Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 02.10.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 2. október 1951 NMdcmus, Pílfltn op HerMcs --------------------------- ÁLÞÝÐUMÁÐURINN Útgef&ndi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Simi 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmi3ja Björns Jónssonar h.j. ------------------------------- Fer Frðmsóknarflokkuriim dð iieríd viðtfllsluefar? Af síðustu blöðum Tímans má ráða, að ýmsum forystumönnum flokksins sé ekki að verða rótt innan brjósts vegna sívaxandi gremju almennings út af síhækk- andi dýrtíð. Fréttirnar um hina svívirðilegu okurálagningu á ýmsar vörur í skjóli bátagjaldeyr- is og eftirlitsleysis með verðlagi hafa enn aukið á reiði fólks. Á ekki að refsa okrurunum? spyr fólk. Hvar hefir gætt áhrifa SÍS i að halda heildsöluálagningu niðri? spyr það einnig. Gremja fólksins beinist nú í vaxandi mæli að Frapisóknar- flokknum og það er eðlilegt. Al- tnenningur segir sem svo: Sjálf- stæðisflokkurinn er og hefir verið kapitaliskur flokkur. Af honum höfum við aldrei vænzt ráðstaf- ana gegn ofsagróða og okri. En Framsókn þykist flokkur bænda, flokkur samvinnuntanna, flokkur miðstétta. Hví þá að beita sér fyrir gullvagn ofsagróða- manna og okrara? Hví tekur flokkurinn ekki höndum saman við Alþfl. og reynir að láta sam- vinnustefnuna koma landsmönn- um að sem fyllstum notum með hjálp jafnaðarstefnunnar og í samstarfi við hana? Þessar spurningar óttast for- ystumenn Framsóknarflokksins. Þeir óttast sívaxandi skilning al- mennings á íhaldsþjónkun þeirra. Þess vegna æpa þeir að Alþýðufl., ef takast mætti að telja fólki trú um, að hann sé sá, sem ekki vill samstarf. En þetta er nú að verða svo slitin plata, að þeim fjölgar óðum, sem alls ekki hlusta á hana. Fólk sér, að Alþýðufl. hafði rétt fyrir sér um setningu Almanna- tryggingalaganna, Framsóknar- flokkurinn rangt fyrir sér að berjast gegn þeim. Fólk sér, að Alþýðufl. hafði rétt fyrir sér að berjast fyrir aukinni togaraút- gerð, Framsóknrflokkurinn rangt fyrir sér að berjast gegn henni. Fólk sér, að Alþýðufl. hafði rétt fyrir sér að berjast gegn gengis- lækkun, Framsóknarfl. rangt fyr- ir sér að berjast fyrir henni. Fólk sér, að Alþýðufl. hafði rétt fyrir sér að berjast gegn afnámi raun- hæfs verðlagseftirlits, Framsókn rangt fyrir sér að xylgja íhaldinu þar að málum. Og svona mætti lengi telja. Hræðslan við þennan skilning fólksins hefir nú orskað það, að ráðamenn Fratnsóknar eru farnir að spyrja sjálfa sig: Þrír riddarar. Þá Pílatus og Heródes þarf ekki að kynna fyrir neinum les- anda, en persónan Nikódemus er ekki eins biblíufræg. Hins vegar hefir skáldið Stephan G. Step- hansson gert hana ódauðlega í íslenzkum bókmenntum með kvæði sínu Nikódemus, þar sem hann lætur þennan skriftlærða Gyðing vera ímynd gáfumanns- ins, sem skortir manndóm til að fylgja því, setn hann undir niðri veit að er rétt, kjark til að vera það, sem hann finnur að hann ætti að vera, mannkærleik til að gleyma sjálfum sér af áhuga fyrir velferð meðbræðra sinna: Hann kunni þær flækjur og fræði upp á staf, sem Farísa hyggjan var belgtroðin af, eins og St. G. St. orðar það. Mikið vatn hefir runnið til sjávar á Skattstofu Akureyrar, síðan ég birti í Alþm. grein mína Utsvarsálagningin. Réttara mun raunar að segja, að mikill sviti hafi runnið, því að blóðhiti langt yfir 37 stig virðist hafa orsakað Jtau fallvötn, en að útsvarsgreið- endur hafi orðið nokkru nær af þeirn vatnagangi um álagningu útsvara, er mér eiður sær. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að Nikódemusi hefir bætzt liðstyrk- ur Pílatusar (ísl. síðasta tbl.), og jafnvel Heródes vill gelta með (Vra.), þótt lungnaþrek þess blaðs hafi ekki verið meira ann- ars í sumar en svo, að rétt hefir verið hægt að gefa því það nafn, að það teldist hfa. „Útsvarsólagningin. Þar sein nú er mánuður síðan, að fyrrnefnd grein birtist og bæði ritstjóri ísl. og skattstjórinn hafa lagt sig fram um að rangtúlka sum atriði í henni, þykir mér rétt að fá birt á ný nokkur atriði úr henni, almenningi til glöggvunar. I greininni sagði ég m. a.: „.... Það virðist heldur ekki Hvernig fáum við bjargað okk- ur úr helgreipum íhaldsins án þess að eta ofan í okkur allt last okkar um Alþýðufl.? Við höfum ekki getað skammað hann til samstarfs. Það er sýnt, að við getum ekki hrætt hann til sam- starfs, en við þurfum að ná sam- starfi við hann til að glata ekki flokki okkar með öUu. Svo Iangt eru þá Framsóknar- forkólfarnir komnir í ályktunum sínum. En þá vantar að komast að Iausn vandamálsins: Hún er einfaldlega sú að bjóða samstarf af heilum hug, án fals og undirferlis. Bjóða samstarf á grundvelli samvinnustefnunnar og jafnaðarstefnunnar, samstarf til heilla alþýðustéttum landsins. Slíkt samstarf vill hinn óbreytti kjósendahópur Framsóknar og slíku samstarfi er Alþýðufl. alltaf reiðubúinn að taka þátt í. Hví ekki að ljúka 15 ára eyði- merkurgöngu Framsóknar um afturhaldsslóðir strax í dag? örgrannt um við nána athugun á útsvarsskránni, að sumir niður- jöfnunarmennirnir hafi ríka til- hneigingu til að gæta þar vel hags- muna sinna eða sinna nánustu, þótt greinilegast sé þetta hjá for- manni nefndarinnar, sem hefir engan ómaga á framfæri, kr. 4620,00 i tekjuskatt, en ekki nema kr. 7.400.00 í útsvar. Til samanburðar má t. d. geta þess, að trésmíðameistari einn, sem hefir kr. 1853,00 í tekjuskatt, verður hins vegar að greiða kr. 7.040.00 í útsvar. Báðir þessir menn eru kvæntir, en ómagalaus- ir. Þeir eiga sinn soninn hvor í háskóla. Munurinn á útsvari er því óskiljanlegur. .... Nú skulum við virða fyrir okkur nokkur dæmi úr útsvars- skránni, sem virðast þurfa skýr- inga við frá niðurjöfnunarnefnd og skattstjóra: Einhleypingur einn vinnur i bókaverzlun. Hann hefir kr. 1088.00 í tekjuskatt, en kr. 1600.00 í útsvar. Kvæntur iðn- verkamaður með 3 eða 4 börn(?) í ómegð hefir sama tekjuskatt, en útsvarið er 3070.00 kr. Báðir eru eignaskattslausir. Kvæntur fram- kvæmdarstjóri útgerðarfyrirtækis, barnlaus, hefir kr. 442,00 í tekju- skatt, en kr. 1800.00 í útsvar. Kvæntur verkamaður með 4 börn í ómegð hefir kr. 132.00 í tekju- skatt, 48 kr. i eignaskatt og kr. 1810.00 í úlsvar! Skrifstofustjóri stórs fyrirtækis hér, kvæntur með 1 barn á framfæri, hefir kr. 880.00 í tekjuskatt og 16 kr. í eignaskatt, en 2000 kr. í útsvar. Útvarpsvirki með sömu fjöl- skyldustærð og sama tekjuskatt, en engan eignaskatt, hefir kr. 3740.00 í útsvar! Geta má þess líka, að verkamaður einn með sömu fjölskyldustærð, en 501.00 kr. tekjuskatt og 61 kr. eigna- skatt, hefir 2110.00 kr. í út- svar! . .. . “ Píslarþvottur ritstjóra íslendings. Þannig hljóða þá aðalatriðin í grein þeirri, er hinn mikli hljóða- gangur hefir staðið af. Reiði- skrifum skattstjórans tel ég þarf- laust að svara frekar en orðið er, en hins vegar vil ég gera nokkrar athugasemdir við grein Jakobs O. Péturssonar í íslendingi, bæði af því, að þar er þó reynt að tala með rökurn, og eins kann að vera, að dæmi mín í framanvitnaðri grein séu ekki fullljós, nema nöfn séu líka nefnd, og skal það því gert: Formaður niðurjöfnunarnefnd- ar er bæjarstjóri, til samanburðar við hann tók ég Sigurð Sölvason, trésmíðameistara. Einhleypingur- inn í bókaverzluninni er Jakob Árnason, ritstjóri Verkamanns- ins, til samanburðar við hann tók ég Frede Jensen, Gleráreyrum 7. Framkvæmdarstjóri útgerðarfyr- irtækisins er Tryggvi Helgason, Eyrarvegi, samanburðarmaður hans er Björn Jónsson, formaður Verkamannafél. Ak. Skrifstofu- stjórinn er Arngrímur Bjarnason, KEA, samanburðarmenn hans eru Grímur Sigurðsson, Þrastar- lundi, og Frímann Friðriksson. Strandgötu 9. Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri ísl. mun vera í niðurjöfnunar- nefnd. Hann þykist lesa út úr á- deilu minni á vinnubrögð nefnd- arinnar, að ég telji skakkt að jafna niður „eftir efnum og á- stæðum.“ Dæmin, sem ég nefndi, benda þó í alveg öfuga átt: Ég bið nú þá, sem kunnugir eru hin- um nafngreindu mönnum að at- huga,hvort þeir þekki til einhverra sérstakra ástæðna hjá þeim, er skýri lækkunina á þeim, sem hlíft er á kostnað annarra. Finni þeir þær ekki fremur en ég, hygg ég, að þeir verði mér sammála um, að hér er einmitt ekki jafnað nið- ur „eftir efnum og ástæðum“, heldur öðrum sjónarmiðum. Og ég vil biðja niðurjöfnunarnefnd að skýra þetta' fyrirbæri fyrir okkur, svo og heiðraðan skatt- stjóra, ella liggja áfram undir á- burði um hroðvirk og ósanngjörn vinnubrögð. Dæmin, sem ritstjóri ísl. nefnir um réttmæti niðurjöfnunar „eftir efnum og ástæðuin“, eru rétt, það sem þau ná, en þau hrinda í engu mínum dæmum. Og ég vil alveg sérstaklega benda á, að sú niður- jöfnunarnefnd, sem lýkur því á örfáum fundum að „bókfæra“ útsvör allra útsvarsgreiðenda hér í bænum, hefir enga aðstöðu til að jafna af nokkurri sanngirni niður „eftir efnum og ástæðum“, neina því aðeins að Skattstofan hafi áður fært tæmandi upplýs- ingar inn á framtöl hvers og eins, en hinar sífelldu beiðnir til bæj- arstjórnarinnar um niðurfellingu útsvara eða lækkun vegna sjúk- leika, námskostnaðar eða annarra ástæðna sýna vel, að á það skort- ir í mörgum tilfellum. Þar sem Nikódemus og Pílatus eru, vantar ekki Heródes. Ég sé á síðasta Vm. að hann þykist í einhverju þurfa að hefna sín á ritstjóra Alþm. og vegur fagnandi úr launsátri að honum með dylgjurýting skaltstjórans. Hér verður það lag ekki borið af, enda laginu af svo deigri hendi fylgt, að það mun engan saka. Hitt er nokkuð augljóst, að hér er þótzt hefnt uppljóstrana Alþm. um skattsvik Steingríms Aðal- steinssonar, alþingismanns. og má að vísu segja, að skattsvikin og hefndin fyrir uppljóstrunina um þau beri álíka mikilmennsku vitni. Úfför um vefurnætur. Skattstjóri Akureyrar boðar í síðasta Degi slefnu á hendur rit- stjóra Alþm. fyrir að hafa birt greinar mínar. Vitnar hann í því sambandi í 108. gr. hinna alm. hegningarlaga, en sleppir þó ein- hverra hluta vegna úr greininni orðunum: Aðdróttun, þótt sönn- uð sé, varðar sektum. Mig kallar hann hinn óþekkta hermann og kveður mig munu dáinn og graf- inn um veturnætur. Hjá erlendum ÍSLENDINGÁR sigruðu með yfirburðum í samnorrænu sundkeppninni 36037 manns luku sundinu eða um 25% þjóðarinnar, en það veitir 540.555 stig. — Nœstir urðu Finnar. Þar syntu 6% þjóðarinnar. Ilæsta hlutfallstölu af kaupstöðum hlaut Ólafsfjörður 41,2%, en af sýslum S.-Þing. 29,1%. Akureyri hlaut hlutfallstöluna 23,9%. Elzli þátttakandi karla var 84 ára, en kvenna 67 ára, hvort tveggja í Rvík. Yngsti þátttakandinn var skagfirzk telpa fædd 29. nóv. ’45 og næstyngstur drengur fæddur 13. okt. ’45. þjóðum, sem orðið hafa að sjá mörgum vöskum sonum á bak í gin styrjalda, er hin dýpsta virð- ing og þökk tengd nafni hins ó- þekkta hermanns. En sleppum því, þótt skattstjóranum mistæk- ist í skapfuna sínum að finna sér heppilega samlíkingu. í versta til- felli hafa æði margir brosað að honum, en því ætti hann að vera farinn að venjast. Loks gerir skattstjórinn þá fyrirspurn, hví ég hafi ekki kært hann fyrir embættisafglöp. Hví spyr hann ekki heldur sjálfan sig, hvers vegna hann segi ekki af sér? Ærukærir menn grípa til þeirra ráða, ef þeir finna, að þeim hefir orðið á í messunni. Ofsinn í svörum skattstjórans virðist benda til sektarkenndar. En til afsagnar þarf manndóm, og Nikó- demusarnir gera slíkt ekki, því lýsir St. G. St. snilldarlega: Hann sagði ekki af sér — og var það nú von, svo vel látinn maður og höfðingja son og úrval í öldungaráði? En hann gekk í líkfylgd sem hinn eða þú, er hafin og enduð var krossgangan sú til merkis um virðing og vinsemdar yl og vogaði að leggja þá smyrslin sín til, svo útförin öll væri að ráði. Skattgreiðandi. fATH.: Út af ummælum dr. Kristins Guðmundssonar í síðasta Degi varð- i andi laun mín, gef ég honum hér með leyfi til að birla í næsta tbl. Dags franv tal mitt frá s. 1. vetri, enda birti hann þá einnig framtal sitt, svo að bæjar- búum gefist kostur á að bera nákvæm- lega saman tekjur „kjarabótakrata“, sem Kr. G. kallar, og „kjarabótafrant- sóknarmanns". Verður þá um leið von- andi svarað forvitni Verkamannsins, hvernig ég afli 8 manna fjölskyld'* 1 * * * * * * „lifibrauðs". Álit dr. Kr. G. á persónu minni ég ekki að komi deilu hans og Skatt- greiðanda við um niðurjöfnun útsvaf8 á Akureyri 1951. Svara ég því að sinn* engu meiðyrðum hans í minn garð. Rétt mun þó að vekja athygli á, dr. Kr. G. hefir enga aðstöðu l'l al' vita, hvort starf mitt sem trygB’063 fulltrúi hjá bæjarfógeta er mánaðar eða 12 mán. starf. Ilann er af skiljan legum ástæðum mjög fáfróður um Þa hlið Almannatrygginganna, sem starfa að, þar sem slíkt jaðrar ekki '■ hans vcrkahring. — Br. S.l

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.