Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Blaðsíða 3
udagur 31. júií 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 64 bretkir skólflpiltar munu dveljfl við Hofsjökul 6 vikur r 1 Stór hópur úr leiðangursfélagi brezkra skóla kemur til Reykja- víkur 2. ágúst n.k. og munu þeir dvelja í rúmar 6 vikur á hálendi íslands við ýmiss konar land- fræðirannsóknir. í • hópnum eru 64 skólapiltar á aldrinum 16—19 ára úr skólum víðs vegar af Eng- landi. Foringi leiðangursins er Major Hannell, en með piltunum eru 7 brezkir leiðsögumenn og leiðbeinendur í rannsóknunum. Leiðangursfélagið, er nefnist British Schools Exploring Socie- ty, hefir boðið tveim íslenzkum piltum með í förina. Þeir eru: G. 0. Guðmundsson frá Barði í Fljótum í Skagafirði og M. Hall- grímsson, Hafnarstræti 41, Akur- eyri. Brezku piltarnir munu hafa að- albækistöðvar við Hofsjökul, en fara þaðan í margra daga göngu- ferðir um hálendið. Hefur leið- angurinn vistir og allan útbúnað til að dvelja langdvölum í óbyggðum án þess að hafa sam- band við byggð. Ferðaskrifstofan sér um flutning leiðangursins upp að Hofsjökli. Leiðangursfélagið var stofnað 1932 af Commander Levik, 6em tók þátt í síðasta suðurheim- skautsleiðangri Scotts. Tilgangur félagsins er að gefa brezkum skólapiltum tækifæri til að dvelj- ast um tíma í óbyggðum einhvers lands og kenna þeim að bjarga sér sjálfir og þroska sjálfsbjarg- arviðleitni þeirra. í félaginu eru nú 500 skóla- piltar, en þeir einir eru félagar er farið hafa í leiðangra. Alls hafa verið farnar 12 ferðir, er allar hafa tekizt mjög vel. *____ Facts sbout Tcelond hondb ók fifrir útlcndingn Menningarsjóður hefir gefið út ritið „Facts about Iceland“, en það er handbók fyrir útlend- inga með Iíku sniði og sams kon- ar bækur erlendis. Höfundur bókarinnar er Ólafur Hansson menntaskólakennari, en enska þýðingin gerð af Peter G. Foote, sem er kennari í íslenzku við Lundúnaháskóla. Gunnar Nor- land menntaskólakennari hefir verið Ólafi Hanssyni til aðstoðar við samningu bókarinnar. „Facts about Iceland“ flytur uppdrátt af íslandi og 47 myndir. „Facts about Iceland“ er 80 blaðsíður að stærð, en sett mjög drjúgu letri, og skiptist efni bók- arinnar í 18 þætti, er fjalla um landið, ibúana, borgir, helztu ár- töl íslandssögunnar, ríkisstjórn og stjórnarhætti, utanríkismál, heiðursmerki, trúarbrögð og kirkju, menntamál, félagsmál, íþróttir, ferðalög og samgöngur, leiðbeiningar um ferðalög á ís- landi, sögustaði, þjóðarbúskap og atvinnuvegi, fræga íslendinga fyrr og nú og hver er maðurinn á íslandi í dag? Ennfremur flytur bókin þjóðsönginn á nótum. Forsíðumynd bókarinnar er gerð af Stefáni Jónssyni teiknara. Prentunina hefir Alþýðuprent- smiðjan annazt og er útgáfan mjög smekkleg. Verð bókarinnar er 16 krónur. „Facts about Iceland“ er fyrst og fremst hugsuð sem handbók fyrir útlendinga, sem hingað koma, en hefir jafnframt gildi sem handbók fyrir íslendinga og er tilvalin gjöf handa útlending- um, sem áhuga hafa á íslandi og íslenzkum málum. Fjórir ndmsstyrhir Utanrikisráðuneytið í Was- hington hefir nú úthlutað fjórum námsstyrkjum til íslendinga, og eru styrkirnir veittir af Banda- ríkjastjórn. Fengu þessir styrk- ina: Tómas Arnason, Akureyri, til náms í lögfræði við Harvardhá- skóla í Cambridge, Masssachu- setts. H ólmfríður Jónsdóttir, ísa- firði, til náms í uppeldisfræði og ensku við Ohioháskóla, Colum- bus, Ohio. Stefán Júlíusson, Hafnarfirði, til náms i enskum bókmenntum við Cornell háskóla í Ithaca, New York. Þórir Kr. Þórðarson, Reykja- vík, til náms í semetiskum mál- um við Chicagoháskóla, Chicago, Illionis. Uppboð Opinbert uppboð verður hald- ið á vélum og áhöldum þrotabús kolsýruverksm. Sindra h.f. á Ak- urevri þriðjudaginn 7. ágúst n.k. og hefst það að Strandgötu 55, kl. 10.30 árdegis. Greiðsla við hamarshögg. - Uppboðsskilmálar verða að öðru leyti birtir á upp- boðsstað. Bæjarfógetinn á Akureyri 11. júlí 1951. Alþýðumaðurinn kemur ekki út í næstu viku vegna verzlunarmanna- frídagsins. s- veiilfl dóttur Stolíns Um þessar mundir er Sveta- lina, hin svarthœrða dóttir Stalins marskálks í brúðkaupsferð í Austur-Evrópu og eyðir hveiti- brauðsdögunum eftir brúðkaup sitt, sem er hið íburðarmesta og dýrðlegasta, sem þekkzt hefir hér í álfu frá því á dögum zarsins. Brúðguminn heitir Mihail Ka- ganovich sonur Lazars Kagano- vich, mikils iðjuhöldar og með- lims æðsta ráðs Sovétríkjanna. Hann er talinn meðal auðugustu kommúnistaf oringj anna. í brúðkaupsför sinni heim- sækja ungu hjónin Prag, Búda- pest, Búkarest, Sofía og Warsjá og marga aðra fagra og fræga staði í Austur-Evrópu. FJÓRTÁN DAGA BRÚÐKAUP. Samkvæmt frásögn blaða aust- an j árntj aldsins stóð brúðkaupið í hálfan mánuð og kostaði sem svarar hálfri fimmtu milljón ísl. króna. Skartgripir þeir, sem brúðurin bar, voru metnir lil svipaðrar upphæðar. BRÚÐKAUP FAROUKS BLIKNAR. Brúðkaup þetta var svo dýrð- legt og viðhafnarmikið, að engin hliðstæða finnst á vesturlöndum hina síðari áratugi, og verður hið dýrðlega brúðkaup Farouks Eg- yptalandskonungs aðeins svipur hjá sjón í sainanburði við það. Vígslan fór fram í Kreml, og veizlan þar og í öðrum höllum. Kampavín frá Armeníu og vodka flóðu daga og nætur og þúsundir gesta voru úr kommúnistafl. og embættismannaflokki ríkisins. — Straumur hinna nýtignu gesta var látlaus og glóði á gull og silfur hinna skrautlegu búninga. Sér- stakar hljómsveitir og söngvarar frá Georgiu, heimabyggð Stalins, og frægasta ballettdanskona Sov- étríkjanna skemmtu þar hvern dag. Á GULLDISKUM ZARSINS. Gestunum var borinn matur og drykkur á gulldiskum frá tímum zarsins. Hátíðahöldin voru sam- einuð hátíðahöldum rauða hers- ins 7. júlí. Nýja Bíó í kvöld kl. 9: JÚLÍA HEGÐAR SÉR ILLA (Julia misbehaves) Aðalhlutverk: Greer Garson Walter Pidgeon Peter Lawford Elizabeth Taylor. Innilegt þakklæti til allra, nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Kristjóns Guðmundar Kristjónssonar, Eyri í Glerárþorpi. — Sérstaklega viljum við þakka íþrótta- félaginu Þór fyrir þess framúrskarandi góðu framkomu og hjálp og einnig O. C. Thorarensen lyfsala og frú fyrir vin- semd þeirra og drenglyndi. Akureyri 24. júlí 1951. Foreldrar og systkini. Innilegt þakklæti til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og margs konar hjálp við andlát og jarðarför Þórarins Jónssonar, Fjólugötu 15, Akureyri. — Sérstaklega viljum við þakka íþróttafélaginu Þór á Akureyri, sem heiðraði minningu hans á hinn drengilegasta hátt og sá um útför hans að öllu leyti. — Guð blessi ykkur öll. Akureyri 24. júlí 1951. Foreldrar og systkini. AUGLÝSING fró félagsmólaróðuneytinu. Ríkisstjórnin hefir, að fengnum tillögum frá tryggingar- ráði, ákveðið að neyta heimildar bráðabirgðaákvæðis laga nr. 51 1951 til þess að hækka iðgjöld og framlög til trygg- ingasjóðs á árinu 1951 um jafnan hundraðshluta, og skal hækkunin nema sem næst 11% — ellefu af hundraði — þannig: Hið fasta framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum ársins 1951 hækkar um kr. 2.073 milljónir og heildarframlög sveit- arfélaganna um kr. 1.287 milljónir. Iðgjöld atvinnurekenda samkvæmt 112. gr. skulu innheimt samkvæmt iðgjaldaskrám ársins 1951 með 11% álagi. Á sama hátt skulu iðgjöld hinna tryggðu samkvæmt 107. gr. fyrir árið 1951 innheimt með álagi sem hér segir: I. verðl.svæði II. verðl.svæði Iðgjöld kvæntra karla kr. 50.00 kr. 40.00 Iðgjöld ókvæntra karla kr. 40.00 kr. 35.00 Iðgjöld ógiftra kvenna kr. 35.00 kr. 30.00 Félagsmálaráðuneytið, 21. júlí 1951. Steingrímur Sfeinþórsson (sign.) Haltgrímur Dalberg (sign.) TILKYNNING Með skírskotun til auglýsingar verðlagsskrifstofu Fjár- hagsráðs, nr. 31, 1951, dags, 10. þ.m., um vörur, sem háðar eru verðgæzlu, skal eftirfarandi tekið fram: I. flokkur, liður 7: „Vélar og alls konar tæki, dýrari en kr. 500.00 í útsölu, sem háðar eru leyfisveitingu.“ Undir lið þennan teljast allar vélar og tæki, hverju nafni sem nefnast, svo sem hjúkrunar- og lækningartæki, rafmótor- ar, prjóna- og saumavélar o. s. frv. Reykjavík, 25. júli 1951. Verðgæzlustjórinn. Fró Vöruhappdnettinu Endurnýjun 4. flokks er haf in og lýkur 5. ágúst. Gleymið ekki að endurnýja BÓK

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.