Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 21. ágúst 1951 r Ahætta kartöfln- framleiðandaiisi r----————————' ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokkafélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. PrentsmuSja Björns Jónssonar h.f. >M höMornir hof- nst dð, hinir teljH’Sér leyjist þnð« Hvað verður gert? spyr fólk. Ekkert, svara flestir sjálfum sér. Og hvar endar þá þetta? spyr það enn. Allt hrynur, er svarið, sem er rökrænast. Daglega vex bilið milli kaup- getunnar og neyzluþarfanna, daglega bilið milli framleiðslu- kostnaðarins við landbúnaðinn og afrakstursins. Daglega þreng- ist um fyrir iðnaðinum, að því er iðnaðarmenn og iðnrekendur upplýsa, og allir vita, hvernig ýmsar greinar útvegsins sitja í sífelldri sultarkreppu. Skuggi at- vinnuleysis er farinn að svífa yf- ir heimilum verkamanna og ör- yggisleysis- og upplausnarástand ríkir í hugarfari þjóðarinnar. Samt er íslenzkur iðnaður í sí- felldri þróun, hvað gæði snertir, rekstur landbúnaðarins er í prýði- legu lagi allvíða, svo að aldrei hefir verið betra, framleiðslugeta útvegsins hefir aldrei verið meiri, siglingafloti vor hefir aldrei verið glæsilegri, og ekki er hægt að neyta því, að framkvæmdir eru enn miklar og víða myndarlegar, þótt nokkur samdráttur sé í þeim. Hvað er þá að? Það sem að er, virðist einfaldlega, að þjóðinni er illa stjórnað og hún kann ekki nægilega vel þá list að aga sig sjáR. J Skrifstofumennska ríkisins er orðin langt yfir allt vit, en hið sama má segja um nær öll hálf- opinber fyrirtæki og einkafyrir- tæki. Vinnusvik í ýmsum mynd- um er orðinn útbreiddur sjúk- dómur í nær öllum stéttum, kunn- irigj apólitíkin er í algleymingi í Iandinu, sjálfgæðishátturinn I líki stétta og einstaklinga merg- sýgur þjóðina. Og það sem er langalvarlegast: almenningur er hættúr að trúa því, að meðal þeirra, sem yfir eitthvað hafa verið settir, finnist yfirleitt önnur manngerð en ræningjar, og tekur að breyta eftir þessari skoðun sinni', gerist rángjarn og yfir- gangssamur sjálfur, því að hvað höfðingjarnir hafast að, hinir telja sér leyfist það. Oss vantar foringja og stjórn- endur, sem þora að segja nei við stéttir og einstaklinga, þora að segja nei við vini og stuðnings- menn, þora að fylgja frarn heið- arlegri sannfæringu, enda þótt óþægindi hljótist af í bili. í fám orðum sagt: Oss vantar tilfinnan- lega skörunga í fyrirsætin. Mikil endemis flatneskja er þar víðast! Og umfram allt vantar vakn- ingu. Vakningu, sem hrindir um koll borðum víxlaranna í for- garði hins íslenzka þjóðfélags og rekur blóðsugur íslenzks þjóðar- stolts og þjóðvirðingar með hnútasvipum úr valdastólum og virðingarstöðum. Hér er ekki verið að boða ný sannindi. Þetta vita í rauninni allir. Gallinn er, að vitneskjan hefir ekki enn leitt til úrbóta. All- ir vita, að drápsklyfjar tolla og ýmissa skatta spenna og auka dýrtíð langt úr hófi fram. Samt kemur ekki fram á löggjafarþingi þjóðarinnar nein alvarleg tilraun til að kippa hér í liðinn. Allir vita, að skrifstofumennska er að kaffæra heilbrigða stjórnar- háttu í landinu, samt kemur ekki fram hjá neinum stjórnmála- flokkanna ákveðin barálta fyrir endurbótum. Hvað segja menn t. d. um hin gífurlegu bákn, sem hlaðið hefir verið utan urn land- búnaðinn íslenzka? Búnaðarfélag íslands mun hafa á að skipa um 11 ráðunautum, auðvitað á ríkis'- launum, þar að auki náttúrlega skrifstofufólki og ýmis konar rannsóknar- og tilraunamönnum. Þá er Stéttarsamband bænda með álitlegan starfsmannahóp, en auk þess eru svo búnaðarráðunautar svo að segja í hverju héraði. Eða hvað segja menn um alla námsstjórana, sem nú þjóta upp um allt eins og gorkúlur í fram- skorinni mýri? í flestum tilfell- um mundu árlegir skólastjóra- og kennarafundir miklu gágnlegri menntun þjóðarinnar en þessir blessaðir námsstjórar, og alger- lega útgjaldalausir fyrir þjóðar- búið. Hvað segja menn um öll ráðin og nefndirnar, sem eiga að stjórna ýmsum málum, en vefja þau og tefja í mörgum tilfellum í staðinn fyrir að greiða úr þeim? Og ekki er þetta betra í margs konar hálfopinberum rekstri eða einkarekstri ýmiss konar. Ekki þarf maður nema svipast lílillega um hér í Akureyrarbæ til að sjá þetta. Skyll er að-vísu að geta þess, að á ýmsum stöðum fær maður lipra og góða fyrirgreiðslu, þar sem þjónusta við almenning er rekin, en miklu oftar er hitt, og það setur svipinn á heildina. Ef ekki á allt að stranda hjá oss Islendingum nú alveg á næst- unni, þá er óhj ókvæmilegt að taka fjölmörg þjóðfélagsmál til nýrrar og rækilegrar athugunar og endurskoðunar. Taprekstur þjóðarbúsins, sem nú er stund- aður í algleymingi, getur ekki staðið svo lengi, herferðin gegn sparsenri og aðgæzlu í meðferð fjármuna, verður að ljúka, iðju- semi og heiðarleika verður á ný að lyfta í hásæti, og skörungar við stjórnartaumana verða að rísa upp á ný. Nú eiga sannarlega við orðin: Ojt var þörf, EN NÚ ER NAUÐSYN. ___ í vor var frá því sagt hér í blaðinu, að á sl. vetri mundi hafa ónýtzt hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á 3. þús. tn. af kartöflum sökum slæmrar geymslu. Þetta var síðar borið til baka af deildarstjóra Kjötbúðar KEA og varð helzt ráðið af yfirlýsingu hans, að 45—50 tn. hefðu ónýtzt, og væri það öll rýrnunin. Alþýðumanninum þótti að vísu yfirlýsing þessi alltortryggileg, en tók hana þó gilda í bili, en nú hefir blaðinu borizt upplýsingar um, að sanri maður hafi frætt áhugamenn hér í bæ um landbún- að á því í vetur, að geymslu- og sölukoslnaður KEA á kartöflum frá því í október 1950 til jebrúar- loka 1951 mundi nema um 70 kr. á tn., og getur hver heilvita mað- ur sagt sér það sjálfur, að slíkt getur ekki orðið nema stórfelld rýrnun hafi orðið. Eins og kunnugt er, var verð í fyrrahaust til framleiðenda á 1. fl. kartöflum ákveðið 190 kr. tn. Bændur, sem báðu KEA að selja framleiðslu sína, kveðast hafa fengið 100 kr. greidda fyrir tunn- una, 90 kr. standi eftir, og enn viti þeir ekki, hvenær eða hvort þeir fái þær. Enn segjast þeir hafa orðið að stórminnka garða sína í vor, þar eð ekkert öryggi sé fyrir hendi um geymslu og markað. Munu af þessum sökum einum bútekjur bænda hér við Eyjafjörð verða stórum minni af kartöflum en oft áður, en auk þessa horfir ekki vel með upp- skeru sökum skemmda af nætur- frostum á grasi. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd, að varðandi kartöflubúskap bænda hefir KEA brugðizt sjálfsögðu framtaki og fyrirgreiðslu: Því, að reisa stóra og myndarlega kart- öflugeymslu á markaðsstað og við höfn, þ. e. hér í bænum. Næg- ir í því sambandi að benda á fyr- irgreiðslu Kaupfélags Svalbarðs- eyrar í þessu efni við bændur á Svalbarðsströnd. Annars er tregða KEA í þess- um málum raunar einstæð, því að alkunnugt er, að framtak félags- ins varðandi önnur markaðsmál bænda — og þá alveg sérstaklega varðandi mjólkursöluna — er hið myndarlegasta. En KEA á hér ekki eitt skilið ádrepu vegna framtaksleysis um að búa þolanlega að kartöflu- framleiðendum. Hvað gerir bæj- arfélagið okkar nú fyrir haust- dagana? Vitað er, að óvenju- mikið var sett niður í vor af kart- öflum í bæjarlandið. Vitað er einnig, að bregðist ekki uppskera því hrapallegar í haust, verður geymsluskortur tilfinnanlegur í bænum. Svona mál verða ekki leyst af einstaklingum hverjum fyrir sig. Til þess er ekki liægt að ætlast. Aðilarnir, sem hér eiga að leysa vandann eru KEA og Akureyrar- bær, hvor fyrir sig eða báðir í fé- lagi. Á þetta benti Alþýðumaður- inn í vor, og rökin fyrir þessu hafa ekki breytzt — nauðsynin á úrlausniuni ekki heldur. ___ Verð á síldarmjöli ákveðið Verð á síldarmjöli á innan- Iandsmarkaði hefir nú verið á- kveðið. Fyrsta flokks mjöl kostar nú kr. 203.10 pr. 100 kg. fob í verksmiðjuhöfn. Verð þetta mun gilda til 15. sept. n.k., en hækkar þá vegna vaxta, brunatrygginga og annars kostnaðar. Pantanir á síldarmjöli þurfa að hafa horizt fyrir 30. september og greiðslu lokið fyrir 1. nóvember. í fyrra var verðið innanlands kr. 247.20 og er lækkun þess nú sögð stafa af verðfalli á erlendum markaði. —> j, <— Fimmtugur verður n.k. fimmtudag, 23. ágúst, Georg Jónsson, bifreiðar- stjóri, Gránufélagsgötu 6 hér í bæ. Úr veiðistöðvum á Suðvestur- landi og Vestmannaeyjum berast þær fréttir, að óvenjumikið sé af beinhákörlum fyrir Suðvestur- landinu og geri þeir usla í reknet- um síldveiðibáta. En svo er að sjá, að víðar en í sjónum séu beinhákarlar innan um síld en í sjónum, ef rétt er skýrt frá í Tímanum 15. ágúst sl. í grein, sem heitir Sjúkdómar og skattar. Þar segir svo: „Ekki mun það þykja sennileg saga, að sjúkdómar og heilsuleysi séu hafðir að tekjustofni til ríkis og bæja. Þó er þetta í reyndinni hjá okkur íslendingum. Ef við flettum skattskrá Reykja- víkur sjást margir merkilegir hlutir. Skattskráin er ein af fróð- legustu bókum, sem gefin er út hér á landi þessi árin. Hún grein- ir frá sköttum og útsvari allra skattskyldra manna í okkar stóru höfuðborg. — Hún á að vera ábyggilegt heimildarrit um tekjur manna og eignir og gjaldþol. Eitt- hvað breytist þetta við kærur og betri athugun. En í heildardrátt- um er ekki um stórbreytingar að ræða. Eitt af því, sem lesa má um í skattskránni er, að sjúkdómar séu hafðir að skattstofni. Telja má sennilegt, að þetta sé með slíkum hætti í öðrum bæjar- og sveitarfélögum. En þannig virðist það óvefengjanlega í Reykjavík. Menn þeir, sem tekjur sínar hafa af skiptum við sjúklinga, DÝR STO F N U N Endurskoðunarskrifstofa Reykja- víkurbæjar er að sjálfsögðu þörf stofnun og nauðsynleg, og nægi- legt hefði hún verkefnið, ef hún ætti að gæta hagsmuna bæjarbúa. En ótrúlega virðist kostnaður við hana vaxa ört. 1945 er hann kr. 80,595,56 1946 er hann kr. 108,874,46 1947 er hann kr. 133,392,69 1948 er hann kr. 132,190,38 ■ 1949 er hann kr. 296,416,66 1950 er hann kr. 369,896,04 Væri ekki þörf á að endur- skoða þennan kostnað, eða hvern- ig getur staðið á þessari gífur- legu aukningu? — Vikutíðindi. —> EKKI SVO VITLAUST! Vísir (13. ágúst) upplýsir, að síðan 1948 hafi landbúnaðar- ráðuneytið fastan „minkabana“ í þjónustu sinni, og í sumar hafi hann fengið Land-Rover-bifreið, svo að hann geti farið víðar um! Bölvuð vandræði, að karakúl- hrútarnir eru allir dauðir, annars hefði einhver getað orðið fastur starfsmaður hjá landbúnaðar- ráðuneytinu við að slátra þeim og kannske fengið Land-Rover út- hlutað, svo að hann kæinist ör- ugglega á alla staði! í rtknttoM eru hafðir sem nokkurs konar tæki til að innheimta í gegnum starf sitt, sem allra mesta fjár- muni hjá sjúkum og lasburða og greiða verulegan hluta af þeim til ríkis og bæja. Þessir ménn munu að vísu halda allgóðum hlut eftir sjálfir, en hitt er ótrú- lega mikið, sem þeir láta af hendi rakna. Sé þetta athugað nánar sést að 40 starfandi læknum í Reykjavík er gert skylt að greiða í skatta og útsvar um eina og kvart milljón krónur, eða rúmlega 31 þús. til jafnaðar. Af þessum 40 læknum greiða 20 þeirra 20—30 þús. kr. En 14 greiða 30—40 þús. kr., 3 greiða 40—50 þús. og 3 greiða 50—60 þúsund krónur. Sama stefna virðist uppi á ten- ingnum með lyfsalana. — Fjórir lyfsalar greiða í sömu gjöld nær 300 þús. kr. Einn þeirra greiðir nrilli 50—60 þús., tveir 70—80 þús. og sá fjórði yfir 80 þúsund. Þetta allt eru tölur, sem tala sínu máli. Er óþarfi að fjölyrða um þær. En eitthvað verulegt er bogið við skipulagningu okkar í þessum málum, að þeir, sem verzla með lyfjavörur og starfa að lækningum sjúkra, skuli hafa svo geysiháar tekjur af þessu eins og skattskráin segir. Enginn mun amast við eða harma þótt þeir hafi góðar tekj- ur, en þegar þeir gerast svo mik- ilvirkir skattheiintumenn, gegnir öðru máli.“ *

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.