Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 31.07.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 31. júlí 1951 27. tbl. Tugþrautoreinvíginu lokið Evrópumeistarinn Hein- rich fer ósigraður heim af tugþrautarkeppninni og setur nýtt Frakklandsmet í tugþraut. En Örn Clciu- sen dró talsvert á hann og setti nýtt íslandsmet og Norðurlandamet. Hinu tvísýna einvígi í tugþraut milli Frakkans Heinrich, Evrópu- meistara í þeirri grein, og Arnar Clausen, NorSurlandameistarans, lauk í gajrkveldi. Fóru leikar svo, aS Heinrich bar sigur úr býtum, en sigraði þó Orn með nokkru minni stigamun en í Briissel í fyrra. Báðir íþróttamennirnir bættu verulega afrek sín og setti Heinrich nýtt Frakklandsmet í tugþraut, en Orn nýtt íslandsmet og Norðurlandamet. Árangrarnir voru þessir: Heinrich Clausen 100 m. 11.0 10.8 Langstökk 7.00 7.12 Eíúluvarp 12.72 13.42 Hástökk 1.85 1.80 400 m. 50.7 50.5 110 m. gr.hl . 16.0 14.7 Kringlukast 44.13 40.87 Stangarstökk 3.60 3.20 Spj ótkast 151.12 45.44 1500 m. 4:45.4 4:43.2 Lokastig 7476 7453 Hér birtist svo til fróðleiks ár angur þeirra í Briissel í fyrra: Heinrich Clausen 100 m. 11.3 10.9 Langstökk 6.84 7.09 Kúluvarp 13.14 13.17 Hástökk 1.80 1.80 400 m. 52.2 49.8 110 m. gr.hl. 15.3 , 15.1 Kringlukast 41.44 36.20 »Sex í bíl« sýna gaman- leikinn Carvallo á Akiireyri Leikflokkurinn „Sex í bíl" sýndi í sl. viku í þrjú kvöld gam- anleikinn Carvallo, alltaf fyrir fullu húsi og prýðilegar undir- tektir. Carvallo er gamanleikur í þrem þáttum, kannske ekki beinlínis efnismikill, en leynir þó á sér og drepur fingri á ýmis kýli mann- lífsins. Sumum mun þykja hann kannske helzt til hispurslaus á köflum, en mörg samtölin eru hröð og lifandi, þótt höfundi virðist ekki alls staðar takast jafnvel upp, svo að tómahljóði bregður fyrir. Hlutverkin eru þessi: Kaspar Darde, bóndi og pré- dikari: Gunnar Eyjólfsson. Snilja Darde, kona hans: Hildur Kal- man. Barón, nágranni: Lárus Ingólfsson. Winke, prófessor: Jón Sigurbjörnsson. Anní, þjónustu- stúlka: Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir. Carvallo, kapteinn: Bald- vin Halldórsson. Gross, hermað- ur: Þorgrímur Einarsson. Um öll hlutverkin má segja, að með þau er prýðilega farið. Þó þótti þeim, sem þetta ritar, leik- ur Jóns Sigurbjörnssonar beztur. Honum tekst að vera svo skemmtilega eðlilegur, að það liggur við borð, að áhorfandinn gleymi því, að hann sé að leika. Gunnar Eyjólfsson, sem jafn- framt er leikstj órinn, leikur hér gamlan mann, og er gervið prýðilegt, leikur Gunnars at- hyglisverSur, en málfar helzt til óljóst. Hlutverk Hildar Kalman er erfitt, en því er skilaS af mik- illi vandvirkni og trúmennsku og sama má segja um leik Baldvins Halldórssonar. GuSbjörg Þor- bjarnardóttir á helzt ekki aS leika hálfvitalega vinnukonu, enda þótt hún geri þaS skemmtilega. Þeir, sem hafa séS henni „takast upp" í leik stærri hlutverka, kunna ekki við hana í þessu gervi. Leikur Þorgríms Einars- sonar er léttur og lipur og fellur vel viS hlutverk hans. ÞaS er mikil hressing og til- breytni aS fá hingaS í bæinn slíka gesti sem „Sex í bíl" og fleiri leikgesti, en dálítill sárs- auki er þaS óneitanlega fyrir ak- ureyrskan metnaS, aS þessir góSu gestir geti fortakslaust fengið áhorfendur til aS streyma í leik- húsiS til sín, meSan Leikfélag Akureyrar getur í mesta lagi „uppfært" einn sjónleik á ári — meS tapi. Hvar Hggur hundurinn graf- inn? Stangarstökk 3.80 3.40 Spjótkast 53.31 47.96 1500 m. 4:50.6 4:49.0 Lokastig 7364 7297 Sá þriSji, er þátt tók í keppni þessari nú, Tómas Lárusson, stóS sig vel, þótt hann hefSi ekki bol- magn viS hinum köppunum. — Hann hlaut 5005 stig alls. Söngskemmtun Tón listarfélagskórsins Tónlistarfélagskórinn í Reykja- vík hefir undanfariS veriS á söngfór um Austur- og NorSur- land, og í gærkveldi söng hann hér í Nýja-Bíó. Var honum fagn- að mjög að verðleikum af áheyr- endum, sem þó hefðu mátt vera fleiri. Söngstjóri kórsins er dr. V. Urbancic, og hefir honum tekizt, svo sem við mátti búazt, að stilla hið ágætasta hljóðfæri úr rödd- um kórfélaganna, eins og með- ferS kórsins sýndi t. d. á rímna- lagasyrpu útsettri af söngstjóran- um, svo og lögunum úr óperunni Carmen, en4 þar naut kórinn líka tveggja óperusöngvara: GuS- mundu Elíasdóttur og Gunnars Kristinssonar. Þá má ekki gleyma aS geta meSferS kórsins á laginu Amma raular í rökkrinu eftir Sigursvein Kristinsson, en í því söng einsöng Svava Þorbjarnar- dóttir. Hefir hún fagra altrödd, og undirsöngur kórsins tókst mjög vel. Einsöngva sungu meS undir- leik söngstjórans þau Jón Hjört- ur Finnbjarnarson, Inga Markús- dóttir og Árni Jónsson, og hlutu öll beztu undirtektir. Undirleik viS lögin úr Carmen annaSist frú Katrín Dalhoff. Söngstjóranum bárust blóm- vendir svo og GuSmundu Elías- dóttur óperusöngkonu. Sextugur varS 23. þ. m. Sig- tryggur Jónsson, verkam., Lækj- argötu 2 hér í bæ. Frú Margrét Sdiitl dttrœð I kvöld: N Ý M Y N D Sjá auglýsingakassa. Frú Margrethe Schiöth, heið- ursborgari Akureyrarbæjar, er áttræð í dag. Frú Schiöth þarf ekki að kynna fyrir Akureyringum, enda hefir Alþýðumaðurinn gert það oft og rækilega, þegar tækifæri hefir gefizt til, undanfarin 30 ár. Persóna hennar og glæsi- leikur gerir það líka hvar sem hún fer, svo einstæð er þessi kona og virðuleg, að athygli vekur hvers manns og konu, sem mæta henni, hvort sem er á gölu úti eða þar sem margir fara saman. Á síðari árum höfum við mætt henni undir silfur- haddi göfugrar elli, en bros hennar og viðmót allt hefir túlk- að sannindi ljóðlína Steingríms Thorsteinssonar „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærunum." Og þó við dáum hana jafnmikið í þessu persónugervi, hefi ég kos- ið að sýna hana á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á blómaskeiði ævi hennar, af því að í dag hyll- um við hana sem blómadrottn- ingu Akureyrarbæjar, og á þeim stað, þar sem hún hefir —- í sam- vinnu við vordísir og sólarmögu — gert kraftaverk, sem lifa langt inn í framtíðina. Sumar konur og menn eru fædd þau hamingjunn- ar börn, að lifa margar kynslóðir í gófugum störfum fyrir aldna og unga. Eitt slíkt óskabarn ljóss og lífs er frú Margrethe Schiöth. Þessa höfum við Akureyringar notið, og fáum aldrei fullþakkað eða goldið.- Frú Margrethe Schiöth. AS þessi dagur endar á óvenju- lega hátíSlegan hátt fyrir bæjar- búa, eigum viS Fegrunarfélagi Akureyrar aS þakka, og öSrum þeim, sem stutt hafa þaS aS störf- um. Klukkan átta í kvöld afhjúpar þaS brjóstmynd af frú Schiöth uppi í LystigarSi. VerSur þaS framkvæmt viS hátíSlega athöfn. RæSur verSa fluttar og tveir kór- ar bæjarins syngja. Mun ekki þurfa aS hvetja fólk til aS fjöl- sækja þessa einstæSu athöfn, og votta meS nærveru sinni afmælis- barninu þökk og virSingu bæjar- ins fyrir hiS langa, fagra og líf- ræna starf, sem frúin hefir unnið á þessum staS. Þeim heiður, sem heiður ber. H. F. Niels Bohr kemur hingað til lands í heimsókn Hinn heimskunni danski vís- indamaður, Niels Bohr, kemur til Reykjavíkur í boði Háskóla ís- lands 2. ágúst og dvelst hér á landi vikutíma. — Niels Bohr er einn af kunnustu atómfrœðingum heimsins og forseti danska vis- indafélagsins. Niels Bohr fæddist í Kaup- mannahöfn áriS 1885. Hann varS prófessor í eSlisfræSi viS Hafn- arháskóla árið' 1916, en Nóbels- verðlaun í eðlisfræði hlaut hann árið 1922. Hann er heiðursdokt- or við fjölmarga erlenda háskóla og núverandi forseti danska vís- indafélagsins. Niels Bohr er heimsfrægur fyrir atómrannsókn- ir sínar. Prófessorinn býr nú ásamt fjölskyldu sinni í heiðursbústað á Carlsberg, sem CarlsbergsjóS- urinn nýi lætui frægasta vísinda- mann Dana á hverjum tíma hafa til umráSa. I fylgd meS prófessor Niels Bohr verSur kona hans, frú Mar- grethe Bohr, fædd Nörlund. Togarinn Kaldbakur landaSi í gær í Krossanesi um 400 lestum karfa. Togarinn HarS- bakur landaSi rétt fyrir helgina 371 lest af karfa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.