Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.07.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 17. júlí 1951 26. tbl. Verkídlli afstýrt d Samningar tókust s. 1. fimmtudag um allverulegar kjarabætur fyrir háseta og kyndara á flotanum Samningar tókust milli Sjó- mannajél. Reykjavíkur og skipa- félaganna í Reykjavík um kaup og kjör háseta og kyndara á kaupskipunum sl. fimmtudag, og var þar með afstýrt verkfalli því, er boðað hafði verið á kaupskip- unum frá miðnœtti síðastliðins föstudags. — Allverulegar kjara- bœtur fengust fyrir alla, en þó einkanlega fyrir þá, sem áður áttu við rýrust kjör að búa á skipunum. Samningaumleitanir höfðu stað- ið undanfarið yfir milli deiluað- ila með milligöngu sáttasemjara ríkisins og sáttanefndar, sem sér- staklega var skipuð. Miklar og margvíslegar kjara- bætur náðust og eru þessar helzt- ar: 1. Verðlagsuppbót verður greidd samkvæmt því sem flest verka- lýðsfélög hafa nú samið um. 2. Yfirvinnutaxtar voru áður þrír, en nú er miðtaxtinn felld- ur niður, og öll sú vinna, er féll undir hann, greiðist með hæsta taxta. Lægsti taxti var hækkaður um 5%. 3. Ákvæðið um óvaninga fellur niður, en þeir höfðu áður kr. 603.00 í grunnkaup á mánuði, en fá nú samkvæmt samning- unum viðvaningskaup, sem er kr. 930.00 á mánuði. 4. Umsamdir fjórir frídagar á mánuði í heimahöfn skulu greiddir við árslok eða þegar maður fer af skipi, ef frídagar hafa ekki verið veittir. 5. Sé um tvískiptar vökur að ræða, skulu hásetum greiddar kr. 100.00 til viðbótar mánað- arlega, og er þar um að ræða 30% hækkun á þeim lið. 6. Fæðispeningar verða nú hjá hásetum 18 krónur á dag (grunnkaup) í stað 15 áður. 7. Á farþegaskipum yfir 5000 tonn (þ.e. á Gullfossi) skulu nú vera sex fullgildir hásetar auk bátsmanns og timbur- manns, en þeir voru fjórir áð- ur; það þýðir hækkun hjá tveimur mönnum úr kr. 930.00 grunnkaup á mánuði upp í kr. 1431.00. 8. I erlendum höfnum allt árið skulu hásetar hafa frí frá há- degi á laugardögum, og í inn- lendri höfn, þar sem sjóvökt- um er slitið, þó ekki þann dag, sem skip er ferðbúið, skulu há- setar hafa frí frá kl. 1 e.h. á laugardögum þann tíma, sem verkamenn almennt eiga frí frá hádegi, þ.e. yfir sumar- mánuðina. » ¦ 9. Hverjum háseta skal tryggð 50 stunda yfirvinna á mánuði, án jafnaðar milli mánaða, og þær greiðast að hálfu með helgidagataxta, en hinn helm- ingurinn með sj óvökutaxta. 10. Samningurinn gildir frá l.júlí sl. til 1. júní 1952, og er upp- sagnarfrestur einn mánuður. Sé samningum ekki sagt upp, framlengdlst hann um sex mánuði í senn með sama upp- sagnarfresti. Hlutfallslegar hækkanir og fríð- indi náðust fyrir kyndara og aðra, sem í vélinni vinna. Ekki er nú sama hver í hlut á Það munu nú þrjú ár síðan að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að KEA og Tómas Björnsson, kaupmaður, skyldu verða á brott með skúra sína vestan Skipagötu, svo að þar yrði gert bílastæði. Síðan gátu Framsókn og Sjálf- stæði þó fengið þessa samþykkt ógilta, því að KEA og Tómasi væru þessir skúrar lífsnauðsyn. ' Nú eru nær allir gluggar brotn ir í þessum „skrauthýsum" og komnar fjalir fyrír. Járn er kol- ryðgað og orpið orðið á þaki og veggjum og a. m. k. KEA notar sinn skúr eingöngu til útlánastarf semi á geymslu. En samt sem áður finnst engum neitt við þessa „bæj- arprýði" við Skipagötu að at- huga: Bæjarstjórn kinkar kolli í sælli hrifningu, Fegrunarfélagið okkar er agndofa af fegurðar- sæluhrolli og bílstjórunum okkar finnst svo sjálfsagt að þeir séu hafðir að olnbogabörnum, að þeim dettur ekki í hug að gera uppsteyt. Kurteisir menn, Akur- eyringar! Og ekki er heldur nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra, sem peningana og völdin hafa! Tslmirf roun sigro í uor rrenu sundk&ppnwm0 * 70 þús. Norðmenn og 300 þús. Svía þarf til þess að að ná íslendingum, segir Verdens Gang. Norska blaðið Verdens Gang rœðir nokkuð um samnorrœnu sundkeppnina og segir þar m. a.: „Island hefir nýlega unnið Norð- menn og Dani í frjálsum íþrótt- um og Svíþjóð í knattspyrnu, og allar líkur eru fyrir að Island beri sigur úr býtum í samnorrœnu sundkeppninni. Þeir, sem skyn bera á þessi mál állta að 10 þúsund íslending ar hafi synt en hinir bjartsýnari álíta að þáð hafi verið í kringum 20 þúsund. Sé það rétt verða hinar Norð- urlandaþjóðirnar að ná eftirfar- andi tölum til þess að standa ís- landi á sporði: Noregur 70 þús. þátttakendur Danmörk 80 þús. þátttakendur Finnland 210 þús. þátttakendur Svíþjóð 300 þús. þátttakendur Fyrir okkur Norðmenn eru litlar sem engar líkur til að ná þessari tölu". Þá segir blaðið ýmsar sögur frá keppninni hér á landi, m. a. að blindur maður hafi synt og einnig að einfættur maður hefði tekið þátt í keppninni. Telur blað ið það táknrænt fyrir þann mikla áhuga fyrir keppninni á fslandi. 60 menn synru 200 metr- ana í Kelduhverfi Keldhverfingar og nærsveitar menn þreyttu 200 metrana í nor- rænu sundkeppninni við Litlá í Kelduhverfi og luku 86 menn þar sundinu, þar af 60 úr Keldu- hverfi, en 10 Keldhverfingar luku sundinu annars staðar. Hafa menn lagt mikið á sig til þess að sem flestir lykju þarna sundinu. Þó munu nokkrir sundfærir menn í sveitinni ekki hafa lokið því, flestir vegna veikindaforfalla. „Stína rakar og Bjössi bindur, og bóndinn hirðir sinn arð." Talsvert iiiagu af síld barst á lauri um s. L lielgi Sjómenn bjartsýnir á fr amhald veiðanna Undanfarið hafa allmiklar frétt ir borizt af síld víða um sjó vest- an- og norðanlands. Samt hefir farið svo, að ekki hefir orðið mik ið úr veiði, enda torfur sagðar strjálar og gisnar, þótt þær væru víða. Einstaka skip hafði þó þegar um fyrri helgi fengið allgóðan afla, en það var fyrst nú um síð- ustu helgi að mörg skip fengu talsverða veiði. Er síldin alldjúpt undan landi, aðallega miðsvæðis fyrir Norðurlandinu, en virðist þó frekar vera að þokast nær. Mest barst af síld til Raufarhafnar í þessari hrotu. Lönduðu þar 32 skip, og hafði á sunnudagskvöld komið um 15 þús. mál síldar til Raufarhafnarverksmiðju, en auk þess talsvert magn saltað. Til Hjalteyrar hafa borizt um 8000 mál síldar, 4000 til Dagverð areyrar og 8000 til Krossaness. Þessar tölur eru miðaðar við kl. 4 síðdegis í gær. Akureyrsku skipunum flestum hefir gengið vel og sumum prýði- lega og sömu fréttir berast af skipum úr verstöðvunum hér út með firðinum. Síldin er talin óvenju feit og góð á þessum tíma að vera, svo að allt er saltað, sem söltunarhæft er, enda afbragðsverð á saltsíld sem og reyndar á bræðslusíld líka. Þeir sem s'ldveiðarnar stunda, eru yfirleitt bjartsýnir á framhald veiðanna, og telja síldina haga sér á allt annan veg en undanfarin aflaleysissumur. Vissara mun þó enn gagnvart síldinni að búast við hinu versta, því að hið góða sakar ekki, eins og sagt er. En hinu er ekki að neita, að allir munu sannarlega vona hið bezta með sjómönnun- um. Það er kominn tími til að birti í álinn. * Síldveiði akureyrsku skipanna Veiði akuréyrsku skipanna, þeirra sem Alþm. gat haft fréttir af mun hafa verið orðin sem næst þessu í gærkveldi: Auður 1000-1100 mál og tunnur. Jörundur 3000 mál. Kristján 1500 mál og tunnur. Njörður 750 mál. Snæfell 1700 mál og tunnwy Súlan 2000 mál. Sæfinnur 1430 mál og tunnur. SVALBAKUR MEÐ FULLFERMI Togarinn Svalbakur kom með fullfermi af karfa til Krossaness í gær. Harðbakur hafði þá nýlega lokið þar löndun á 247 tonnum af karfa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.