöðum landsins fyrir drykkjusjúkt fólk, og að séð verði um, að þar verði að starfi sérfróðir læknar í þess- um efnum og að notuð verði öll þau helztu lyf, sem ætlað er að gagni megi koma. 2. Stórstúkuþingið skorar á ríkisstjórn og hæjarstjórn Reykjavíkur að hrinda nú þegar í framkvæmd: a. Að koma upp lækningastöð í Reykjavík fyrir drykkjusjúkt fólk. b. Að koma upp hressingarhæli fyrir þá drykkj usjúklinga, sem þurfa á langri hælisvist að halda. c. Að ráða konu til þess að annast um þær konur, er dæmdar hafa verið til fangavistar í Reykj avík. d. Að ráðinn sé lærður hjúkr- unarmaður er sé jafnan til að- stoðar á lögreglustöðinni í Reykjavík til þess að annast ölv- aða menn, sem þar eru í vörzlu. Felur þingið framkvæmdanefnd sinni að koma þessum áskorun- um þegar á frarnfæri við ríkis- stjórn og bæjarstjórn Reykjavík- ur og fylgja þeim fast eftir. 3. Stórstúkuþingið flytur menntamálaráðherra þakkir fyrir bréf með fyrirmælum um bind- indissemi í skólum landsins. — Jafnframt skorar þingið á menntamálaráðuneytið að herða á skólum landsins að auka bind- indisfræðslu samkvæmt gildandi reglugerð. 4k Stórstúkuþingið lætur í ljós þakklæti sitt til íþróttasambands íslands og forseta þess, fyrir það hve traustum tökum var tekið á því hneyksli, er uppvíst varð að sum íþróttafélög höfðu áfengis- sölu sér til fjáröflunar. 5. Stórstúkuþingið varar við allri rýmkun um sölu og veiting- ar áfengra drykkja og skorar á framkvæmdanefnd sína og alla bindindissinnaða menn í landinu að vera vel á verði gegn öllum tilraunum í þá átt. 6. Stórstúkuþingið felur fram- kvæmdanefnd sinni að koma því til leiðar, að lögin um héraða- bönn komi þegar til framkvæmd- ar. 7. Jafnframt því, sem stórstúku- þingið mótmælir öllum undan- þágum frá gildandi reglugerð um vínveitingaleyfi, skorar það á framkvæmdanefnd sína að beita sér fyrir afnámi allra vínveitinga- leyfa. 8. Stórstúkuþingið þakkar Al- freð Gíslasyni lækni mikið og gott starf til hjálpar drykkjusjúk- um mönnum. 9. Stórstúkuþingið lætur í ljós ánægju sína út af góðri samvinnu milli kirkjunnar og Reglunnar og beinir jafnframt þeirri ósk til framkvæmdanefndarinnar að hún leiti samstarfs við alla þjónandi presta í landinu. 10. Stórstúkuþingið 1951 bein- ir þeim tilmælum til skipstjóra á siglingaflota landsmanna, að þeir beiti sér, svo sem verða má, gegn vínkaupum skipshafna sinna ut- anlands og innan með hliðsjón af sorglegri reynslu undanfarinna ára. 11. Stórstúkuþingið mótmælir bruggun sterkari öltegunda en þegar eru framleiddar í landinu, hvort sem er til sölu utanlands eða innan. Telur þingið, að sala á áfengu öli myndi auka drykkju- skap í landinu, sérstaklega meðal æskulýðsins. ------X------- ALÞÝÐUMAÐURINN kemur væntanlega ekki út í næstu viku vegna sumarleyfa. Ólremdardstcnd ahveginna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.